Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Lax, lax, lax og aftur lax Hafliði og Ingibjörg, ábúendur í Garpsdal, hófu búskap vorið 1973 með blandaðan búrekstur. Hafliði er frá Garpsdal og Ingibjörg úr Reykjavík. Árið 1980 stóðu þau frammi fyrir því að þurfa að byggja upp og ákváðu að fara út í sauðfjárbúskap og byggja fjárhús. Þau hafa bæði alltaf unnið mikið með búskapnum; Hafliði í verktöku og sæðingum, en Ingibjörg er hjúkrunar fræðingur á heilsugæslunni á Reykhólum og Búðardal. Börnin voru þrjú; Kristján Viðar, Haflína Ingibjörg og Sigurður Rúnar. Kristján lést árið 2003 í bílslysi. Á álagstímum vor og haust koma Haflína og Sigurður Rúnar til aðstoðar. Eins er Aron, elsta barnabarnið, mjög mikið hjá ömmu sinni og afa og hjálpar verulega mikið til, enda hefur hann mikinn áhuga á búskap. Býli? Garpsdalur, Reykhólahreppi. Staðsett í sveit? Gilsfjörður. Ábúendur? Hafliði Viðar Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Tveir fullorðnir, þrír hundar og tveir kettir. Stærð jarðar? Tæplega 3.000 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú , dúntekja og skógrækt. Fjöldi búfjár og tegundir? 450 fjár og um 1.000–1.200 æðarfuglar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Misjafnt eftir árstíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og dúntekja eru skemmtilegust en viðgerðir og að krafsa dún leiðin- legast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi svipaðan. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Held að þau séu sæmileg, við erum ekki góð í að fylgjast með því. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Vonandi vel en það þarf að gefa ungu fólki betra tækifæri og styðja betur við bakið á því, til að eðlileg endurnýjun verði. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, mjólk og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og fiskur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hefur margt komið upp á löngum tíma, en ætli það sé ekki eitt haustið þegar við vorum að reka féð inn, þá var hópur af kindum (systur og fjölskyldur þeirra) sem hafði verið erfitt að ná, þær voru mjög léttar á sér og stukku yfir allt sem fyrir var og létu illa. Þegar leið á haust leit út fyrir slæmt veður og við að reka inn, þá tekur ættmóðirin sig til og stekkur yfir girðingar til hópsins. Við vorum ekki ánægð en kemur sú gamla ekki röltandi með allan hópinn og inn fóru þær. Laxveiðiárið var veiðimönnum gjöfult og víða eru frystikistur fullar af fiski. Laxinn er úrvals- hráefni og sannkallaður herra- manns matur. Við Íslendingar erum heppnir að hafa ferskan og góðan fisk á okkar borðum allt árið um kring. Galdurinn í eldamennsku á fiski er að ofelda hann ekki og fara spar lega með kryddið – salt er oft það eina sem þarf! Nú tökum við graflaxinn föstum tökum, steikjum svo laxaflak upp á gamla mátann með kartöflusmælki og bjóðum upp á ofngrillaðan lax í lokin. Léttgrafinn lax í kóríander, dilli og sítrónu – fyrir 4-6 › 500 g laxaflak › 100 g salt › 70 g sykur › 10 g (ca. ½ tsk.) svartur pipar › 1 msk. fennel (duft) › 1 msk. kóríander (duft) › 3 msk. dill › Sítrónubörkur af einni sítrónu Aðferð Blandið öllum kryddum saman og stráið 1/3 af blöndunni í botninn á bakka. Leggið laxaflakið í bakkann þannig að roðið snúi niður og stráið svo restinni af kryddinu yfir flakið. Lokið bakkanum vel með plastfilmu. Látið standa úti á borði í þrjár klukkustundir og síðan inni í kæli í sólarhring. Þá er flakið hreinsað undir köldu vatni og þerrað á pappír. Loks er fersku dilli stráð yfir og berki af sítrónu. Munið að rífa aðeins ysta skærgula lagið af sítrónuberkinum. Laxinn sneiddur þunnt og borinn fram með graflaxsósu og ristuðu brauði. Steiktur lax með kartöflum › 800 g laxaflök án roðs › 200 g kartöflusmælki › 1 stk. hvítlauksgeiri, marinn › 1 stk. gulrót, smátt skorin › 1 stk. fennel, smátt skorið › 1 stk. rauðlaukur, smátt skorinn › vatn › salt › smjör Aðferð Ristið smátt skorið grænmetið á pönnu og takið til hliðar. Setjið smá salt út í. Sjóðið kartöflurnar með hvítlauk í vatni í u.þ.b. 25 mín. við vægan hita. Skerið laxinn í 4 steikur og steikið í smjöri í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið við miðlungs hita. Kryddið laxinn með salti. Bætið grænmetinu á pönnuna í lokin og framreiðið með laxinum. Ofngrillaður lax með rauðu greip – fyrir 4 › 800 g lax › 100 g kartöflusmælki › 1 stk. fennel › 100 ml ólífuolía › salt og pipar › 1 stk. pera Aðferð Laxinn er skorinn í hæfilegar steikur og kryddaður með salti og pipar. Penslið yfir laxinn ólífuolíu. Setjið undir grill við háan hita í 2-5 mínútur eða þar til fiskurinn er hálfeldaður í gegn. Bætið þá rauðum greipávexti við í fatið ásamt fínsöxuðum fennel. Framreiðið með soðnu kartöflusmælki og steiktri peru. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Garpsdalur Kristján Snær og Geirmundur Viðar Sigurðssynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.