Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013
Munu aldrei keppa við stórorkuver
Ástæðan fyrir því að kostir slíkra
rennslisvirkjana eru ekki ræddir
hér er trúlega sú staðreynd hvað
Íslendingar hafa verið uppteknir
við stórvirkjanir og raforkuöflun í
stórum stíl fyrir stóriðju. Þá hefur
verið ríkjandi sú mýta að ekki borgi
sig að virkja rennsli í ám ef fallhæð
sé lítil. Þar er einblínt á hagkvæmni
stærðarinnar. Í samanburði við
stóru fallvatnsvirkjanirnar eru litlar
rennslisvirkjanir vissulega eins og
leikföng. Þegar horft er á nýtingu
raforku í víðari skilningi og smærri
einingum getur málið horft allt
öðruvísi út. Fyrir bændabýli og jafnvel
heilu byggðarkjarnana gætu ódýrar
rennslisvirkjanir hæglega verið lausn
sem vert væri að skoða. Í slíku tilliti er
nánast enginn bæjarlækur svo lítill að
ekki sé hægt að virkja hann. Það getur
líka fallið vel að sjónarmiðum um
að nýta vatnsorku án þess að skerða
fossa og önnur náttúrufyrirbrigði.
Ýmsar útgáfur eru til á slíkum
virkjunum, þ.e. sem kallað hefur
verið „Micro Hydro Power“ og „Low
Impact Hydropower“ og fleira. Dæmi
um afar einfalda lausn á nýtingu á
litlum lækjum eru fljótandi virkjanir í
stærðum frá 1 kW upp í 300 kW sem
kallaðar eru Hydrocat.
Hægstraumsvirkjanir undir
vatnsyfirborði
Þó myllubátar hafi um aldir sannað
gildi sitt til ákveðins brúks, þá hafa
vísindamenn og hugmyndasmiðir
haldið áfram þróun á nýtingu straum-
vatns með einföldum hætti eða með
svokölluðum hægstraumsvirkjunum.
Í dag er víða verið að gera tilraunir
af þessum toga í ýmsum útfærslum
og á oftast til að framleiða raforku.
Sumar þessara hægstraumsvirkjana
miðast við að allur tækjabúnaðurinn
sé undir vatnsyfirborði og hafi því
engin sjónræn áhrif á umhverfið.
Fjöldi myllubáta starfræktur í
Evrópu alla tuttugustu öldina
Um aldamótin 1900 mátti enn sjá
bátamyllur á evrópskum fljótum og
víðar um heim. Á Kura-fljótinu sem
rennur í gegnum Tbilisi í Georgíu
mátti sjá árið 1909 alls níu myllubáta.
Einnig mátti sjá slíka báta í bænum
Lovosice í Tékklandi á árinu 1911.
Á ánni Doubs í Frakklandi voru
þrír myllubátar í fullum rekstri árið
1914. Í borginn Tekhrit í Írak voru
myllubátar notaðir allavega fram
til ársins 1917. Á árinu 1914 voru
starfræktir tíu myllubátar í Verona
á Ítalíu og ekki var hætt starfsemi á
síðasta myllubátnum þar fyrr en 1929.
Tyrkir voru einnig með slíka báta til
1920. Á mörgum ám í Þýskalandi
voru slíkir bátar starfræktir fram
til 1926 og til 1937 í Slóvakíu og
á fljótinu Tiszán í Ungverjalandi til
1940. Þá voru myllubátar starfræktir í
Misseldorf í Austurríki til ársins 1945.
Enn í rekstri eftir stríð og
endurhannaðir eftir 1990
Eftir stríð var haldið áfram rekstri
myllubáta víða í Evrópulöndum. Árið
1950 voru t.d. 27 myllubátar í rekstri
í Bosníu og ekki var hætt starfsemi
síðasta gamla myllubátsins þar fyrir
en 1968. Þá var enn í rekstri myllu-
bátur á Morava-ánni í Kuklijn í Serbíu
árið 1990. Sennilega var það einn af
síðustu myllubátunum í upprunalegu
mynd sem starfræktir voru.
Þó hætt væri að starfsrækja
gömlu bátamylluna í Kuklijn var
saga myllubátana þar með alls ekki
á enda. Frá 1990 hafa að minnsta
kosti á annan tug endurhannaðra
myllubáta verið smíðaðir í Evrópu.
Ástæðan er sú að í straumvatni
leynist stöðug orka sem sjálfsagt er
að reyna að nýta þó ekki sé um að
ræða stórkostleg stíflumannvirki til að
nýta aukna fallorku vatnsins. Aukin
áhersla á umhverfissjónarmið gerir
hægstraumsvirkjanir líka fýsilegri
kost. Í þessu efni má segja að allt
geti verið hey í harðindum.
Enginn vafi er á að Evrópubúar
neyðast á næstu árum til að hafa allar
klær úti við orkuöflun. Ástæðan er
að hluta stöðugt meiri orkunotkun
nútímasamfélagsins. Einnig sú
staðreynd að Þýskalandskanslari
gaf það út eftir kjarnaorkuslysið
í Japan að Þjóðverjar myndu
feta sig út úr nýtingu á kjarnorku
til raforkuframleiðslu. Vandséð
er hvernig menn ætla að leysa
kjarnakljúfana af hólmi þar til og ef
kjarnasamrunaorka verður einhvern
tíma á boðstólum.
Dæmi um nýlega hönnun á bátamyllu til raforkuframleiðslu.
Lítil og einföld Hydrocat-bátamylla
sem framleiðir rafmagn.
Nocria Arctic 14
Öfl ug varmadæla - japönsk gæði!
Loft í loft - Loft í vatn!
Heldur jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður s
Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun
Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan
Fujitsu er mun ódýrari
í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla
Söluaðili á Íslandi
með sjö ára reynslu:
Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu!
S í m a r : 6 9 5 2 0 9 1 / 8 9 4 4 3 0 2
V a r m a d æ l u r f r á F u j i t s u , P a n a s o n i c , M i t s u b i s h i o g T o s h i b a
B j ó ð u m u p p á V I S A o g M a s t e r c a r d r a ð g r e i ð s l u r
A
u
g
l.
S
ta
p
a
p
re
n
t
8 ára
ábyrgð!
Mest seldu jarðvarmadælurnar
á Íslandi
Thermia varmadælur loft í vatn og
vatn í vatn (jarðvarmadælur).
Hafðu samband og kynntu þér mögulegan
orkusparnað með varmadælu. Bjóðum
fría ráðgjöf og útreikninga um mögulegan
orkusparnað.
Vertu velkominn í hóp ánægðra viðskipta-
vina, við bjóðum þér að hafa samband við
okkar viðskiptavini til þess að kynna þér
gæði og þjónustu okkar.
Thermia fagnar 90 ára afmæli
í ár og er í eigu Danfoss.
Á R A
Smiðjuvegur 70 - 200 Kópavogur
www.verklagnir.is - info@verklagnir.is