Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Verð á spennuhærri jarðstrengjum hefur lækkað um allt að fimmtung frá þeim viðmiðum sem Landsnet hefur stuðst við samkvæmt endur- skoðuðu kostnaðarmati fyrirtækis- ins í ljósi nýjustu upplýsinga frá þeim löndum sem standa fremst í heiminum í lagningu jarðstrengja. Eftir sem áður eru jarðstrengir enn dýrari kostur en loftlínur á hærri spennustigum. „Við leggjum mikla áherslu á að fylgjast vel með þessum málum því talsvert er um strenglagnir á okkar vegum á lægri spennustigum og við sérstakar aðstæður kemur einnig til greina að leggja strengi á hærri spennu á styttri köflum, t.d. ef um er að ræða einstæðar umhverfisað- stæður eða þétta íbúðabyggð,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Það sé því hagur Landsnets að verð á strengjum fer lækkandi segir Guðmundur Ingi en áréttar jafnframt að lögbundið hlutverk fyrirtækisins er að byggja meginflutningskerfi raf- orku á sem hagkvæmastan hátt með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Stefnan er að byggja fáar línur með mikla flutningsgetu sem auki bæði rekstraröryggi kerfisins og dragi úr sjónrænum áhrifum með því að fækka þeim svæðum þar sem leggja þurfi línur. Umtalsverður verðmundur á strengjum og loftlínum „Miðað við kostnað og tækni hingað til hefur ekki verið raunhæft að að leggja afkastamestu línurnar í jörð hérlendis, nema í mjög takmörkuðum mæli, en nýjustu upplýsingar okkar leiða í ljós um 20% kostnaðarlækkun á jarðstrengjum frá þeim kostnaðar- viðmiðum sem við höfum stuðst við til þessa,“ segir Guðmundur Ingi. Samkvæmt endurskoðuðu kostnaðarmati Landsnets, byggðu á nýjustu upplýsingum frá helstu fram- leiðendum jarðstrengja og leiðandi flutningsfyrirtækjum, megi ætla að jarðstrengur með 380 MVA flutn- ingsgetu við 65°C kosti um 180 milljónir króna hver km, samanborið við um 220 milljónir króna í fyrri kostnaðaráætlunum fyrirtækisins. Munurinn er um 20%. Þrátt fyrir þessa lækkun eru jarð- strengir þó enn mun dýrari kostur en loftlínur á hærri spennustigum bætir Guðmundur við því samkvæmt útreikningum Landsnets kostar hver km af loftlínu, með 470 MVA flutn- ingsgetu, um 66 milljónir króna. Ekki sambærilegar aðstæður Vegna umfjöllunar um reynslu Frakka af lagningu jarðstrengja segir aðstoðarforstjóri Landsnets að forsendur skipti öllu þegar verið er að tala um líftíma framkvæmda. Alveg hafi verið horft framhjá því að aðstæður hérlendis eru allt aðrar en í Frakklandi. „Þannig er t.d. orkuverð í Frakkalandi mun hærra og þar með einnig kostnaður vegna innkaupa á orku til að mæta töpum í flutnings- kerfinu. Ólíklegt er að orkuverð á Íslandi verði jafn hátt í fram- tíðinni og í Evrópu. Kostnaður við að byggja loftlínur er einnig mun hærri í Frakklandi, eða 76 milljónir á km fyrir 470 MVA línu en 66 millj- ónir hér. Þá þurfa flutningsfyrirtæki í Frakklandi að inna af hendi sérstakar greiðslur til sveitarfélaga vegna loftlína en ekki vegna jarðstrengja og lætur nærri að þessi kostnaður nemi um 15% af líftímakostnaði loftlínanna - sem fyrir vikið eru dýrari í Frakklandi en á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samanburður á kostnaðarfor- sendum franska flutningsfyrir- tækisins RTE og Landsnets leiðir í ljós að framkvæmdakostnaður við jarðstrengi er svipaður í Frakklandi og á Íslandi en hins vegar eru strengir þó heldur dýrari á Íslandi. „Það skýrist að hluta til af 15% vörugjaldi sem lagt er á strengi hér- lendis en slíkt gjald er ekki innheimt í Frakklandi,“ segir Guðmundur Ingi. Einnig hafi það sitt að segja í kostnaðarsamanburði Landsnets við strenginn sem RTE er að leggja í Suður-Frakklandi að þar séu ekki gerðar ýtrustu kröfur um flutn- ingsöryggi. Hitni strengurinn að hættumörkum vegna orkuflutnings megi takmarka flutning um hann og þar af leiðandi sé hægt að nota ódýari streng en ella. Aðspurður segir aðstoðarforstjóri Landsnets að nýju kostnaðartölurnar verði að sjálfsögðu hafðar til hlið- sjónar við framtíðaruppbyggingu raforkuflutningskerfisins en tafir hafa orðið á framkvæmdum víða um land, m.a. vegna krafna um lagningu jarðstrengja frekar en loftlína. Hillir vonandi undir stefnumótun stjórnvalda „Við hjá Landsneti höfum barist lengi fyrir því að stjórnvöld móti opinbera stefnu um lagningu jarð- strengja og það er því fagnaðarefni að iðnaðarráðherra hefur nú lagt fram skýrslu jarðstrengjanefndar til afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Vonandi fer nú að skapast sátt um þessi mál,“ segir Guðmundur Ingi og áréttar að mikið sé í húfi. „Nýleg skýrsla sem unnin var fyrir okkur bendir til umtalsverðs ávinnings fyrir þjóðfélagið ef ráðist verður í að byggja upp raforku- flutningskerfið – eða sem nemur á bilinu 2,7 til 10 milljörðum króna á ári. Verði hins vegar ekkert gert er það mat skýrsluhöfunda að það muni hafa ýmsa erfiðleika í för með sér fyrir raforkunotendur, þ.á.m. tíðara rafmagnsleysi hjá notendum, aukna byggðaröskun vegna takmarkaðs aðgengis að raforku utan stærstu þétt- býlissvæðanna og hækkun raforku- verðs vegna flutningstakmarkana sem jafnframt torveldi samkeppni.“ Landsnet endurmetur kostnaðartölur vegna jarðstrengja: Um 20% lækkun en jarðstrengir eru áfram dýrari kostur en loftlínur Ég, eins og margir aðrir, hef í gegnum tíðina haft mikið dálæti á sjónvarpsþáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Af öllum persónum þáttanna held ég mest upp á Lísu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þrátt fyrir að hún sé óumdeilanlega greindasti og mest frambærilegi fjölskyldu- meðlimurinn og þrátt fyrir að ég sé að miklu leyti sammála skoðunum hennar er hún stundum svo mislukkuð út gáfa af hinum upplýsta þjóðfélags- þegn að það er sorg lega fyndið. Lísa hefur í gegnum árin tekið ýmsar ákvarðanir sem sýna þetta svart á hvítu. Hún snerist til búdd- isma, hún varð grænmetisæta og hún er friðarsinni. Hún er dýra- verndunarsinni og umhverfis- verndarsinni, hún er femínisti og stuðningsmaður réttinda samkyn- hneigðra. Allt eru þetta málefni sem ég er Lísu hjartanlega sammála um (nema búddisminn og grænmetis- fæðið). Hins vegar er heimur Lísu oft alveg dásamlega svart-hvítur. Til að mynda telur hún sig oftast vita betur en aðrir og æðir af stað í herferðir vegna skoðana sinna, sem síðan reynast byggðar á sandi. Dæmi um þetta er heilög reiði hennar vegna þess að hún fái ekki að vera með í fótboltaliði skólans síns vegna þess að hún sé stelpa. Þegar henni er bent á að fótboltaliðið sé blandað og fjöldi stelpna spili með því bakkar hún út með því að segja að henni leiðist fótbolti hvort eð er. Hún ákveður hins vegar í staðinn að lýsa andstyggð sinni á að boltinn sem spilað er með sé úr svínsleðri. Þá er hún upplýst um að boltinn sé úr gerviefnum og hagnaður af sölu hans renni til Amnesty International. Minnisstæðast er mér þó þegar Lísa ræktar erfðabreyttan risatómat og er sannfærð um að hér sé komin lausn til að útrýma hungri í heiminum. Lísa sér fyrir sér að heil fjölskylda í þróunarlandi geti snætt tómatinn í kvöldverð og allir verði saddir og sælir. Það er dásamleg þversögn í því að umhverfisverndarsinninn Lísa skuli vera sannfærð um að erfðabreytt matvæli séu þessi lausn. Mér verður oft hugsað til þessa atriðis þegar umræða um erfða- breytta ræktun annars vegar og lífræna ræktun hins vegar fer af stað hér á Íslandi. Fáir hópar fólks eru jafn algjörlega sannfærðir um að hafa höndlað sannleikann eins og stuðningsmenn þessara tveggja ræktunarstefna. Það er helst heitasta trúfólk sem hefur viðlíka sannfær- ingu. Mér er alltaf skemmt þegar upp hefjast blaðaskrif, sem geta teygt úr sér svo vikum skiptir, þar sem fulltrúar þessara tveggja hópa takast á. Þó að mér sé skemmt yfir þessu hnútukasti kemur samt að því að ég fæ nóg. Ég er efahyggjumaður um flest og sannfærður um að erfðabreytingar munu ekki bjarga heiminum frá hungri. Ég er líka sannfærður um að þar sem erfðabreytt matvæli eru ræktuð mun ekki opnast gjá niður til helvítis. Á sama tíma hef ég enga trú á því að lífræn fæða sé betri en sú sem hefur fengið tilbúinn áburð né heldur tel ég að áhersla á lífræna ræktun sé bara hipparugl. Ég vil leggja það til við hlutaðeigandi að þeir hætti að haga sér eins og smákrakkar í sandkassa og byrji að tala saman eins og siðaðar manneskjur. Innihald þessa pistils má svo yfir- færa að vild yfir á hvaða hluti sem er. Til dæmis á Hofsvallagötumálið, flugvöllinn eða Alþingi. STEKKUR Svart og hvítt Guðmundur Ingi Ásmundsson Jarðstrengur dreginn í plaströr sem steypt hafa verið í 80 cm breiðan og 130 cm djúpan skurð í fjalllendi í Suðaustur-Frakklandi. Mynd /RTE Olís og Norðurorka hf. hafa gert með sér samstarfssamning um sölu og markaðssetningu á metani. Samstarfssamningurinn felur í sér að Olís annast sölu og markaðssetningu á því metani sem Norðurorka framleiðir úr haug- gasi úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal ofan við Akureyri. „Það hefur lengi legið í loftinu að semja við olíufélag um sölu- og markaðsmálin,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku hf., á vef félagsins. „Félagið er í grunninn framleiðsludrifið orkufyrirtæki og því töldum við árangursríkara að semja við Olís um sölu- og markaðssetningu eldsneytisins, enda þeirra sérgrein.“ Olís hefur aukið hlut sinn í met- ansölu, en fyrirtækið gerði nýverið samning um kaup meginhluta þess metans sem framleitt er af Sorpu hf. á höfuðborgarsvæðinu. Olís hefur einnig sett upp metanafgreiðslu við eldsneytisstöð sína í Mjóddinni í Reykjavík. „Við hjá Olís erum mjög ánægð með að vera orðin leiðandi í sölu- og markaðssetningu metans á landsvísu,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri heildsölu- og rekstrarvöru- sviðs OLÍS. Sjálfsafgreiðslustöð fyrir metan verður byggð við Miðhúsabraut á Akureyri rétt við Möl og sand en hreinsistöðin við Súluveg austan hitaveitutankanna við gatnamótin að Breiðholti. Áætluð framleiðslugeta er 600 þúsund Nm3 metans árlega, sem svarar til árlegrar meðalnotkunar 600 fólks- bíla. Gert er ráð fyrir að hægt verði að vinna metan úr haugnum á Glerárdal fram til ársins 2030 í það minnsta. Um 300 milljóna króna kostnaður Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 300 milljónir. Í sumar lauk borunum í sorphauginn, en alls voru boraðar 45 holur. Frá holunum eru lagðar safnlagnir og síðan stofn- lögn frá haugunum að fyrirhugaðri hreinsistöð. Framangreindri lagna- vinnu er að mestu lokið og á næst- unni verða plön og undirstöður undir hreinsistöðina steypt. Áætluð verklok fyrir verkið í heild sinni eru í janúar 2014 en allveruleg seinkun verður á afhendingu hreinsistöðvar sem verið er að smíða í Svíþjóð. Um 1.200 bílar á Íslandi geta brennt metani en af þeim eru um 15-20 á Akureyri. Þess er vænst að markaðurinn vaxi hratt og er þar ekki síst horft til stórnotenda, svo sem þungaflutningabíla. Nýverið tók Akureyrarbær í notkun tvo ferlivagna sem nota metan sem orkugjafa. Einnig eru Samskip með í notkun einn þungaflutningabíl sem að hluta brennir metani í ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Sá bíll notar metan á við 20-30 fólksbíla. Veigamikið framlag til umhverfismála Hauggas sem stígur upp af sorphaugum er um 21 sinni skaðlegra en koltvísýringur (CO2) sem myndast við bruna metans í bílvél. Nýting hauggassins á Glerárdal er því mjög stórt og veigamikið framlag til umhverfismála auk þess sem ekki þarf að flytja inn jarðefnaeldsneyti fyrir þá bíla sem aka á metani. Sýn samningsaðila er sú að hér fari saman umhverfismál og hagsmunir neytenda með lækkun á eldsneytiskostnaði. Verið er að nýta innlenda auðlind sem er við bæjardyrnar og um leið að draga úr gróðurhúsaáhrifum hauggassins, sem sannanlega eru veruleg og á ábyrgð Akureyringa. /MÞÞ Olís og Norðurorka: Samstarfssamningur um sölu á metani Sorphaugarnir á Glerárdal. Sjálfsafgreiðslustöð fyrir metan verður byggð við Miðhúsabraut á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.