Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013
frekar þessar læsingar og þá hvort
ráðist verði í fjárfestingar vegna
tækjakaupa til slíkrar einingarfram-
leiðslu. Það hefur verið ákveðinn aðili
að vinna með okkur í því. Málið er í
raun komið á lokastig gagnvart stjórn
og eigendum fyrirtækisins.“
Mikill vinnusparnaður
Guðmundur Magnússon segir að
einn stærsti kosturinn við þennan
byggingarmáta sé gríðarlegur vinnu-
sparnaður. Segir hann að arkitekta-
stofan Batteríið hafi gert kostnaðar-
samanburð á svona húsi miðað við
hefðbundinn byggingar máta. Þeir
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
þessi hús geti verið um 20% ódýrari.
Þá hafi sýnt sig að einangrunargildi
þessara húsa sé mun meira en þekkist
í hefðbundnum húsum, sem minnki
kyndingarkostnað.
„Sem dæmi byggðum við 120
fermetra einbýlishús með þessari
tækni úti á Snæfellsnesi og það kom
út á rúmar 25 milljónir króna full-
frágengið utan sem innan. Ég held að
jarðvinnan sé þó ekki inni í þeirri tölu.
Þetta hús byggðum við bara hér heima
og fluttum það vestur í tvennu lagi.“
Afar þétt og ódýr í kyndingu
„Þeir sem hafa keypt svona hús segja
að það kosti mjög lítið að kynda þau.
Ég hef látið þéttleikamæla svona hús
og hafa menn aldrei mælt svo þétt
hús áður. Þessi hús eru líka miklu
sterkari en hefðbundin timburhús.
Þetta er fjórða húsið sem við reisum
með þessari tækni í sumar,“ segir
Guðmundur Magnússon smiður og
bætir við að næsta verkefni verði að
reisa parhús úr svona einingum á
Flúðum. /HKr.
Hér sést vel hvernig þak og veggir mætast. Lásar milli þakeininganna eru jafnframt nýttir eins og hefðbundnar
sperrur til að bera uppi þakkant.
NÚ MÁ
SNJÓA!
VANDAÐUR VETRAR- OG
ENDURSKINSFATNAÐUR
KÍKTU Á DYNJANDI.IS!
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Háskólinn á Hólum auglýsir
eftirfarandi kynbótahryssur til sölu
1. För IS2003258309 (BLUP 127), fengin við Trymbli IS2005135936.
2. Þraut IS2006258300 (BLUP 123), fengin við Svaða IS2009158304.
Skrifleg tilboð þurfa að berast
skrifstofu skólans í síðasta lagi
8. nóvember nk. merkt:
„Háskólinn á Hólum,
Guðmundur Eyþórsson –
tilboð í hross“.
Áskilinn er réttur til að hafna
öllum tilboðum.
Frekari upplýsingar hjá vikingur@holar.is.