Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Heimilis- og starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grenilundar á Grenivík í Grýtubakkahreppi hélt á dögunum upp á þau tímamót að 15 ár eru liðin frá því að starfsemi þess hófst. Boðið var upp á afmælisköku og kaffi. Ingólfur Ásgeirsson söng nokkur hugljúf lög við undirspil Petru Bjarkar Pálsdóttur og séra Bolli hélt messu með gestum og heimafólki. Á afmælisdaginn sjálfan var létt kráarkvöld þar sem hægt var að fá sér sérrístaup eða bjór eða þá kaffi og koníak. Hljómsveitin Hlíðin mín fríða lék fyrir dansi og valdi sérstaklega til flutnings gömlu lögin sem allir geta sungið með. Talsverður fjöldi gesta mætti á svæðið og var dansað og sungið og einnig hlegið hressilega meðan Siggi í Alaska, rúmlega áttræður uppistandari, sagði nokkrar vel valdar gamansögur. G r e n i l u n d u r , sambýli aldraðra á Grenivík, var byggður 1997–1998 og fyrstu íbúar fluttu inn í september 1998. Heilsugæslan á Grenivík var byggð í sama húsi og er staðsett í norðausturenda húss ins . Á Grenilundi búa að jafnaði níu íbúar. Átta íbúar eru með fasta búsetu og eitt skammtímarými. Grenilundur þjónar mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu, bæði fyrir aldraða og einnig hvað atvinnumöguleika varðar. Áfram í heimabyggð þótt heilsunni hraki „Við leggjum áherslu á heimilislegt andrúmsloft og gott umhverfi, það er kjarninn í allri starfsemi okkar,“ segir Fjóla Stefánsdóttir, forstöðumaður á Grenilundi. Hún segir eldri borgara í Grýtubakkahreppi þurfa að eiga góðan aðgang að búsetuformi sem hæfi aðstæðum þeirra, þar sem auðvelt sé að mæta þörf þeirra fyrir þjónustu, þannig að þeir geti áfram búið í heimabyggð sinni þó svo að heilsunni hraki. „Það eru grundvallarmannréttindi,” segir hún. „Það er líka mikilvægt að aldraðir geti, svo lengi sem þeim er unnt, búið við eðlilegt heimilislíf, en jafnframt að þeim sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.“ Fjóla segir að stofnanir, m.a. hjúkrunarheimili eins og við þekkjum þau, með sjúkrahúsmiðaða starfsemi og starfsfólk sem ákveður alla hluti muni smám saman heyra fortíðinni til. „Það hefur orðið jákvæð þróun í öldrunarþjónustu á Íslandi, hjúkrunarheimili eru nú óðum að breytast í heimili íbúanna þar sem starfsemin tekur mið af venjum þeirra og lífsháttum.“ Skref í rétta átt Fjóla nefnir að stefna stjórnvalda sé sú að færa lögbundna þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga og segir að það sé skref í rétta átt. „Við megum samt ekki flýta okkur um of, eins og oft vill verða hjá okkur. Það er að mörgu að hyggja og ég nefni sem dæmi lífeyrisskuldbindingar sem hvíla á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það þarf líka að taka tillit til reynslu af tilfærslu þjónustu við fatlað fólk yfir til sveitarfélaganna. Bæði sveitarfélögin og ríkið þurfa tíma til að undirbúa mótttöku svo stórra verkefna og það þarf að gæta að því að fjárhagslegar forsendur liggi fyrir,“ segir hún. Öldruðum mun fjölga umtalsvert á næstu áratugum Stærsta verkefnið á þessum vettvangi segir hún þó vera fyrirsjáanlega fjölgun þeirra sem verða 67 ára og eldri. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofunnar muni álíka margir fæðast hér á landi árið 2045 og fæddust árið 2005, en fjöldi aldraðra mun á sama tímabili tvöfaldast. Fæðingum muni því ekki fjölga næstu 45 ár, en þeim sem ná 67 ára aldri mun fjölga um 100 prósent frá því sem nú er. „Þessi staðreynd sýnir hve brýnt er að takast á við verkefnið af krafti, sýna fyrirhyggju og byggja upp úrræði sem mæta fólki á því þjónustustigi sem best hæfir á hverjum tíma,“ segir Fjóla. /MÞÞ Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grenilundur í Grýtubakkahreppi 15 ára: Mikilvægt að aldraðir búi við eðlilegt heimilislíf Guðrún Sigurðardóttir, Fjóla Stefánsdóttir og Gísli Björnsson. Myndir / MÞÞ Valgerður Jónsdóttir, Jóhanna Daðadóttir, Jórlaug Daðadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Þórgunnur Eyfjörð og Elísa Ingólfsdóttir. Ingibjörg Siglaugsdóttir og Ólafur Kjartansson. Guðrún Sigurðardóttir og Kristján Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.