Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 201310 Fréttir Nemendur Borgarhólsskóla á Húsavík kynntu sér nýverið starfsemi Norðlenska sem hefur aðsetur þar í bæ. Í kjölfarið tóku krakkarnir slátur í skólanum og báru sig býsna fagmannlega að. Það voru nemendur í val- áfanganum Heilsa og velferð sem tóku þátt og fóru m.a. í heimsókn í sláturhús Norðlenska á Húsavík. Í framhaldi af henni gaf fyrirtækið krökkunum allt efni til sláturgerðar og hófust þeir þegar handa við að gera bæði lifrarpylsu og blóðmör. Með þessu vildu bæði Norðlenska og skólinn viðhalda þeim menningararfi sem sláturgerð að hausti er. Félag eigenda og ræktenda landnámshænsna (ERL) heldur aðalfundur sinn laugardaginn 9. nóvember. Þar er jafnframt um að ræða 10 ára afmælisfund félagsins. Fundurinn verður haldinn í kaffistofu Bændasamtakanna á 3. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg og hefst kl. 14.00. Dagskrá fundarins hefst með ávarpi Júlíusar Más Baldurssonar, formanns ERL. Í kjölfarið er flutt skýrsla stjórnar. Þá hefjast venjuleg aðalfundarstörf og verða breytingar á lögum félagsins lagðar fyrir fundinn. Að því loknu fara fram kosningar og umræða um önnur mál. Afmæliskaffi verður í boði stjórnar og félags. Stjórn ERL skorar á sem flesta félagsmenn að mæta og eiga góða stund saman. Félag eigenda og ræktenda landsnámshænsna: ERL með 10 ára afmælisfund Júlíus Már Baldursson, formaður ERL, með lítinn landnámshænuunga. Mynd / HKr. Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi: Strýtan köfunarmiðstöð, Sveinn í Kálfskinni og Gestastofa sútarans verðlaunuð Húsvísk ungmenni í sláturgerð Nemendur í valáfanganum Heilsa og velferð kynntu sér starfsemi Norð lenska á dögunum og fengu að lokinni heimsókn í fyrirtækið að gjöf efni til sláturgerðar. Efnt var til Uppskeruhátíðar ferða þjónustunnar á Norðurlandi nýverið og tóku um 130 manns þátt. Hátíðin var haldin á vegum Markaðs skrifstofu Norðurlands og fór fram á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar til þriggja ferðaþjónustuaðila. Sveinn Jónsson í Kálfskinni fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í ferðaþjónustu á Norðurlandi, Erlendur Bogason með Köfunarmiðstöðina Strýtuna fékk viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sigríður Káradóttir hjá Gestastofu Sútarans fékk viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu. Köfunarmiðstöð í gamalli síldarverksmiðju Strýtan köfunarmiðstöð er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð, en Erlendur byrjaði að bjóða upp á köfun fyrir ferðamenn í samstarfi við Sportferðir árið 1994, og þá á Pollinum niður að skipsflakinu sem þar er. Fyrsta hverastrýtan fannst svo í Eyjafirði árið 1997 og síðan fundust fleiri. Þær eru núna friðaðar, og er Erlendur sá eini sem býður upp á tilbúnar ferðir niður að þeim. Þegar hverastrýturnar í Eyjafirði fundust varð mikið stökk í starfseminni hjá honum, og hefur fjöldi gesta vaxið mjög mikið á hverju ári undanfarin ár. Nú býður Köfunarmiðstöðin upp á köfunarnámskeið og köfun víða á Norðurlandi, ekki eingöngu við hverastrýturnar í Eyjafirði sem Erlendur er frægastur fyrir, heldur líka í Grímsey, í hraungjánum í Öxarfirði og við Drangey í Skagafirði. Áratuga störf við ferðaþjónustu Sveinn Jónsson, ferðaþjónustu- frumkvöðull hefur komið víða við um ævina. Sveinn er bóndi í Kálf- skinni og var byggingameistari í sinni sveit og víðar. Hann er mikið félagsmála tröll og hefur starfað bæði í Ungmennafélaginu og Búnaðarsambandinu auk fleiri samtaka, t.d. Landsbyggðin lifi. Hann var kosinn í sveitarstjórn 1966 og varð fljótlega oddviti og síðar sveitarstjóri. Störf Sveins í ferðaþjónustu hófust með uppbyggingu á ferða- þjónustu í gamla húsinu í Ytri-Vík. Fljótlega bættust við sumarhús og heitir pottar, gestunum fjölgaði og fyrirtækið byggðist upp, óx og þroskaðist. Þeir feðgar Sveinn og Marinó stofnuðu síðar Sportferðir, alhliða ferðaþjónustufyrirtæki þar sem unnið er í fjölbreyttu samstarfi við marga aðila. Gestastofa Sútarans Gestastofa sútarans frá Sauðárkróki er í einu sútunarverksmiðjunni í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði. Með gestastofunni er ferðamönnum og almenningi opnaður aðgangur að sútunarverksmiðju og afurðum hennar á óvenjulegan hátt. Fiskleður hefur heillað hönnuði heimsþekktra vörumerkja eins og Prada, Dior og Nike og hefur Sjávarleður á Sauðárkróki m.a. fengið alþjóðleg verðlaun á stórri leðursýningu í Hong Kong fyrir „Besta lúxus leðrið“ fyrir vor/sumar línu fyrirtækisins 2014. Gestastofa Sútarans var önnur Hagleikssmiðjan á Íslandi sem sett var upp að kanadískri fyrirmynd, en svokölluð Economuseum eru rekin víða um Kanada til að varðveita handverk, aðferðir og þekkingu. Boðið er upp á skemmtilega skoðunarferð um verksmiðjuna þar sem fylgst er með hvernig roð er sútað svo úr verður úrvals fiskleður. /MÞÞ Sveinn Jónsson í Kálfskinni sem fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í ferðaþjónustu á Norðurlandi, Erlendur Bogason með Köfunarmiðstöðina Strýtuna sem fékk viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sigríður Káradóttir hjá Gestastofu Sútarans sem fékk viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu. Ferðaleikhúsið, sem einnig gengur undir nafninu Light Nights, verður með stóran flóa- markað næstkomandi laugardag, 2. nóvember, frá kl. 14.00 til kl. 18.00 að Baldursgötu 37, 101 Reykjavík – inngangur á jarð- hæð Lokastígsmegin. Húsið er í sjónmáli frá Skólavörðustíg. Á flóamarkaðnum má finna fjölbreytilegt úrval af fatnaði og skóm, bæði nýjum og gömlum. Hér er upplagt tækifæri til að finna sérstakar jólagjafir og jólafatnað á alla fjölskylduna á góðu verði. Einnig eru á boðstólum antíkmunir, myndir, smíðaverkfæri, gardínur, borðbúnaður, ritvélar, kompás, gamlar grammófónplötur og margt, margt fleira. Ferðaleikhúsið: Selur allt milli himins og jarðar á flóamarkaði Matvælastofnun stöðvaði í septem- ber dreifingu á öllu tilbúnu fóðri frá Fóðurblöndunni, utan fiskafóðurs, vegna salmonellu sem greindist í tíu umhverfissýnum í fóðurverksmiðju fyrirtækisins. Ítrekuð salmonellusmit hafa komið upp á alifuglabúum sem hafa fengið tilbúið fóður frá fyrirtækinu á árinu, eða alls sex tilfelli. Í byrjun september innkallaði fyrirtækið fóður vegna salmonellusmits og seinni hluta mánaðarins var síðan sala og dreifing stöðvuð. Gerðar voru kröfur um að ákveðin skilyrði yrðu uppfyllt áður en fyrirtækið fengi á nýjan leik leyfi til að senda frá sér fóður. Krafist var að framkvæmd yrði aðgerðaáætlun um þrif, gæðaeftirlit og annað sem staðfest skyldi að hefði skilað árangri með sýnatöku og rannsóknum. Þá var fyrirtækinu gert skylt að upplýsa alla kaupendur fóðurs frá ársbyrjun um að sýni úr umhverfi og sekkjunarbúnaði hefðu greinst jákvæð fyrir salmonellu. Fóðurblandan hafði þegar hafið úrbætur og þrif áður en ákvörðun MAST var tekin. Með úttekt var staðfest að aðgerða áætlun hefði verið fylgt og alþrif framkvæmd. Sýnatökur leiddu í ljós að ekki fannst lengur salmonella í verksmiðju fyrirtækisins. Að þessum niðurstöðum gefnum aflétti MAST banni við dreifingu fóðurs frá Fóðurblöndunni 17. október síðastliðinn. Áfram verður hins vegar fylgst með að fyrirtækið standi við aðgerðaáætlun um bætta framleiðsluhætti, aukið gæðaeftirlit og hitameðhöndlun fóðurs sem til er á lager. Fóðurblandan fær heimild til dreifingar á fóðri á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.