Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Í kjölfar kreppunnar miklu á fjórða áratug síðustu aldar ákváðu íslensk stjórnvöld að heimila innflutning á fé af karakúlkyni til þess að efla hag bænda. Skinn af nýfæddum lömbum af þessu kyni eru notuð í svonefndan persneskan pels, sem þá var mjög í tísku. En margt fer öðru vísi en ætlað er og er skemmst frá því að segja að innflutningur þessi olli gríðarlegu tjóni í íslenskum sauðfjárbúskap og er skýrt dæmi um það hve næmt og berskjaldað íslenskt búfé getur verið fyrir sjúkdómum sem eru landlægir í öðrum löndum án þess að nokkuð sé eftir þeim sé tekið. Víti til varnaðar Fluttar voru inn 20 kindur úr vottaðri heilbrigðri hjörð á tilraunabúi í Halle í Þýskalandi, og eftir tveggja mánaða dvöl í einangrun hér á landi var þeim dreift á 14 bæi um allt land. Fljótlega fór að bera á áður óþekktum sjúkdómum sem mátti rekja til karakúl fjárins. Fyrst varð vart við garnaveiki (paratuberculosis eða Johne's disease) og lungnasjúkdóm sem nefndur var votamæði. Votamæði lýsti sér í útbreiddum æxlisvexti í lungum samfara mikilli vökvamyndun. Þessi sjúkdómur var þekktur í öðrum löndum sem Jaagsiekte og orsakast af æxlisveiru. Það liðu þó nokkur ár áður en þeir tveir sjúkdómar, sem reyndust skæðastir, mæði (eða þurramæði) og visna, voru greindir. Mæði er lungnabólga og visna er heilabólga, og kom í ljós síðar að sama veira (mæði-visnuveira) veldur báðum sjúkdómum. Faraldsfræðilegar rann- sóknir benda til þess að a.m.k. tveir karakúl hrútar hafi verið sýktir af mæði-visnuveiru, annar í Borgarfirði og hinn í Þingeyjarsýslu. Mæði var miklu algengari sjúkdómsmynd en visna, og reyndist veiran vera bráðsmitandi, þótt sjúkdómseinkenni kæmu ekki fram fyrr en eftir langan meðgöngutíma (2-3 ár). Veiran hafði því dreifst á allstóru svæði áður en hún greindist. Fljótlega var svo komið að árleg afföll í sýktum hjörðum voru 20 – 30 prósent og gekk svo ár eftir ár, og leit út fyrir að sauðfjárbúskapur legðist af á stórum hluta landsins. Niðurskurður Settar voru upp girðingar til þess að reyna að hefta útbreiðslu þessara sjúkdóma frekar, og árið 1937 hóf- ust tilraunir til þess að útrýma mæði með því að slátra öllu fé á afmörk- uðu svæði og flytja fé frá ósýktum svæðum inn í staðinn. Kerfisbundin skipting landsins í varnarhólf og niðurskurður á öllu fé í hverju sýktu hólfi hófst svo árið 1941. Seinustu mæðiveiku kindinni á Íslandi var slátrað árið 1965, og hafði þá þessi barátta staðið yfir í næstum 30 ár. Votamæði var útrýmt um leið, en garnaveiki var áfram landlæg. Talið er að u.þ.b. 100.000 kindur hafi drepist af völdum mæði og skera þurfti niður meira en 650.000 fjár. Það er talið einsdæmi í heiminum að það takist að útrýma veirusýkingum sem þessum, og er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að það megi ekki síst þakka samvinnu bænda og ásetningi þeirra að ná árangri. Rannsóknir og tilkoma Keldna Á þessum tíma var engin rannsóknastöð fyrir dýrasjúkdóma á Íslandi, en Níels Dungal, forstöðu- maður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, tók að sér að rannsaka þessa sjúkdóma og hafði sér til fulltingis Pál A. Pálsson dýralækni og læknana Guðmund Gíslason og Björn Sigurðsson. Guðmundur var sá sem fyrstur greindi þurramæði frá votamæði, og benti á að sams konar sjúkdómi hefði verið lýst í Montana í Bandaríkjunum. Nú er vitað að mæði er landlæg í nánast öllum löndum Evrópu,og víða í Asíu, Afríku og Ameríku. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum var sett á stofn árið 1948 með rausnarlegu styrkfé frá Rockefeller-stofnuninni í Bandaríkjunum. Björn Sigurðsson varð fyrsti forstöðumaður Tilrauna- stöðvarinnar. Rannsóknir Björns og samstarfsfólks hans leiddu í ljós, að það var veira sem olli sjúkdómunum visnu og mæði, og er alþjóðlegt heiti þessarar veiru „maedi-visna virus“. Brautryðjandastarf Á grundvelli rannsókna sinna á þessum sjúkdómum setti Björn fram kenningar um nýjan flokk smitsjúkdóma, sem hvorki teldust til bráðra eða langvinnra (krónískra) sótta. Hann kallaði þennan flokk „hæggenga smitsjúkdóma" og er einkenni þeirra mjög langur meðgöngutími eftir smitun, jafnvel nokkur ár, þar sem sjúkdóms verður ekki vart. Eftir að sjúkdómseinkenni koma í ljós, ágerast þau fremur hægt, en þó jafnt og þétt, og enda með dauða. Björn setti þessar kenningar sínar fram árið 1954 í þremur fyrirlestrum við Lundúnaháskóla, sem voru svo birtir í The British Veterinary Journal sama ár. Rannsóknirnar á Keldum og kenningar Björns vöktu mikla athygli, og er þeirra ennþá getið í kennslubókum í veirufræði. Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í sumar á 100 ára fæðingar ári Björns Sigurðssonar lýsti Ashley T. Haase, prófessor við Minnesotaháskóla, því hvernig hann sem ungur vísindamaður á 7. áratug síðustu aldar hefði hrifist af kenningum Björns og tekið upp rannsóknir á mæði-visnuveirunni. Vísindamenn við marga háskóla, aðallega í Bandaríkjunum og Frakklandi, fóru nú að rannsaka þessa óvenjulegu veiru og samskipti hennar við hýsilinn. Þessi flokkur veira er nefndur „lentiveirur“ eftir kenningum Björns (lentus=hægur). Björn Sigurðsson féll frá langt fyrir aldur fram árið 1959, aðeins 46 ára að aldri. Áfram haldið Vísindamenn á Keldum héldu áfram rannsóknum á mæði og visnu og voru þau í fararbroddi Páll A. Pálsson, Halldór Þormar, Margrét Guðnadóttir, og síðar Guðmundur Georgsson og Guðmundur Pétursson. Tveir stórir rannsóknastyrkir fengust frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni (National Institute of Health), og beindust rannsóknirnar aðallega að því að rannsaka eðli veirunnar og samskipti við hýsilinn auk mein- gerðar. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur rannsakaði ónæmisviðbrögð við veirunni, en mjög erfitt hefur reynst að bólusetja gegn þessum veirum. Síðar tókst undir stjórn Ólafs S. Andréssonar að klóna veiruna, sem gerir það mögulegt að beita aðferðum erfða- tækni við rannsóknir á henni. Mæði-visna og HIV Árið 1983 var veira einangruð frá sjúklingum með alnæmi. Í ljós kom að erfðaefni veirunnar og genaskipulag líktist mjög mæði-visnuveiru, og fellur hún í flokk lentiveira. Í árdaga rannsókna á alnæmis- veirunni, HIV, nýttust vel þær rannsóknir sem gerðar höfðu verið á lentiveirum, en þar höfðu vísindamenn á Keldum verið í fararbroddi. HIV er nú mest rannsökuð af öllum veirum, en þó er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Enn hefur hvorki tekist að finna bóluefni við veirunni né lækningu. Þeir sem sýkjast þurfa að taka lyf alla ævi til þess að halda veirunni í skefjum, en læknast aldrei. Enn er því þörf á rannsóknum á eðli þessara veira, og getur mæði- visnuveiran verið gott líkan fyrir HIV. Rannsóknir á sýkingum með mæði- visnuveiru leiddu í ljós að veiran felur sig fyrir ónæmiskerfi hýsilsins bæði með því að leggjast í dvala í langlífum frumum, en einnig með því að breyta stöðugt ónæmisvökum á yfirborði sínu. Það sama hefur komið í ljós í HIV, og er nú mikið unnið að því að finna leiðir til þess að reka veiruna úr fylgsni sínu. Þarna geta rannsóknir á mæði-visnuveiru komið að gagni sem áður segir. Komið hefur í ljós að frumur manna og dýra hafa komið sér upp margháttuðum vörnum gegn lentiveirum, en veirurnar hafa fundið leið fram hjá þessum vörnum hver í sínum hýsli. Rannsóknir á Keldum undir stjórn Valgerðar Andrésdóttur beinast nú að því að skýra þessar veiruvarnir, og eru rannsóknirnar í samvinnu við Háskólann í Minnesota og Kaliforníuháskóla í San Francisco. Um gildi rannsókna Björn Sigurðsson ætlaði íslenskum vísindamönnum hlut í alþjóðlegri þróun vísindanna. Hann var einnig meðvitaður um efnahagslega þýðingu grunnrannsókna fyrir eigin þjóð. Árið 1942 skrifaði hann hugleiðingar um þetta efni: „Sannleikurinn er sá, að atvinnuvegir vorir munu aldrei fullnægja skyldu sinni, fyrr en að þeim hafa verið lagðir traustir hornsteinar með vísindalegum náttúrurannsóknum á undirstöðu þeirra ...“ Það er ástæða til að hugleiða þessi orð Björns Sigurðssonar. Valgerður Andrésdóttir, sérfræðingur Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Rannsóknir á mæði og visnu á Keldum Niðurskurður vegna mæðiveiki. Skyggðu svæðin sýna hvar mæði og/eða visnu varð vart. Sýkta svæðinu var skipt upp í varnarhólf, þar sem öllu fé var slátrað og fé af ósýktum svæðum sett inn í staðinn. Ártölin gefa til kynna hvenær mæði/visnu var útrýmt í hverju hólfi. Lömb af karakúlkyni. Mæði-visnuveirur brjótast út úr frumu. Mynd / Guðmundur Georgsson Í árdaga rannsókna á alnæmisveirunni, HIV, nýttust vel þær rannsóknir sem gerðar höfðu verið á lentiveirum, en þar höfðu vísindamenn á Keldum verið í fararbroddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.