Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Utan úr heimi Kýr eru ekki það sem flestir tengja við Dubai en eitt stærsta kúabú heims er einmitt í furstadæminu, einungis um 15 km frá miðbænum! Al Rawabi Dairy, eins og fyrirtækið heitir sem á kúabúið og einnig afurðastöð með sama nafni, var stofnað fyrir 23 árum er keyptar voru 500 svartskjöldóttar Holstein- kvígur frá Hollandi. Kvígunum var komið fyrir í fjósi rétt við eitt af vatnsbólum furstadæmisins. Þá var langt í næstu byggingar en í dag hefur verulega þrengt að starfseminni, sem þó er hvergi á förum. Bústjórinn er dýralæknir Frá árinu 2010 hefur dýralæknirinn Rami Hamad stýrt búinu en auk þess sér hann um þá 180 starfsmenn sem á búinu eru en um allt það sem snýr að afurðavinnslu sér hann ekki um. Þegar hann var ráðinn til búsins var hann starfandi á enn stærra kúabúi í Sádí-Arabíu svo hann þekkti afar vel til bústjórnar á stórbúi, sem er vissulega allt önnur en á minni búum. Kýrnar voru afurðalitlar, byggingar lélegar og margt annað í hálfgerðum ólestri. Hafist var handa við að gjörbreyta rekstrinum og í dag er búið eitt af best reknu búunum í Mið-Austurlöndum. Keypti þrjú þúsund kvígur Síðustu þrjú ár hefur kúnum fjölgað úr þrjú þúsund í sjö þúsund sem þó hefur ekki gerst með eigin ræktun nema að hluta til. Samhliða byggingu nýrra fjósa hafa verið keyptar inn nokkuð jafnt og þétt kvígur bæði frá Hollandi og Þýskalandi en heildarfjöldinn er nú kominn í 2.500 dýr. Um gríðarlegan kostnað er að ræða í grunnfjárfestingu kynbótagripanna enda kostaði hver kvíga 1.500 evrur sem svarar til um 245 þúsund króna. Við það innkaupsverð bætist svo flutningskostnaður upp á 1.200 evrur eða um 200 þúsund krónur en kvígunum var flogið frá Amsterdam til Dubai. Heildar fjárfestingakostnaðurinn við kvígukaupin ein og sér nema því um 1.100 milljónum króna. Við það bætist svo endurnýjun og nýbyggingar á fjósum með meiru svo ljóst er að heildar fjárfestingin í mjólkurframleiðslunni nemur verulegum upphæðum. Í dag eru á búinu 11 þúsund nautgripir, þar af fjögur þúsund geldneyti. Fjós með sandi Kúabúið er byggt upp af 34 fjósbyggingum sem allar eru samtengdar með steyptum og yfirbyggðum gönguleiðum sem liggja að mjaltaaðstöðunni sem stendur mitt á milli bygginganna. Hvert fjós tekur 320 mjólkurkýr sem er jafnt skipt sitt hvoru megin við miðstæðan fóðurgang. Við fóðurganginn er steypt stétt en legusvæði kúnna er einskonar sandkassi, þ.e. stórt sameiginlegt svæði sem þakið er þykku lagi af sandi. Þrisvar á dag, þegar kýrnar eru í mjöltum, er sandurinn rakaður með dráttarvél og skíturinn hreinsaður upp. Fjós þessi eru afar opin en í hliðum þeirra eru hangandi segldúkar sem kýrnar geta ýtt til hliðar og farið að vild út í útigerði sem er við öll fjósin. Kæld fjós Áður en Rami kom á búið var ekki kæling til staðar nema fyrir 10% af kúnum og þá einungis þeim hámjólka. Það þýddi að margar kýr fengu hitastreitu þegar heitast var í veðri á sumrin og féll dagleg framleiðsla um allt að 40%. Eftir gagngerar breytingar á fjósunum eru þau nú öll með kælikerfum sem hafa gjörbreytt umhverfi kúnna. Í hverri byggingu eru 24 stórar viftur sem blása beint niður á legusvæði kúnna. Vifturnar taka inn útiloftið um sérstakar túður sem eru alsettar örsmáum úðastútum sem sprauta vatni á loftið, mismikið eftir hitastiginu utan við hvert fjós, og kæla loftið þannig. Þá er lofthæðin í fjósunum óvenju lág, ekki nema 3,7 metrar, en tilgangurinn er að minnka rúmmál þess lofts sem þarf að halda köldu á hverjum tíma. Óhætt er að segja að þessi aðferð virki vel enda Með sjö þúsund kýr! – heimsókn í Al Rawabi Dairy í furstadæminu Dubai, eitt stærsta kúabú heims Stórrekstur í landbúnaði: Skilar ekki auknum afrakstri í ESB Hér er Rami sjálfur í kálfafjósinu. Hér sést vinnumaður gegnbleyta kálfana svo þeir ofhitni ekki. Mjaltabásarnir eru engin smásmíði en alls er hægt að mjólka 210 kýr í einu. Myndir / SS Stækkun búa í landbúnaði í löndum ESB er ekki að skila sér í aukinni arðsemi af hverjum hektara ræktunarlands. Í Danmörku hefur orðið bylting í landbúnaði á undanförnum þremur áratugum. Árið 2011 var meðalkúabú með 139 kýr en tekjur af búrekstrinum hafa hins vegar ekki aukist að sama skapi. Sænska búnaðarblaðið ATL hefur notað talnagögn frá Hagstofu ESB, Eurostat, til að bera saman tekjur af hektara ræktunarlands í löndum ESB, 27 að tölu. Niðurstöður þeirra sýna að Danmörk er með fjórðu lægstu tekjurnar af hektara af öllum aðildarlöndum sambandsins. Flest lönd í norðanverðri Evrópu eru einnig meðal hinna tekjulægstu, Þar á meðal eru Svíþjóð, Eistland, Lettland og Litháen, ásamt Tékklandi og Slóvakíu. Áberandi er að þar sem bújarðirnar eru stærstar er hag kvæmnin minnst, segir Christian Anton Smedshaug, framkvæmdastjóri AgroAnalyse, en stærstu kúabú í Evrópu er að finna í Tékklandi. Þar eru viðskiptavinir kúabænda, þ.e. mjólkursamlögin, fá en stór. Stjórnar flokkarnir í Noregi, Hægriflokkurinn og Framfara- flokkurinn, segja í stjórnarsáttmála sínum að þeir vilji auka samkeppni í matvælaiðnaði í Noregi. Of miklar skuldir Samkvæmt stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar skal stefnt að því að afnema framleiðslukvóta í landbúnaði og lækka opinbera styrki til greinarinnar, draga úr framleiðslukostnaði og auka möguleika bænda á að afla sér tekna. En eins og áður sagði hefur aukin bústærð og aukin framleiðsla á dönskum kúabúum orðið kúabændum þar dýrkeypt. Meðalskuld danskra kúabúa voru 21,7 milljón danskra króna árið 2011. Í fyrra jukust þessar skuldir enn þrátt fyrir auknar tekjur. Það bendir til þess að dönskum kúabændum, sem ráða ekki við skuldir sínar, fari fjölgandi, segir Christian Anton Smedshaug. Kúabú hafa einnig stækkað í Svíþjóð og árið 2010 var meðalkúaið með 62 kýr. Heildar verðmætasköpun á býli í sænskum landbúnaði hefur aukist. Meðaltekjur á býli hafa hins vegar lækkað þar, þar sem gjöldin hafa aukist samhliða, segir Lars-Erik Lundkvist hjá Fréttastofunni ATL. Malta gnæfir himinhátt yfir önnur lönd ESB í tekjum bænda. Þarnæst kemur Kýpur. Þessi lönd framleiða einkum vín og grænmeti, sem skilar góðum hagnaði á hektara, segir Christian Anton Smedshaug. /Þýtt og endursagt ME Árið 1998 var óvenjulega hlýtt á jörðinni. Flest ár eftir það hefur hitastigið verið jafnhátt eða hærra en nokkru sinni frá því að þessar mælingar hófust um og upp úr 1850. Hitinn hefur þó ekki hækkað allra síðustu árin. Veðurstofan í Noregi og Bjerknes sentret, miðstöð veðurfars- rannsókna þar í landi, hafa útskýrt það þannig að þekkt er, út frá hita- mælingum og öðrum athugunum, að hækkun hitastigs á jörðinni gerist ekki jafnt og þétt heldur er hún verulega breytileg milli ára. Aðaláhrifavaldurinn í þeim efnum er stór eldgos, sem valda kólnun lofthjúpsins í 1–2 ár eftir gos, og sólblettir sem breyta hitastigi á jörðinni og sveiflast á ellefu ára bili. Jörðin er lengi að hlýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.