Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Hjá Límtré Vírneti hefur verið unnið að þróun á athyglisverðri byggingatækni: Byggja hús með útveggjum og þaki úr íslenskum steinullareiningum – spara mikla vinnu í byggingu miðað við hefðbundin hús og eru mjög eldþolin, þétt og hlý Hjá Límtré Vírneti hefur verið í þróun athyglisverð tækni við húsbyggingar. Það eru einnar hæðar hús þar sem steinull frá Sauðarárkróki er meginuppistaða byggingarefnis, bæði í veggjum og þaki. Þessi hús hafa að mestu verið reist án hefðbundinnar þéttrar burðar grindar og unnið er að hönnun lausnar þar sem burðar- grind er með öllu óþörf. Útveggir og þak er gert úr sjálfberandi samlokueiningum þar sem aluzink- húðað stál er límt beggja vegna á þétta steinull. Þessi hús hafa reynst einstaklega þétt og hlý og eru talin um 20% ódýrari í byggingu en hefðbundin hús. Þegar er búið að reisa nokkur hús með þessari byggingatækni, bæði raðhús, bílskúrar og einbýlishús á Suðurlandi, Suðvesturlandi, Vesturlandi og í Varmahlíð í Skagafirði, í næsta nágrenni steinullar framleiðslunnar. Er að sögn mikil ánægja með árangurinn. Hugmyndasmiðurinn á bak við þetta er Guðmundur Magnússon smiður á Flúðum. Hann var einmitt einn af frumkvöðlunum að stofnun Límtrés á sínum tíma og er hluthafi í LímtréVírneti í dag. Hann kynnti þessa tækni fyrir tíðindamanni Bændablaðsins í sumar og var hann á ný heimsóttur í síðustu viku. Þá var hann ásamt verktökum að reisa 80 fermetra sumarhús með þessari tækni við Merkurlaut, sem er hliðarvegur á Skeiða- og Hrunamannaveg, nokkru fyrir ofan vegamót Suðurlandsvegar. Það hús teiknaði Friðrik Ólafsson. Nokkrir fleiri húsahönnuðir hafa komið að teikningu húsa úr þessum einingum og hafa styrkleikaútfærslur þeirra verið nokkuð mismunandi, meðal annars hvað varðar umfang burðarbita í mæni. Öflugar einingar með sérlega mikið einangrunargildi Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu. Ein þeirra er á Flúðum og þar er starfrækt eina límtrésverksmiðjan á landinu. Í Reykholti í Bláskógabyggð eru svo framleiðar Yleiningar sem eru samlokueiningar með pólýúretan eða steinull sem einangrun. Það eru einmitt endurhönnuð gerð slíkra yleininga með steinull sem um er að ræða. Í þeim er steinullin með fullri útveggjaeinangrun, eða 15 sentimetrum og með enn þykkri í þaki eða 20 sentímetra einangrun. Samkvæmt nýjustu byggingarreglugerðum er þó gert ráð fyrir allt að 23 sentímetra þakeinangrun. Guðmundur segir að þéttleiki eininganna hafi þarna mikið að segja, allur loftleki dragi t.d. mjög úr einangrunargildi. Utan á steinullina er límdar aluzink-húðaðar stálplötur beggja vegna og hefur samlokan því mikinn styrk. Til að auka styrkinn enn frekar eru steinullarplöturnar þverskornar og lagðar uppréttar í samlokurnar. Það útilokar að steinullin og þar með einingarnar klofni. Burðarþolslega standast þessar einingar allar kröfur verkfræðinga. Veggeiningarnar koma tilsniðnar í réttum lengdum frá verksmiðjunni í Reykholti, ýmist fyrir fulla vegghæð eða undir og yfir glugga og yfir hurðir. Lítið mál er þó að saga einingarnar á staðnum ef á þarf að halda. Snjöll hugdetta sem varð að veruleika „Við höfðum mikið notað svona einingar í eldvarnarveggi og sem brunaveggi í bílskúra sem eru inn- byggðir í íbúðarhús. Mér datt svo í hug að prófa að nota þetta í útveggi í einnar hæðar húsi. Við fórum svo að reyna þetta og þá datt mér í hug hvort ekki mætti líka nota slíkar ein- ingar í þakið. Ég var þá með í huga þessa útfærslu í þakinu sem við erum með hér. Ég ræddi þetta við Sigurð Guðjónsson, sem nú er forstöðu- maður byggingadeildar Límtrés, og honum leist vel á hugmyndina. Við höfum skoðað fleiri útfærslur, en þessi er best með tilliti til frágangs á þakkanti,“ segir Guðmundur. Einfaldleikinn í fyrirrúmi Ekki tók nema um hálfan dag að setja þak á þetta hús við Merkurlaut, sem er þá fulleingrað í leiðinni. Í þaki eru hafðar sperrur á milli eininganna til að læsa þeim saman og er hæð sperranna jöfn þykkt eininganna. Neðan á sperrurnar er síðan fest eins til tveggja tommu borð sem styðja um leið undir einingarnar sem bera óstuddar og um þriggja metar haf. Sama er gert ofan á sperrurnar þannig að sperran er orðin að I-bita. Á þessi borð koma svo lektur fyrir þakjárn að ofna og loftaklæðningu að neðan. Sama er með útveggi. Í sjálfu sér þarf ekki að klæða útveggjaeiningarnar á húsin, hvorki utan né innan og hægt er að fá þær í mismunandi litum frá verksmiðju. Hafa menn einmitt verið að reisa bílskúrar úr slíkum einingum eingöngu án nokkurrar frekari klæðningar. Hinsvegar geta menn valið hvaða efni sem er utan á einingarnar, allt eftir smekk og kemur sú klæðning þá sem auka styrkur og vörn fyrir húsið. Í glugga- og hurðarop eru settir trérammar sem eru þá um leið festing fyrir gluggana sjálfa og hurðarkarma. Rammarnir eru um leið festing fyrir klæðningar ef menn óska svo að utan og innan. Gluggar og hurðakarmar geta síðan verið úr áli, plasti eða tré, allt eftir óskum kaupenda. Engin þörf á sérstakri rakasperru Í hefðbundnum timburhúsum með grind og timburklæðningum beggja vegna og einangrun úr steinull, þarf alltaf að setja svokallaða rakasperru undir klæðingu að innanverðu. Það er plastdúkur sem kemur í veg fyrir að raki úr húsinu þéttist inni í einangrun- inni. Þetta losna menn alveg við í húsum með steinullarsamlokunum. Þær eru algerlega loftþéttar, sem eykur enn einangrunargildi þeirra. Þá er brunaþol slíkra eininga líka sérlega mikið. Unnið að frekari þróun læsinga Stefán Logi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Límtrés Vírnets, segir að unnið hafi verið að frekari þróun þessara eininga með það í huga að ekki þurfi annað burðarverk en einingarnar sjálfar. Felst það í frekari hönnun læsinga til að festa einingarnar saman. „Það er verið að skoða þetta núna, en Guðmundur hefur leyst þetta fram að þessu með því að setja timbur á milli samskeyta. Það er ágæt lausn í sjálfu sér en kallar helst á klæðningu bæði utan og innan.“ Stefán segir að með nýrri hönnun á læsingum verði timbrið óþarft á samskeytum og einingarnar því algjörlega sjálfberandi sem veggir. „Það eru um 180 bílskúrar frá okkur sem voru reistir á Móhellu í Hafnarfirði þar sem burðurinn er allur í einingunum sjálfum. Í framhaldi af því seldum við nokkra tugi slíkra bílskúra á Suðurnesin. Einn starfsmaður hjá okkur var með slíkar læsingar sem lokaverkefni í tæknifræði. Þá vorum við að horfa á að slík lausn gæti þýtt að hægt væri að bjóða upp á einbýlishús sem væru 20-30% ódýrari en hefðbundin hús. Þetta var þó á uppgangstímanum þegar menn horfðu ekkert í slíkt og vildu helst bara byggja úr öllum dýrustu byggingarefnunum sem hægt var að fá. Það er í burðarliðnum að skoða Guðmundur Magnússon við sumarbústaðinn sem verið er að byggja úr steinullareiningum við Merkurlaut á Skeiðum. Myndir / HKr. Einingarnar komnar upp með einangrun og öllu saman án hefðbundinnar burðargrindar. Guðmundur með sýnishorn af steinullareiningum og sýnir hvernig styrkleikinn var aukinn með því að leggja steinullina á ákveðinn hátt í samlokuna. „Mér datt svo í hug að prófa að nota þetta í útveggi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.