Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Aukin ullargæði forsenda aukinnar verðmætasköpunar úr íslenskri ull Framleiðsla og vinnsla íslenskrar ullar hefur lengi verið samstarfs- verkefni bænda og Ístex, sem er að hluta í eigu bænda. Stjórnvöld hafa einnig lagt verkefninu lið með ullarstuðningi í búvörusamningum sauðfjár. Á síðustu árum hefur sala á vinnsluvörum Ístex aukist jafnt og þétt. Bæði hefur innanlands markaður verið í stöðugum vexti og sala á vörum frá Ístex aukist víða erlendis. Góðar vinnsluvörur verða tæpast fram leiddar nema úr fyrsta flokks ull. Því stefnir í að skortur á góðri ull tak marki framleiðslu getu Ístex. Auk lambsullar er góð hvít haustull (H 1. H) besta vinnsluefnið. Afhendi bændur meira magn af þeirri ull mun það skila bændum, Ístex og þjóðarbúinu ábata. Því er skorað á bændur að horfa til þessa við haustmeðferð fjárins. Nefna má eftirfarandi: Þurfi að hýsa fé áður en það er rúið er mikilvægt að hús séu þurr og vel loftræst. Það er því betra að frost sé í húsum en að raki í lofti og og á veggjum geri ullina blakka. Það auðveldar ullarmat við rúning mjög að forflokka fé eftir litum og mögulega grófleika. Sé kind ekki mislit eða áberandi gul í hnakka og á fótum og togið hvorki sítt né gróft má ætla að meginhluti reyfis sé fyrsta flokks. Úr þeim reyfum er jafnan nóg að taka hnakkaull, kviðull (sé kviður rúinn) og grófustu ullina af lærum og aftast af síðum frá, hitt er góð vinnsluull og á heima í fyrsta flokki. Kasti rúningsmaður hnakkaullinn frá og bóndi auðveldar sér að taka grófu ullina frá, jafnvel með hjálp heykvíslar, ætti hann að geta flokkað og sekkjað ull frá tveim rúningsmönnum um leið og rúið er. Skili vel undirbúin flokkun meira magni í fyrsta flokk hefur bóndi af því verulegan fjárhagslegan ábata því verðmunur á H 1. og H 2. verður á komandi hausti væntanlega 176 kr. á hvert hreint kg. Það skilar nálægt 260 kr á meðalreyfi, þótt hnakka- ull og grófasta togið sé tekið frá. Góð meðferð og nákvæm flokkun haustullar getur því skilað tugum þúsunda króna í ábata á stærri fjárbúum. Hér er því sóknarfæri sem við hljótum að nýta. Ari Teitsson, stjórnarformaður Ístex Fyrirkomulag ullarviðskipta frá 1. nóvember 2013 Í haust verður gerð breyting á fyrirkomulagi ullarviðskipta frá því sem verið hefur. Ullarskráning: Eftir að ullin hefur verið flokkuð, pökkuð og vegin þurfa ullar- innleggjendur að skrá flokkun á svokölluðu Bændatorgi á vefslóðinni http://torg.bondi.is þar sem ullarmatsskráning verður aðgengileg undir liðnum „Umsóknir/Eyðublöð“ í valmynd. Að skráningu lokinni þarf að prenta út skráningarseðil gjarnan í tvíriti og skal annað eintakið afhent flutningsaðila. Ef ekki eru tök á að skrá ullina á netinu skal skrá á blað upplýsingar um flokkun, magn í flokka og pokafjölda og heildarþunga. Þar skal jafnframt koma fram hvort og þá hvenær ullin hafi verið skráð gegnum síma. Blað með ofangreindum upplýsingum skal fylgja þeim sendingum sem ekki fylgir útprentaður skráningarseðill. Sama vinnulag gildir þótt ull sé afhent beint í þvottastöð. Skrá verður kennitölu, ullarflokk og þyngd pokans á hvern poka. Ullarflutningur: Gerður verður samningur við flutnings aðila sem safna ull á ákveðnum landssvæðum. Flutnings- aðilar taka við skráningarseðli eða skráningarblaði hjá innleggjanda og staðfesta að pokafjöldi sé réttur og að fylgt hafi verið ofangreindu verklagi. Þeir afhenda síðan seðlana ásamt flutningsskilagrein um leið og ullin er affermd á Blönduósi. Eftirlit með flutningum og því að fylgt sé ofangreindum reglum við móttöku og flutning ullar verður í höndum yfirmanns á Blönduósi. Ullaruppgjör: Eftir að flokkun hefur verið staðfest eða leiðrétt er skráning uppfærð á Bændatorgi. Starfsmenn á Blönduósi þurfa að skrifa athugasemdir á nótur ef breyting er gerð á skráningu innleggjenda. Eftir að nótan hefur verið uppfærð er ekki hægt að gera neinar breytingar á henni. Í lok hvers skráningartímabils er uppfærðum matsnótum breytt í afreikninga sem koma til greiðslu á fyrir fram ákveðinni dagsetningu. Ístex skilar í lok hvers skráningar- tímabils skilagrein til Bændasamtaka um skráða ull og og staðfestu uppgjöri ullarflokkunar hvers framleiðanda þegar þvotti er lokið. Skráningartímabil verði frá 1. nóvember til 31. janúar – með gjalddaga 30. maí og síðan 1. febrúar til 30. júní með gjalddaga 30. ágúst. Gjalddagar á beingreiðslum eru ákveðnir af Bændasamtökum Íslands Útprentun afreikninga og greiðslur Ístex til ullarframleiðenda verða í höndum gjaldkera Ístex í Mosfellsbæ. Mynd / Jón Eiríksson Málþing Kaupfélag Þingeyinga boðar til málþings um framtíð samvinnustarfs á Íslandi , og hvaða tækifæri geta falist í því rekstrarformi á ýmsum sviðum okkar samfélags. Málþingið verður haldið í Safnahúsinu á Húsavík laug- ardaginn 16. nóvember og hefst kl. 14:00. Samvinnustarf á Íslandi á 21 öldinni Dagskrá: 1. Skúli Skúlason stj.f. Samkaupa: Horft út í heim. Og stefnu- mótun KSK. 2. Jón Sigurðsson fyrrv. ráðherra: Félagsskipan- stjórn- skipan- fjárhagsskipan samvinnufélaga 3. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra: Áform stjórnvalda og möguleg tækifæri við að nýta samvinnuformið til uppbyggingar. Kaffihlé. 4. Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur: Samvinnu- hreyfingin og neytendur. 5. Gunnar Gunnarsson stjórnarm. KHB: KHB í hundrað ár og hvað svo. 6. Umræður Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands Æðarræktarfélag Íslands mun halda Aðalfund 2013 laugardaginn 9. Nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Kötlu, 2. Hæð, Radisson SAS blu – Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 11:00 og ráðgert er að hann standi til kl. 16:00. Líkt og síðustu ár verða fengnir utan- aðkomandi aðilar með erindi bæði til gagns og gamans fyrir félagsmenn. Stjórn ÆÍ vill koma því á framfæri við félagsmenn sem eiga eftir að greiða árgjaldið að þeir gangi frá því en greiðslubeiðni liggur í heimabanka þeirra. Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst en gjaldkeri verður mættur hálftíma fyrir fund ef einhverjir vilja greiða gjaldið á staðnum. Dagskrá fundarins Kl. 11:00‐12:30 Fundarsetning. Tilnefning fundar- stjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar; Guðrún Gauksdóttir. Skýrsla hlunnindaráðgjafa; Sigríður Ólafsdóttir. Reikningar félagsins; Guðni Þór Ólafsson. Fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Ávörp gesta. Kl. 12:30 - 13.00 Léttur hádegisverður Kl. 13:00‐16:00 Fræðsluerindi m.a. frá sendiráðinu í Japan Fréttir og tillögur frá deildum Sölu- og markaðsmál Kosningar Tillögur Önnur mál Kl. 16:00 Fundarslit og kaffiveitingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.