Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Jafnrétti er byggðamál Mikill brottflutningur kvenna af landsbyggðinni er sérstakt áhyggjuefni og bendir mikill brottflutningur ungra kvenna til félags- og efnahagslegs mismunar og ógnar heildarmynd svæðisbundinnar samkenndar og jafnvægi í byggðaþróun. Ef ekki er reynt að sporna við því mun þróunin halda áfram á þann veg að konurnar flytja burt úr dreifbýlinu og karlarnir verða eftir. Samfélögin hrynja innan frá þegar ekki eru konur til að fæða börn til að viðhalda samfélaginu. Í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu eru konur færri en karlar og er munurinn mestur á Austurlandi, þar sem eru 89 konur á móti 100 körlum. Ef aldurshópurinn 20-39 ára er skoðaður er munurinn enn meiri. En það skal tekið fram að þetta eru ekki séríslenskar aðstæður því þessi þróun er víða í löndunum í kringum okkur og hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að reyna að jafna þennan mun. Mynd 1 sýnir konur á hverja 100 karla eftir landshlutum. Á mynd 1 sjáum við alla aldurshópa en á mynd 2 sjáum við aldurinn 20-39 ára. Á Austurlandi er munurinn mestur en þar eru 86 konur á hverja 100 karla á þessu aldursbili. Þess má geta að meðaltalið í EES löndunum er 97 konur á hverja 100 karla en eins og áður sagði eru þetta ekki séríslenskar aðstæður og hlutfallið er lágt á mörgum svæðum í kringum okkur svo sem á Grænlandi og Færeyjum og dreifðari byggðum í Noregi. Elsta búferlakönnun sem vitað er um er rannsókn Ravenstein frá árinu 1885. Ekki er langt síðan farið var að kyngreina búferlarannsóknir, hvort sem það er erlendis eða hér á Íslandi. Því eru ekki til margar rannsóknir þar sem hefur verið skoðað sérstaklega hvort orsakir um búferlaflutninga eru aðrar hjá konum en körlum, en þær rannsóknir sem eru til eru takmarkaðar og misvísandi. En af hverju er nauðsynlegt að kyngreina upplýsingar í svona rannsóknum? Fyrir því eru margar ástæður en einna veigamest er sú að þótt mikið hafi unnist í jafnréttisbaráttu hér á landi sl. 100 ár er fullu jafnrétti ekki náð. Konur sinna í mun meiri mæli heimili og barnauppeldi en karlar og tölur sýna að enn vinna karlar lengri vinnudag en konur. Vinnumarkaður er enn mjög kynjaskiptur og námsval kvenna frábrugðið námsvali karla. Þessi atriði ásamt fleirum, svo sem launamun kynjanna, gera það að verkum að aðstæður kvenna og karla eru ekki þær sömu. Búsetuþarfir og óskir um búsetu eru ekki endilega þær sömu og því verður að skoða hlutina í ljósi þess. Konur í dreifbýli búa ekki við sömu atvinnumöguleika og konur í þéttbýli og því er víða um heim að finna dæmi um stuðningsaðgerðir í þágu kvenna sem ætlað er að stemma stigu við byggðaröskun. Þar sem atvinnutækifæri fyrir konur eru oft af skornum skammti er sjálfstæður atvinnurekstur lausn fyrir að minnsta kosti sumar konur en hafa verður í huga að konur eru ekki einsleitur hópur. Því er ein leið til að snúa þessari þróun við að fjölga stuðningsaðgerðum sem miða að því að konur geti hafið eigin atvinnurekstur í landsbyggðunum. Árið 2012 kom út skýrsla norrænu fræðastofnunarinnar í skipulags- og byggðamálum (Nordregio) um stuðningsaðgerðir við frumkvöðlastarfsemi kvenna. Í skýrslunni kemur fram að Ísland er eina landið á Norðurlöndum þar sem skortir stefnu á þessu sviði. Markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem í daglegu tali eru nefnd Jafnréttislögin, er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Í lögunum er líka kveðið á um að gæta að kynjasamþættingu við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hlutverk Byggðastofnunar er samkvæmt lögum um stofnunina að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Byggðastofnun hefur skráð það í stefnu sína að samþætta kynjasjónarmið inn í alla stefnumótun og verkefni sem gerð eru á vegum stofnunarinnar. En af hverju er svo mikilvægt að stofnun eins og Byggðastofnun samþætti kynjasjónarmið inn í sína stefnu? Svarið er tiltölulega einfalt, fyrir utan að það er lögbundið að gæta kynjasjónarmiða við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum ríkisins eru jafnréttismál mikilvægt byggðamál og til að sporna gegn neikvæðri byggðaþróun þarf að setja jafnréttismál í öndvegi. Atvinnuástand á svæðum, möguleiki til náms, aðgengi að grunnþjónustu og samþætting atvinnu- og fjölskyldulífs eru mikilvægir mælikvarðar til að tryggja jöfn tækifæri bæði á svæðisbundnum grunni og milli kynjanna. Ef við skoðum hvernig umsóknir um lán hjá Byggðastofnun skiptast eftir atvinnugreinum síðastliðin fjögur ár sjáum við að skiptingin er nokkuð jöfn eftir atvinnugreinum en þó hafa umsóknir tengdar ferðaþjónustu aukist mikið og töluvert í landbúnaði. En ef við skoðum hverjir eru umsækjendur þá sjáum við að karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja um lán hjá stofnuninni. Eins og tölurnar sýna eru konur í miklum minnihluta þeirra sem leita eftir lánum hjá Byggða stofnun. Skýringar á því er ef til vill að finna í samsetningu vinnu markaðar lands- byggðanna frekar en því að konum sé mismunað í lán veitingum hjá stofnuninni. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er um 78% og konur skipa um 47% vinnumarkaðarins, en vinnumarkaður hér á landi, eins og víða í hinum vestræna heimi er kynjaskiptur þar sem konur eru að miklum hluta launþegar í ýmiskonar þjónustugreinum. Konur sinna oft störfum í ferðaþjónustu, heilbrigðisstörfum og öðrum störfum í opinberri þjónustu en aðgerðir sem miða að því að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað ættu að vera hluti af langtímastefnu ríkisins. Landsbyggðirnar eru mjög karllæg svæði og normin og gildi samfélaga og starfsemi í landsbyggðunum sem meira hefur verið tengd við karlmenn, svo sem í frumatvinnugreinunum sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði, eru mjög ráðandi. Flestar umsóknir um lán hjá Byggðastofnun berast frá fyrirtækjum sem starfa í grunnatvinnugreinum en aukning hefur verið á umsóknum tengdum ferðaþjónustu þar sem algengara er að bæði kynin eigi og/eða reki fyrirtækið. Það er umhugsunarvert af hverju svo fáar konur sækja um og eitthvað sem þarf að skoða nánar. Á það hefur verið bent að í gegnum tíðina hafa karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem hafa mótað byggðastefnu hér á landi og að í öllu kerfinu sé ríkjandi mikil kynblinda. Mikið er rætt um að það vanti ungt fólk á svæðin en þegar nánar er skoðað eru það í meira mæli ungar konur sem á hallar. Í dreifðum byggðum sem eiga undir högg að sækja þarf að hafa jafnrétti kynjanna í huga og það þarf að vera mikilvægur þáttur í stefnumótun í byggðaþróun. Þessi vinna er langhlaup og skyndilausnir eru aldrei sjálfbærar! Elín Gróa Karlsdóttir Forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Byggðastofnun. Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Landbúnaður Iðnaður Annað 82,00 84,00 86,00 88,00 90,00 92,00 94,00 96,00 98,00 100,00 102,00 104,00 Konur pr. 100 karla - Allir aldurshópar Elín Gróa Karlsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.