Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 20138 Fréttir Stefna hugbúnaðarhús opnaði nýverið starfsstöð í Hrísey. Þar vinnur margmiðlunar- fræðingurinn Ingólfur Sigfússon að uppsetningu nýrra Moya-vefja fyrir viðskiptavini Stefnu. Skrifstofan er í Hlein við Hólabraut, en þar deilir Stefna skrifstofu með námsveri fyrir fjarnema í Hrísey. Staðsetningin er góð og vinnur Ingólfur í samstarfi við kollega sína hjá Stefnu á Akureyri og Kópavogi með aðstoð upplýsingatækninnar. Hríseyingar stóðu nýverið fyrir málþingi um framtíðarsýn í atvinnumálum og byggðaþróun sem var vel sótt og kom þar meðal annars fram að margir gætu hugsað sér að búa á eyjunni hefðu þeir þar atvinnu. Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu, segir að það sé Stefnu mikil ánægja að opna starfsstöð í Hrísey og stuðla þannig að fjölbreyttara atvinnulífi í eyjunni. Sinna þjónustu í dreifðari byggðum „Við erum stoltir af staðsetningu nýja útibúsins okkar og ánægðir að auka með því fjölbreytni í atvinnulífi Hríseyjar. Opnun útibúsins undirstrikar að ýmis konar þjónustu er hægt að sinna í hinum dreifðari byggðum og jákvætt að fólk hafi tækifæri að búa og starfa þaðan sem það hefur hug á,“ segir Matthías Rögnvaldsson í frétt á heimasíðu Stefnu. Stefna hefur opnað starfsstöð í Hrísey Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi verður aðalfundur Samtaka selabænda haldinn í Kötlu, 2. hæð, Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 16.30, Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands hefst kl 10.00 sama dag og stendur til kl 16.00. Hin árlega sela- veisla verður haldin í Haukahúsinu sama dag, húsið opnar kl. 19.00. Miðar verða seldir í veitinga- húsinu Lauga-ási við Laugarásveg laugardaginn 2. nóvember kl.14.00 til 16.00 og fimmtudaginn 7. nóvem- ber kl. 19.00 til 21.00. Hallbjörn Bergmann mun að venju sjá um miðana, sími 848-6161. Matseðill Villijurtagrafinn lax með sólberjajógúrtsósu Miðjarðarhafssalat með ávöxtum og mango-jalapeno Grillað selkjöt með lauk og sveppum Soðinn saltaður selur Soðinn reyktur selur Siginn fiskur með selspiki, hnoðmör og soðnum kartöflum Súrsuð selshreifasulta Glóðarsteikt lambalæri með (smjörsteiktum kartöflum, ofnbökuðu grænmeti og madeirakremsósu) Léttsöltuð uxabringa með hvítkálsjafningi Hrár marineraður hvalur að hætti Japana (wasabi-soja og súrsuðum engifer) Grillað hvalkjöt með beikoni og papriku Ofnbakaður lax að hætti eyjarskeggja Hákarl Selaveisla og aðalfundur Samtaka selabænda Hverasvæðið í Hveragerði: Gestum fækkaði um 10 þúsund eftir að gjaldtaka hófst Gjaldtaka af ferðamönnum sem vilja skoða hverasvæðið í Hveragerði leiddi til þess að gestum fækkaði um 10 þúsund í sumar. Hveragerðisbær hóf gjaldtöku á hverasvæðinu í Hveragerði í vor en rukkaðar eru 200 krónur á mann. Á málþinginu „Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum“ saman á Hótel Heklu 23. október sl., fjallaði Aldís Hafsteinsdóttir, b æ j a r s t j ó r i m.a. um málið og sagði að gestum hefði fækkað um 10 þúsund eftir að gjaldtakan hófst. Alls voru gestir svæðisins 2012 um 20 þúsund yfir sumartímann en fóru niður í 10 þúsund í sumar. Hún vill ekki kenna gjaldtökunni eingöngu um því rigningar sumarið 2013 á Suðurlandi er öllum í fersku minni og hafði það örugglega áhrif á aðsókn ferðamanna á hverasvæðið. /MHH Ingólfur Sigfússon, margmiðlunarfræðingur hjá Stefnu, starfar í starfsstöð fyrirtækisins í Hrísey. Aldís Hafsteins- dóttir bæjarstjóri. Frá hverasvæðinu ofan við Hveragerði. Mynd / HKr. Landeigendafélag Geysis í Haukadal hefur samþykkt að innheimta gjald af íslenskum og erlendum ferðamönnum á hverasvæðinu í byrjun árs 2014. Þetta er gert til að mæta dýrri uppbyggingu á svæðinu en talið er að það kosti a.m.k. hálfan milljarð króna að koma svæðinu í gott stand. „Að taka gjald af gestum svæðis- ins er forsenda þess að mögulegt sé að tryggja sjálfbærni svæðisins og auka öryggi gesta. Ferðamenn eru almennt vanir því að greiða fyrir aðgengi að náttúrutengdri afþreyingu víða annars staðar og hafa kannanir landeigenda undanfarin tvö ár á svæðinu gefið skýra mynd af greiðsluvilja gesta. Það er mikilvægt að upplifun og greiðsla séu sem næst hvort öðru í tíma og mun landeigendafélagið leggja sig fram við að veita góða þjónustu þannig að upplifun gesta verði sem best. Það er skylda landeigenda að bregðast við þeirri neikvæðu þróun sem er að eiga sér stað og standa vörð um náttúru svæðisins,“ sagði Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda. Ósamstaða um leiðir Athygli vekur að ríkið og land- eigendur virðast ekki samstíga í þessu máli, ef marka má viðbrögð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála. Hún tilkynnti nýlega áform um svokallaðan náttúrupassa fyrir alla ferðamannastaði hér á landi, en um svipað leyti sögðust landeigendur við Geysi, allir nema ríkið, ætla að hefja gjaldtöku á svæðinu, til að fjármagna endurbætur. Ragnheiður segist þess fullviss að áform um gjaldtöku verði ekki að veruleika. Tveir þriðju Geysissvæðisins eru í einkaeigu, en ríkið á um þriðjung, þar á meðal Geysi og Strokk, Þrátt fyrir þennan ágreining hefur verið auglýst hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysis- svæðisins í Haukadal. Markmið samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um skipulag og uppbyggingu svæðisins og verða niðurstöður væntanlega kynntar í byrjun mars 2014. Framkvæmda- sjóður ferðamanna staða veitti sveitarfélaginu Bláskóga byggð styrk til að halda samkeppnina. Undirbúningsnefnd vann að mótun lýsingar og dómnefnd vann síðan keppnisgögn. Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, Landeigendafélag Geysis ehf, ríkið og Félag landslagsarkitekta og allir eiga fulltrúa í dómnefndinni. /MHH/HKr. Strokkur að gjósa. Mynd / HKr. Tekist á um gjaldtöku við Geysi Í sumar settu landeigendur upp bauk á Geysi fyrir frjáls framlög en nú á að ganga alla leið á nýju ári og hefja formlega gjaldtöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.