Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nautgriparæktarkerfið HUPPA er í stöðugri þróun Huppa, afurða- og skýrsluhalds- kerfi nautgriparæktarinnar, er í stöðugri þróun og unnið að mörgum hlutum til endurbóta þó allt af því komi ekki fyrir sjónir notenda. Margs konar vinnslur eru þess eðlis að verið er bæta vinnslu forritsins og fleira í þeim dúr. Þessi vinna er unnin í góðu samstarfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Tölvudeildar Bændasamtaka Íslands. Eitt af því sem bættist við nú fyrr í haust eru endurbætur á frjósemisskýrslu búsins. Þar var bætt við flipa með samantekt eða lykiltölum fyrir frjósemi á viðkomandi búi. Þar koma fram rauntölur búsins sl. 12 mánuði sem hægt er að bera saman við markmið sem eru útreiknaðir fastar miðaðir við að frjósemi sé í mjög góðu lagi. Þessi skýrsla á að geta hjálpað hverjum og einum við að greina stöðuna á sínu búi og leita ástæðna fyrir lakri frjósemi ef um það er að ræða. Í frjósemisskýrslunni er gripunum skipt í þrjá hópa; kvígur, 1.kálfs kýr og eldri kýr. Fyrir hvern flokk eru svo birtar ákveðna lykiltölur eins og meðaltími frá burði að 1. sæðingu, fanghlutfall, sæðingar á kú/grip, bili milli sæðinga o.fl. Einnig kemur meðalaldur við 1. burð fram í skýrslunni sem og meðalaldur kvígna við 1. sæðingu. Meðfylgjandi er skjámynd af frjósemisskýrslu á búi þar sem frjós- mein hlýtur að teljast í mjög góðu lagi. Ef við lítum á nokkrar lykiltöl- ur má sjá að 1. kálfs kýrnar á þessu búi bera að meðaltali 26,3 mánaða gamlar meðan að landsmeðaltal er nærri 29,5 mánuðum. Kvígurnar er einnig að meðaltali 14,8 mánaða við 1. sæðingu. Í skýrslunni má sjá að það líða að meðaltali 86 dagar frá burði til sæðingar hjá 1. kálfs kúnum en það sést líka að það eru þrjár þessara kúa sem eru með meira en 78 daga frá burði að 1. sæðingu. Þessar kýr eru því að hækka meðal- talið og þær hafa að öllum líkindum legið niðri nokkuð lengi eftir burð eða að bóndinn hefur ákveðið seinka næsta burði hjá þeim af einhverj- um ástæðum. Við sjáum líka að það er búið að sæða 60% 1. kálfs kúnna eftir burð, það hefur þurft 1,6 sæðingar á kú og fanghlutfall við 1. sæðingu er 86%. Eitt af því sem vekur alveg sérstaka athygli þarna er bili milli sæðinga en það er 19 dagar milli 1. og 2. sæðingar og 19 dagar milli 2. og 3. sæðingar. Það er vísbending um að beiðslisgreining sé mjög góð og nákvæm og viðkom- andi bóndi notar áreiðanlega tæki eins og gangmáladagtalið til hjálpar. Við skulum nú líta aðeins á frjó- semi eldri kúnna. Það er búið að sæða 64% þeirra en markmiðið er 70%. Einhverjir kunna að spyrja af hverju markmiðið sé aðeins 70% og því er til að svara að endurnýjunar- hlutfall kúastofnsins er yfir 30% og eðlilegt er að menn ætli ekki að halda öllum eldri kúm aftur. Auðvitað er best að þessi tala sé sem hæst, þ.e. að menn þurfi ekki að endurnýja mjög stóran hluta hjarðarinnar árlega. Við sjáum að það eru 9 kýr sem eru með meira en 78 daga frá burði til 1. sæðingar en hins vegar gengur vel að koma kálfi í kýrnar því það líða ekki nema 18 dagar frá 1. að síðustu sæðingu til jafnaðar. Þetta endurspeglast í fanghlutfallinu sem er 67% við 1. sæðingu og ekki þarf nema 1,6 sæðingar á kú. Ef við skoðum bili milli sæðinga þá sjáum við að bil milli 1. og 2. sæðingar er að jafnaði 29 dagar. Þarna hafa ein eða fleiri kýr legið niðri 1 gangmál og ástæðan gæti verið að þær hafi látið mjög snemma á meðgöngu. Til þess að greina hvaða gripi er um að ræða er hægt að fara í flipann „Eldri kýr“ og skoða tölur fyrir hvern og einn grip. Þannig má greina hjá hvað grip eða gripum vandamálið liggur. Á þessu búi eru allar kvígur sæddar eins og sjá má og það er aðeins ein kvíga sem er eldri en 26 mánaða. Meðalaldur við 1. sæðingu er eins og áður sagði 14,8 mánuðir og það er engin kvíga eldri en tveggja ára við 1. sæðingu. Til þess að koma kálfi í kvígurnar hefur að jafnaði þurft 1,3 sæðingar og fang- hlutfall við 1. sæðingu er 80%. Oft heyrir maður að menn vilji ekki sæða kvígurnar af því það haldi svo illa. Þessi bóndi hrekur þá full- yrðingu svo um munar þannig að það getur ekki verið ástæðan fyrir tregðu manna til að sæða kvígurnar. Bil milli sæðinga hjá kvígunum er að jafnaði 18 dagar milli 1. og 2. sæðingar og 197 dagar milli 2. og 3. sæðingar. Sú tala getur engan veginn talist eðlileg og því rétt að leita skýr- inga með því að skoða kvígurnar nánar undir flipanum „Kvígur“. Þó ekki fylgi neinar upplýsingar um einstaka gripi hér er rétt að fram komi að þarna var um einn grip að ræða sem hækkar meðaldagafjöld- ann svo um munar. Þessi kvíga hefur að öllum líkindum látið og er einmitt þessi eina óborna kvíga sem er orðin eldri en 26 mánaða. Vonandi kemur þessi skýrsla notendum nautgriparæktarkerfisins Huppu að notum og hjálpar til við að bæta frjósemi kúastofnsins. Nautastöð BÍ að Hesti Enn höldum við áfram að rýna í sæðingarstarfsemina undan- farin ár. Gaman er að sjá hvernig sæðingar skiptast niður á milli mánaða. Verulegur munur er á fjölda sæðinga milli mánaða en línan er svipuð flest árin. Þó virðist eins og heldur dragi úr fjölda sæðinga seinni hluta ársins á þessum þremur árum. Þá hefur sumarsæðingum heldur fækkað og kannski verulega ef litið væri lengra aftur í tímann. Janúar er sterkur árið 2012 eins og flest undanfarin ár en septem- ber er ávallt sá mánuður þar sem fæstar sæðingar eru framkvæmdar. Á mynd 1 má sjá fjölda sæð- inga eftir mánuðum síðastliðin þrjú ár. Mynd 2 sýnir hlutfallslegan fjölda sæðinga eftir mánuðum. Þar sést betur sú breyting hversu dregið hefur úr sæðingum seinni hluta ársins. Samhliða fjölda sæðinga í hverjum mánuði er gaman að skoða fanghlutfall í þeim sömu mánuðum. Það má sjá á mynd 3. Þar sést líka að árangurinn er oft bestur þegar sæðingar eru fæstar og spurning hvort flutningur sæð- inga frá þeim mánuðum er ekki að hluta skýring á lækkandi fanghlut- falli síðustu ár. Til skemmri tíma veldur mestum áhyggjum fallandi fanghlutfall í lok ársins 2012. Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ að Hesti, Borgarfirði Pétur Halldórsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML Nautgripasæðingar 2012 – Grein 3 Öxndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.