Bændablaðið - 31.10.2013, Síða 43

Bændablaðið - 31.10.2013, Síða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Glæsileg héraðssýning á lambhrútum á Snæfellsnesi haustið 2013 Snæfellingar eiga sér lengri hefð með héraðssýningar á hrútum en bændur í öðrum héruðum. Þar var fyrsta slík sýning fyrir fullorðna hrúta haldin haustið 1954 og þegar sýningarhald á fullorðnum hrútum var lagt af um síðustu aldamót breyttu þeir haustið 2006 slíku sýningarhaldi í sýningar á lambhrútum sem þeir hafa haldið á hverju ári síðan. 21 lambhrútur sýndur í Haukatungu syðri II Vegna varnargirðinga verður sýningarhaldið að vera tvískipt. Föstudagskvöldið 18. október komu bændur sunnan varnarlínunnar saman með úrval lambhrúta sinna í Haukatungu syðri II og voru þar mættir til leiks samtals 21 lambhrútur. Þar voru valdir þeir fimm lambhrútar (eða færri) sem kepptu við uppröðun allra hrúta síðari sýningar dag. 36 lambrútar sýndir að Hömrum Vestan girðingar var síðan sýning daginn eftir þann 19. Var hún haldin að Hömrum í Grundarfirði. Þar voru samtals 36 lambrútar mættir til leiks. Sýningarþátttaka hefur stundum verið meiri og aðallega bændur í gamla Kolbeinsstaðahreppi sem þar gætu bætt um betur. Smella 08-530 í Jörfa efst í BLUP kynbótamati Snæfellingar hafa einnig tekið upp þann góða sið að verðlauna efstu ær í héraði í BLUP kynbótamati. Samanburður þar er sá árgangur af ám, sem hefur skilað upplýsingum fyrir fjögur fyrstu afurðaárin, sem liggja að baki þeim útreikningum. Það voru því að þessu sinni ær fæddar árið 2008. Toppsætið í þeim samanburði hreppir ærin Smella 08-530 í Jörfa en hún hefur sýnt einstaklega mikla frjósemi og skilað góðum vænleika lamba en hún mun hafa erft Þokugenið frá formæðrum sínum. Annað sætið skipaði ær 08-153 á Bergi í Grundarfirði en hún var tvílembd gemlingsárið og ætíð síðan og hefur ætíð skilað mjög vænum og vel gerðum lömbum að hausti. Í þriðja sætinu var síðan Læða 08-008 í Hrunsmúla, ákaflega frjósöm ær og lömb hennar hafa sýnt góð kjötgæði. Tíu kollóttir lambhrútar Lambhrútunum var eins og ætíð áður skipt í þrjá keppnishópa, sem eins og áður segir voru allir skipaðir kostamiklum einstaklingum. Kollóttu hrútarnir voru fæstir eða aðeins tíu að þessu sinni. Tvö efstu sætin í þessum flokki skipuðu lambhrútar frá Hjarðarfelli. Lamb 223 er gemlingslamb og faðir þess Sindri 10-759. Hrúturinn er prýðilega þroskamikill með frábæra holdfyllingu á baki og í mölum og lærum með mikla og vel hvíta ull. Lamb 906 er samanrekinn holdaköggull en faðir þess er Strengur 11-768. Mjög stutt að baki báðum þessum hrútum stendur Magni 06-730, sem mikið hefur mótað hið öfluga kollótta fé á Hjarðarfelli síðustu ár. Algjör stakkaskipti í flokki mislitra hrúta Hópur mislitu hrútanna hefur tekið hér eins og á öðrum svæðum, sem líkar sýningar eru haldnar fyrir, algerum stakkaskiptum að gæðum. Í þessum hópi mættu samtals 13 hrútar til keppni. Þar skipaði efsta sæti svartbotnuhosóttur hrútur nr 48 frá Tungu í hinum gamla Fróðárhreppi. Þetta er rígvænn tvævetlutvílembingur, sem allur er frábærlega vel holdfylltur. Faðir lambsins er Draumur 12-004, sem er hrútur sem rekur ættir mikið til gamla Máfahlíðarfjárins. Annað sætið skipaði svartur hrútur nr 40 í Hraunsmúla. Þetta er feikilega vel gert og fallegt lamb með ákaflega góða holdfyllingu. Þess má geta að tvílembingsbróðir hans keppti í flokki hvítra hrúta, hyrndra og líktust þeir bræður mjög um flest annað en lit. Þessir bræður eru synir Drífanda 11-895. Mestur fjöldi í flokki hyrndra hvítra hrúta Eins og áður var langmestur fjöldi gripa í flokki hyrndra, hvítra hrúta eða samtals 36. Ekki var aðeins að fjöldi þeirra væri mestur heldur einnig gæði. Efsta sætið í þessum flokki skipaði lamb 430 frá Hjarðarfelli, sem er einstakt djásn að allri gerð. Hann er feikilega þroskamikill, gríðarlega bollangur með einstaka holdfyllingu og sérstaklega eru bakátak og lærahold frábær. Hrútur þessi er sonur Klaka 11-772, sem var glæsilegur sonur Frosta 07-843, sem því miður misfórst áður en hann komst til notkunar á stöð. Móðurfaðir hrútsins er Laufi 08-848 og má geta þess að árið 2012, gemlingsárið, var móðir hans tvílembd og skilaði þá 55,5 kg af kjöti. Lengra að baki honum standa margir öflugir einstaklingar úr hinni landsfrægu ræktun á Hjarðarfelli. Annað sætið í þessum flokki féll í hlut hrúts nr 865 frá Máfahlíð. Þetta er gríðarlega vænt gemlingslamb með fádæmum breiðvaxið, brjóstkassinn einstaklega vel hvelfdur, bakvöðvi þykkur og vel lagaður og malir ákaflega breiðar og holdfylltar. Faðir hans er Bliki 12-001, sem er sonur Gosa 08-850 en móðir hrútsins er dóttir Kveiks 05-965. Búið á Hjarðarfelli fékk verðlaunaskjöldur Búnaðarsamtaka Vesturlands Hinn glæsilegi verðlaunaskjöldur Búnaðarsamtaka Vesturlands féll í hlut búsins á Hjarðarfelli fyrir lamb nr 430 og verður skjöldurinn þar því vel varðveittur til næstu sýningar. Sýning þessi var glæsileg staðfesting þess að framfarir eru miklar í fjárræktinni á Snæfellnesi og ekki síst ástæða til að benda á ungan aldur foreldra nánast allra toppgripanna í því sambandi. Það vakti athygli í samanburði við sambærilegar sýningar fyrri ára hve hlutfall lamba tilkomið beint við sæðingar var lægra en áður. Að baki langflestum lambanna á sýningunni standa hins vegar margir af topp- hrútum sæðinganna á undangengn- um árum og hrútar sem vakið hafa verðskuldaða athygli á hliðstæðum sýningum á síðustu árum. Glæsilegt framtak Öll framkvæmd þessa sýningahalds var eins og áður einstaklega vel af hendi leyst en þessar sýningar eru glæsilegt framtak fjárræktarfélaganna á Snæfellsnesi. /Jón Viðar Jónmundsson Harpa Jónsdóttir og Gunnar Guðbjartsson með verðlaunahrútinn í flokki hyrndra og besta hrút Snæfellinga. Mynd / Guðlaug Sigurðardóttir Verðlaun fyrir hyrnda: Guðbjartur Gunnarsson 1. sæti, Herdís Leifsdóttir 2. sæti og Högni Bæringsson tekur við verðlaunum fyrir Hermann Guðmunds- son 3. sæti. Mynd / Herdís Leifsdóttir Harpa og Guðbjartur með Héraðsskjöldinn fyrir besta hrút Snæfellinga. Mynd / Herdís Leifsdóttir Fyrstu verðlaun í flokki hyrndra. Mynd / Guðlaug Sigurðardóttir Fyrstu verðlaun í flokki mislitra. Mynd / Guðlaug Sigurðardóttir Verðlaun fyrir kollótta: Guðbjartur Gunnarsson 1. sæti, Harpa Jónsdóttir 2. sæti og Ólafur Tryggvason 3. sæti. Mynd / Herdís Leifsdóttir Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru: Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbóta- kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2013. Nánari upplýsingar fást hjá Guðlaugi V. Antonssyni hjá Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins á Hvanneyri. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2013 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Hvann- eyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Hvanneyri 31. október 2013 Fagráð í hrossarækt Ráðstefnan Hrossarækt 2013 Ráðstefnan Hrossarækt 2013 verður haldin í Sunnusal Hótels Sögu laugardaginn 16. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráð- stefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson. Dagskrá: 13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt 13:05 Hrossaræktarárið 2013 – Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur RML 13:30 Heiðursverðlaunahryssur með afkvæmum 2013 13:45 Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt) (án áverka) 14:00 Erindi um markaðsmál 14:50 Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins 2013 15:40 Umræður um ræktunarmál almennt 17:00 Ráðstefnuslit Fagráð í hrossarækt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.