Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Sérvitringurinn, safnarinn og fræðimaðurinn Charles Hoy Fort helgaði ævi sína því að safna upplýsingum um furðuleg fyrirbæri. Hann sat í mörg ár á bókasöfnum, fletti blöðum og tímaritum og skráði niður frá- sagnir. Hann safnaði sögum af fiskum og froskum sem rigndi af himnum, draugagangi, blæðandi Maríustyttum og öðru sem hann taldi merkilegt. Fort fæddist í Bandaríkjunum árið 1874. Hann var sonur hollenskra innflytjenda sem ráku litla en arðbæra heildverslun með grænmeti í New York. Fort var elstur þriggja bræðra. Faðir hans var oft óþarflega strangur við drenginn og hikaði ekki við að hýða hann með hundaól ef honum þurfa þótti. Móðir hans lést nokkrum árum eftir að hann fæddist og faðir hans kvæntist að nýju þegar Fort var á unglingsárunum. Líktist sóðalegum rostungi Fort kunni aldrei við sig í grænmetinu og flutti að heiman átján ára. Hann flakkaði um Bandaríkin og England um tíma til að safna í reynslubankann eins og hann orðaði það. Tuttugu og tveggja ára hélt hann til Suður- Afríku en sýktist af malaríu og flutti til New York þar sem hann kynntist Önnu Filan, sem starfaði sem þjónustustúlka á heimili föður hans. Anna og Fort urðu ástfangin og giftu sig eftir stutt kynni. Fort var lág- og þykkvaxinn og líktist einna helst rostungi með mikið yfirvaraskegg. Hann var með þykka fingur og notaði flöskubotnaþykk gleraugu. Fort hafði djúpa rödd, hló hátt og þótti hirðulaus um útlitið og jafnvel sóðalegur. Talið er að barsmíðar föður hans hafi gert drenginn upp- reisnargjarnan og andsnúinn valdi. Einrænn, þunglyndur og vinafár Ungu hjónin hófu búskap í mikilli fátækt og leigðu íbúð í Bronx- hverfinu. Fort tók að sér alls kyns störf milli þess sem hann seldi greinar í blöð. Búskapurinn gekk illa og á tímabili urðu þau að brenna húsgögn til að kynda íbúðina. Charles og Anna voru ólík að upplagi, hann var einrænn og vina- fár, hann átti einn vin, en hún var hrókur alls fagnaðar og vinmörg. Sagan segir að Anna hafi dregið Fort með sér á mannamót og að án hennar hefði hann að öllum líkindum lokað sig algerlega frá umheiminum. Árið 1916 snerist gæfan þeim í hag þegar faðir Fort lést og þau hlutu arf. Þremur árum síðar sannfærði eini vinur Forts, rithöfundurinn Theodor Dreiser, útgefanda sinn um að gefa út bók eftir Fort. Bókin þótti vissulega merkileg en erfið aflestrar, ruglingsleg og illa hugsuð. Gagnrýnendur stimpl- uðu höfundinn sem rugludall og fjandmann vísinda og framfara. Viðbrögðin við bókinni höfðu gríðarleg áhrif á Fort. Hann lagðist í þunglyndi og brenndi marga tugi þúsunda minnismiða, nokkuð sem hann átti eftir að gera aftur seinna á ævinni. Sagan segir að hann hafi skrifað tíu skáldsögur en brennt handritin að níu þeirra. Nokkrum árum seinna kom út önnur bók eftir Fort og hjónin fluttu til London, heimaborgar Önnu. Hann eyddi næstu átta árum yfir bókum á British Museum og safnaði gríðarlegu magni af sögum um furðuleg fyrirbæri og rómantíska náttúrufræði. Margar spurningar en fátt um svör Eftir að Fort fékk arfinn gat hann helgað sig áhugamáli sínu án þess að hafa fjárhagsáhyggjur og við tóku nokkur afkastamikil ár. Það er erfitt að gera sér grein fyrir allri vinnunni sem liggur að baki starfi hans. Fort starfaði fyrir tíma netsins og ljósritunarvélarinnar og varð því að fletta þúsundum blaða og handskrifa upp allar fréttirnar sem hann skráði. Hann flokkaði uppskriftirnar síðan nákvæmlega í kassa og geymdi heima hjá sér. Að lokum raðaði hann miðunum saman í bók og skaut athugasemdum inn á milli, lesendum til glöggvunar. Ástæða þess að Fort var álitinn andstæðingur vísinda var sú að í bókum sínum lagði hann oft og tíðum spurningar fyrir vísindamenn. Spurningar sem þeir áttu erfitt með að svara og reyndu eftir megni að sniðganga að hans mati. Ein spurningin var til dæmis af hverju það rigndi stundum froskum en aldrei halakörtum. Fort vissi að vísindamenn höfðu enga skýringu á þessu og gátu því ekki svarað spurningunni. Þegar hann fékk engin svör svaraði hann sjálfur með þeim hætti að í háloftunum væri stórt þanghaf með eyju og að íbúar hennar skemmtu sér við að henda froskum niður til mannanna. Að hans mati var það alveg jafn góð skýring og hver önnur. Furðufréttirnar sem Fort safnaði voru bæði margar og fjölbreyti- legar. Þær fjölluðu meðal annars um menn sem lyftust upp af jörðinni og flugu, undarleg ljós á himnum, stjörnufræði, rafmagn og galdrar þess. Hann skráði fjöldann allan af bábiljum, sögur af fljúgandi furðuhlutum, hugsanaflutningi, álfum, skarkárum og frásagnir af torkennilegum hlutum sem falla af himni og sögur umskrímsli, svo fátt eitt sé nefnt. Bækur hans eru sem sagt saman safn af furðulegum sögum um furðuleg fyrirbæri. Náttúruleg fyrirbæri að mati Fort Fort hafði í sjálfu sér engan áhuga á því sem í dag er kallað yfir náttúru leg fyrirbæri eða dulsálarfræði. Hann taldi að öll fyrirbærin væru náttúruleg og að þau ætti að skýra. Eitthvað sem fleiri mættu hafa í huga þegar rætt er um náttúrufyrirbæri sem ekki hefur fundist skýring á. Hann var óvæginn í gagnrýni sinni á svokallaða vísindamenn eins og Fort kallaði marga mennt- aða samtímamenn sína. Fort taldi þá sniðganga allt sem þeir gætu ekki skýrt út frá eigin reynslu og ekki hafa hugmyndaflug til að líta á heiminn nema frá einu sjónar- horni, múlbundna af þröngsýni og fordómum. Sjálfur sagðist hann trúa öllu og engu, allt væri breyt- ingum háð og ekkert væri eins og það sýndist. Stúlkan sem flaug út í garð Fort safnaði ótrúlegum fjölda furðusagna enda sat hann á bókasöfnum í New York og London í tuttugu og sjö ár og leitaði fanga. Hann hefur eftir dagblaðinu New York World 25. mars 1883 að stúlka nokkur í Greenville hafi nokkrum sinnum lyftst upp af stofugólfinu heima hjá sér og flogið út í garð. Um svipað leyti greinir tímaritið Cosmos frá því að mikið af fiskum hafi fallið af himni í Norfolk í Virginíuríki. Talandi hundur sem leystist upp Samkvæmt Fort er grein í Nature frá1880 sem segir að hópur fólks í Þýskalandi hafi séð upplýstar verur svífa á himninum. Fort trúði því staðfastlega að verur frá öðrum heimum heimsæktu jörðina. Hann hefur eftir Scientific American að í júlí 1882 hafi fjöldi manns í Líbanon séð einkennilegan hlut á himni. Þegar hluturinn hvarf komu tvö þríhyrningslaga loftför í staðinn og flugu lágt yfir jörðinni. Ein furðulegasta sagan í safni hans segir frá hundi sem talaði mannamál en leystist síðan upp í grænan reyk. Fort gerir enga athugasemd við að hundurinn skuli tala en hann setur spurningarmerki við að hann hafi leyst upp í grænum reyk. Gagnrýnendur segja Fort hafa verið bjánalega trúgjarnan og sjaldnast dregið sannleiksgildi sagnanna sem hann safnaði í efa og lagt sig fram um að koma slæmu orði á vísindi og notið þess að niðurlægja vísindamenn sem hann kallaði hina nýju prestastétt. Lést úr torkennilegum sjúkdóm Fort gaf út fimm bækur yfir ævina. Fjórar um furður veraldar og rómant íska náttúrufræði auk einnar skáldsögu, Book of the Dammed (1919), New Lands (1923), Lo (1931), Wild Tallets (1932) og The Outcast Manufacturers. Einnig liggja eftir hann ævisögubrot sem heita Many Parts. Herra og frú Fort fluttu aftur til New York 1929. Þremur árum seinna dofnaði sjón hans skyndi- lega og í maí 1932 var hann fluttur á spítala með torkennilegan sjúk- dóm. Hann lést nokkrum klukku- stundum síðar og Anna fimm árum síðar. Fróðleiksfúsi furðufuglinn Gestir úr geimnum heimsækja jörðina. Charles Fort djúpt sokkinn í hugsanir sínar um furður heimsins. út í garð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.