Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Samkeppni um hönnun á ullarpeysu og ritgerðasamkeppni um forystufé: Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir á Grundarfirði sigraði í samkeppninni um óveðurspeysuna – Jón Hólmgeirsson á Akureyri hlaut fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppninni fyrir söguna um Skeggja Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir á Grundarfirði fékk fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar var óblíð veðrátta. Peysa Láru heitir Kafla, en alls bárust 140 peysur í samkeppnina. Í öðru sæti var peysan 20. apríl, en hönnuður hennar er Berglind Sveinsdóttir í Hnífsdal. Í þriðja sæti var peysa undir nafninu Vedda, sem hönnuð var af Marsibil Baldursdóttur á Selfossi. Það var Verkefnastjórn söfnunar- innar „Gengið til fjár“ sem stóð að samkeppninni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjárbænda. Samhliða hönnunarsamkeppinni fór fram ritgerðarsamkeppni um forystu fé og einstaka hæfi- leika forystu kindarinnar. Verða verðlaunaritgerðir birtar í Bændablaðinu á næstunni. Setti þessi samkeppni eins konar lokapunkt yfir söfnunarátakið sem efnt var til vegna þess tjóns sem sauðfjárbændur norðanlands urðu fyrir í kjölfar óveðuráhlaups sem skall yfir 10. september 2012. Þórarinn I. Pétursson, for- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda, afhenti verðlaunin á kjötsúpudeginum sem haldinn var á Skólavörðustíg í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Stúlkur úr ungmennafélaginu Aftur eldingu í Mosfellsbæ sýndu peysurnar 140 sem bárust í keppnina að viðstöddum fjölda fólks sem þarna var í tilefni af kjötsúpudeginum. „Þetta er óveðurspeysan“ Dómnefnd um peysuna var skipuð þeim Huldu Hákonardóttur frá Ístexi, Jóhönnu Pálmadóttur sauðfjárbónda á Akri og Gísla S. Einarssyni fréttamanni hjá RÚV. Í umsögn dómnefndar um peysuna hennar Aðalheiðar Láru Guðmundsdóttur sem vann segir: „Þessi peysa er óveður! Það þarf kannski ekki að hafa mikið fleiri orð um það. Þessi peysa er mikið meira en flík. Hún er ekki síður myndverk. Myndverk sem lýsir því sem um er að ræða. Myndverk sem lýsir óblíðri íslenskri náttúru í hnotskurn. Þessi peysa fangar athyglina og rífur fólk með sér upp á hálendið, út í hraun og inn í kolsvarta hríðina. Eins hlýtt og það væntanlega er að klæðast peysunni þá verður manni hálf kalt við að horfa á hana. Þetta er óveðurspeysan, það er ekki flóknara en það. Þess ber samt að geta að þótt peysan sé myndverk þá rýrir það ekki hlutverk hennar sem flíkur. Þetta er peysa sem klæðir hvern sem er. Fyrir utan landslagið og óveðrið í peysunni þá var það tvennt sem heilaði dómnefndina sérstaklega. Annarsvegar litasamsetningin sem er einfaldlega að gera sig. Hinsvegar það að ólíkt flestum öðrum peysum sem bárust í keppnina, og ólíkt flestum íslenskum lopapeysum, þá er þessi peysa ekki með eiginlegu mynstri. „Mynstrið“ er óreglulegt og því ekki hægt að kalla það mynstur! Þetta er skemmtilegt og það virkar. Dómnefnd var sammála um að þessi peysa væri vel að því komin að bera titilinn óveðurspeysan 2013.“ Nefndi peysuna eftir „köflóttu“ kindinni sinni Aðalheiður er upprunnin úr sveit, en foreldrar hennar búa í Knarrartungu í gamla Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að nafn peysunnar, Kafla, væri nafn á kind sem hún hefði átt sem barn og sú kind hefði einmitt bjargast úr fönn eftir óveður. „Ég var fjögurra eða fimm ára þegar þetta var. Kindin var mósótt í framan en ég sagði að hún væri köflótt og nefndi hana því Köflu. Það var líka svolítið sérstakt að hún jarmaði alltaf ef hún varð vör við mannaferðir. Þá gerði norðanskít um haustið og Köflu fennti uppi í Búðahrauni ásamt fleira fé. Það fennti líka fé frá nágrönnum okkar og þeir fóru að leita. Kafla, sem var á kafi í snjó, heyrði þá í leitarmönnum og jarmaði sér til lífs.“ Aðalheiður segist hafa lært að prjóna sem barn og hafa verið iðin við að prjóna allar götur síðan. Hún sagði að framleiðslan færi þó aðallega til fjölskyldumeðlima, ættingja og vina. Einstaklega smekklega hönnuð peysa frá Hnífsdal Um peysuna sem lenti í öðru sæti segir í umsókn dómnefndar að hún sé einstaklega smekklega hönnun og með sterka tilvísun í þema keppninnar. „Peysan er veðurmynd af Íslandi í september 2012. Það er fannfergi á hálendinu og hríð niður í byggð en ennþá grænir vellir á láglendinu. Þá sést sauðféð hörfa undan veðrinu og veit svo sannarlega ekki hvar á sig stendur veðrið! Dómnefnd þótti þessi hönnun falleg og smekkleg í alla staði, sem kemur meðal annars fram í því að þetta er peysa sem nánast hver sem er ætti að geta hugsað sér að klæðast við nánast hvaða tækifæri sem er. Litasamsetning þótti dómnefndinni ganga einstaklega vel upp og þá má geta þess að af ótal kindum sem dómnefndin skoðaði í ótal peysum þá voru blessaðar skjáturnar á þessari peysu best útfærðar. Þetta er peysa sem segir allt sem segja þarf um íslenska veðráttu en gerir það á hófstilltan en samt árifaríkan hátt.“ Vedda þótti ein sérstakasta peysan í keppninni Í umsögn dómnefndar um peysuna í þriðja sæti segir að þetta hafi án efa verið ein sérstakasta peysan í keppninni og því ekki átt í neinum vandræðum með að fanga athygli dómnefndar. Frumleiki og skemmtileg útfærsla hafi skilað henni í verðlaunasæti. Hún sé áhugaverður minnisvarði um hamfarirnar sem dundu yfir fyrir ári. Óteljandi tilvísanir í atburði séu á peysunni sem sé sannarlega óveðurspeysa. Kannski megi líka kalla hana margmiðlunarpeysu því á henni sé komið á framfæri heilmiklum upplýsingum í bundnu máli og myndum. Ritgerðasamkeppni um forystufé Dómnefnd í ritgerðarsamkeppninni um forystuféð var skipuð þeim Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, fyrrverandi vígslubiskup á Hólum, Sif Jóhannesdóttur, forstöðumanni Safnahússins á Húsavík og Hákoni Sigurgrímssyni, fyrrverandi skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu sem var formaður nefndarinnar. Verðlaunasagan heitir Skeggi Alls bárust keppninni 39 ritgerðir, sögur og ljóð. Fyrstu verðlaun, hlaut ritgerð sem bar heitið Skeggi og var send inn undir dulnefninu Skegglaus. Höfundur reyndist vera Jón Hólmgeirsson, Álfabyggð 7 á Akureyri. Önnur verðlaun hlaut ritgerð sem bar heitið Leitir og barst undir dulnefninu Salómon svarti. Höfundur er Birgir Rúnar Davíðsson, Oddeyrargötu 24b á Akureyri. Þriðju verðlaun hlaut svo ritgerð undir nafninu Forystufé en dulnefni höfundar var Golsa. Á bak við það dulnefni var Áslaug Jóhannesdóttir, Neshaga 14, 107 Reykjavík. Nefndin vekur athygli á því að einungis fáar af þeim ritgerðum sem bárust í keppnina bera það með sér að vera eftir börn eða unglinga. Þetta bendir til þess að með breyttri búsetu í landinu og breyttum búskaparháttum fari þekking á eiginleikum forustufjár þverrandi og sé í raun bundin við takmarkaðan hóp fullorðins fólks. Nefndin telur mikilvægt að vekja athygli á þessum þætti menningararfsins og leggur í því skyni til að auk þeirra ritgerða sem verðlaun hljóta verði úrval úr öðrum þeim ritgerðum sem keppninni bárust birt almenningi. /HKr. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.