Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fjárvís.is – innlestur sláturupplýsinga Þeir bændur sem eru þátttakendur í skýrsluhaldinu í sauðfjárrækt og færa sitt skýrsluhald rafrænt fá sláturgögnin sín send yfir í Fjárvís frá sláturhúsunum. Þetta vita flestir notendur en alls ekki allir. Til að nýta sér þessa flýtileið við móttöku sláturgagna er farið á forsíðuna á Fjárvís, smellt á „Staðfesta sláturgögn“ og valið „Lesa inn í gagnagrunn“. Athugið að lesa þarf inn hverja sláturdagsetningu fyrir sig bæði á dilkum og fullorðnu fé (SD og SF aftan við dagsetningar). Til að skoða gögnin eftir innlesturinn er farið í „Sláturyfirlit“ og kallaður fram listi yfir alla gripi á því ári sem beðið er um. Eins minni ég notendur á að kíkja á „Skýrslur“ og velja þar „Kjötmatsyfirlit“ og fá upp töflu yfir árangur feðra sláturlamba. Þessar upplýsingar er gott að skoða á milli slátranna að hausti og hafa til hliðsjónar við val á líflömbum með tilliti til feðra lambanna sem og dóma á lífgripum. Dómaskráning Margir notendur hafa lent í vandræðum við að skrá inn dóma á lömb þetta haustið. Rauðir rammar birtast í kringum þá reiti sem innihalda tölur með kommu í sbr. einkunn fyrir læri, fitu, lögun og þess háttar. Fjárvís styður Internet Explorer vafrann og til að krækja hjá þessu vandamáli er málið einfalt. Vera í Fjárvís (í gegnum Internet Explorer) og styðja á F12. Þá opnast gluggi og efst í þessum glugga á gráu línunni má finna textann „Browser mode: IE10“ Smella með músinni á textann, þá opnast annar gluggi og velja þar „Internet Explorer 9“ loka glugganum og málið á að vera úr sögunni. RML veitir notendum Fjárvís frekari upplýsingar og aðstoð ef þarf. Síminn okkar er 516-5000. Gangi ykkur vel. Anna Guðrún Grétarsdóttir Skýrsluhaldsfulltrúi RML Fæðuöryggi á Íslandi Síðastliðin fjögur ár hefur umhverfis dagskrá 7. ramma- áætlunar ESB styrkt rannsóknaverkefni sem unnið hefur verið af háskólum og félagasamtökum í Bretlandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Indlandi og Íslandi. Verkefnið vann undir heitinu CONVERGE eða samleiðni (www.convergeproject. org). Aðalmarkmið verkefnisins var að finna leiðir til þess að mannkynið geti lifað innan marka jarðarinnar með jöfnuð í huga. Við Háskóla Íslands var þróuð aðferðafræði sem unnt er að nota til þess að aðstoða við að vinna með hagsmunaaðilum á þann hátt að þeir hjálpist að við að teikna upp hvernig viss kerfi virka og hvernig ýmis atriði tengjast innan kerfisins svo að unnt sé að breyta því í átt að sjálfbærni. Í þessu verkefni settum við áherslu á fæðukerfið, til þess að byggja upp grunn og yfirlit yfir fæðuöryggi á Íslandi. Við greindum hvaða hagsmuna- aðilar koma að fæðuvirðiskeðjunni á Íslandi, þ.á m. þeir sem hafa með framboð að gera (t.d. áburð), framleiðendur (bændur, fiskimenn), matvælaiðnaðurinn, dreifiaðilar, seljendur (innflytjendur, útflytjendur, búðir, stórmarkaðir, matsölustaðir), neytendur, orkuiðnaðurinn og þeir sem sjá um úrgang (t.d. Sorpa), auk þeirra sem bera ábyrgð á stefnumörkun og stjórnun (t.d. ráðuneyti, sveitarstjórnir). Engin fæðuöryggisáætlun Fæðuöryggisáætlun hefur aldrei verið unnin á Íslandi. Aðferðafræðin verður kynnt á doktorsvörn Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur hinn 17. nóvember við Háskóla Íslands. Í stuttu máli byggist hún upp á því að hagsmunaaðilar koma saman og vinna með leiðbeinendum við að teikna upp kerfið sem verið er að greina eins og það er í dag og síðan ímynda sér hvernig það liti út ef það væri sjálfbært í framtíðinni með því að athuga tengingar innan kerfisins og finna orsakir og afleiðingar innan kerfisins. Þetta kallast kerfisgreining. Við buðum yfir 200 manns að taka þátt og alls komu um 30 manns á þrjá heilsdags vinnufundi. Kerfisgreiningin var unnin af þátttakendum og sérfræðingum frá Háskólanum í Lundi – þeim Harald Sverdrup prófessor og Deniz Koca nýdoktor. Nauðsynlegt að forgangsraða og vinna fæðuöryggisáætlun Helstu niðurstöður vinnufundanna eru þær að það sé nauðsynlegt að forgangsraða og vinna fæðuöryggisáætlun fyrir Ísland. Einnig þarf að gera orkuöryggisáætlun fyrir Ísland hvað jarðefnaeldsneyti varðar. Stofna þarf gildisbanka – líkt og þá sem fengu umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010 (Cultura Bank, Noregi; Ekobanken, Svíþjóð; Merkur Andelskasse, Danmörku) en þeir leggja áherslu á fjárfestingar sem gagnast samfélaginu og umhverfinu og leiða þannig til sjálfbærni. Mikill skortur er á lífrænt vottuðum áburði og í framtíðinn verður skortur á áburði til landbúnaðar. Loka þarf næringarhringjunum á Íslandi og sjá til þess að fosfat og köfnunarefni skolist ekki út í sjó, heldur sé það unnið úr skólpi og búinn til áburður. Einnig er unnt að vinna áburð úr fiskiúrgangi og matarleifum. Þátttakendur lögðu áherslu á að stofna þyrfti fræbanka á Íslandi, en enginn slíkur banki starfar í landinu. Einnig vildi hópurinn leggja áherslu á landgræðslu og verndun jarðvegs og vatns. Vinna þarf að meiri metanframleiðslu fyrir farartæki Meðal annarra þátta sem komu fram á vinnufundunum var að vinna þarf að meiri metanframleiðslu fyrir farartæki úr t.d. matvælaúrgangi. Einnig er unnt að framleiða eldsneyti úr þörungum og með skógrækt. Mikilvægt er að nýta umframorku frá jarðvarma í matvælaframleiðlu með upphitun gróðurhúsa og með því að setja leiðslur undir jarðveg til þess að lengja framleiðslutímann um tvo mánuði á ári í það minnsta. Þannig gætum við verið sjálfbær með grænmetisframleiðslu og jafnvel flutt grænmeti út og minnkað ávaxtainnflutning. Vinnuhópnum fannst mikilvægt að lögð sé áhersla á rannsóknir sem leggja áherslu á sjálfbæra og vistvæna nýsköpun. Styðja þarf samvinnu milli rannsókna, fyrirtækja, kennslu- og ríkisstofnana. Sjálfbærnihugsun vantar í alla menntun Hvað menntun varðar komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að byggja þyrfti sjálfbærnihugsun inn í alla menntun ungra sem aldinna. Þar á meðal er einnig mikilvægt að kenna kerfishugsun, siðfræði og umhyggju fyrir mönnum og náttúru. Kerfishugsun ætti að vera lykilatriði á öllum skólastigum til þess að nemendur fái heildrænt yfirlit um hvernig allt tengist. Stofna þurfi sjálfbærniráðuneyti á Íslandi Loks komst samleiðni- vinnuhópurinn að því að stofna þyrfti sjálfbærniráðuneyti á Íslandi, sem ynni að sjálfbærnistefnumótun í samfélaginu og gegn spillingu hjá stjórnvöldum og í samfélaginu. Upphaflega var álitið að við gætum fullunnið fæðuöryggisáætlun fyrir Ísland. Hins vegar kom í ljós að ekki eru öll gögn aðgengileg til að fullvinna slíka áætlun, en grunnur að kviku kerfislíkani liggur fyrir. Þessar rannsóknaniðurstöður eru nú aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins. Þegar niðurstöður voru kynntar í Háskóla Íslands föstudaginn 3. október lýstu þátttakendur í vinnufundunum yfir ánægju sinni með það að hafa tekið þátt í verkefninu en lögðu áherslu á að þessar grunnrannsóknir þyrfti nú að taka upp í stefnumótun á Íslandi. Allir sem áhuga hafa á slíku hafa greiðan aðgang að öllum grunngögnum og líkaninu frá pistlahöfundi og samstarfsmönnum við Háskóla Íslands – þeim Brynhildi Davíðsdóttur og Sigrúnu Maríu Kristinsdóttur. Við hlökkum til sjá stefnu um fæðuöryggi á Íslandi – hvort það er innan ráðuneyta, borgar-, bæjar- eða sveitarstjórna. 18.10. 2013 Kristín Vala Ragnarsdóttir Myndin sýnir hluta vinnuhópsins sem kom að kerfisgreiningu á fæðuöryggi fyrir Ísland. Myndin sýnir hluta greiningar eins hópsins á fæðuframleiðsu á Íslandi. Myndin sýnir kerfisgreiningu á vinnu eins hópsins þar sem orsakir og afleiðingar eru greindar. Greiningin var unnin við Háskólann í Lundi. Myndin sýnir kerfisgreiningu á fæðukerfinu á Íslandi – unna af hluta vinnu- hópsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.