Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi: Rannsóknir á landnotkun mikilvægar Á Selfossi og í Gunnarsholti er starfandi rannsókna setur sem fer kannski ekki mikið fyrir í þjóðmála umræðunni frá degi til dags, en þar fer fram áhuga- vert starf sem snertir mjög landsbyggðina og ekki síst bændur. Það heitir Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi (RHÍS) og var stofnað árið 2009, en það er eitt af sjö slíkum setrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Umgjörð setranna er Stofnun rannsóknasetra og er hún rannsókna- og þjónustustofnun sem heyrir undir Háskólaráð. Markmið stofnunarinnar er einkum að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Forstöðumaður Rannsókna- setursins er Tómas Grétar Gunnars- son og segir hann að aðal áhersla hafi verið á rannsóknir á landnotkun. „Á Suðurlandi er mikið af láglendi landsins og afar fjölbreyttir hagsmunir hvað varðar landnotkun. Hér er því kjörið að stunda rannsóknir á ýmsum landnotkunarmálum sem styðja við ákvarðanatöku og ráðstöfun auðlinda á landi.“ Setrin skila miklu vinnuframlagi „Grunnrekstur rannsóknasetranna stöðugildi, húsaleiga og fleira, kemur í gegnum beint framlag frá ríki á fjárlögum og í gegnum Háskóla Íslands. Yfirleitt er einungis eitt fast stöðugildi vísindamanns sem jafnframt er forstöðumaður á hverjum stað. Ofan á það er byggt með sókn í innlenda og erlenda samkeppnissjóði og á annan hátt til að fjármagna tímabundnar stöður, einkum nemenda í framhaldsnámi. Með þessu hefur tekist að byggja upp dálítinn rannsóknahóp á hverjum stað sem þó sveiflast að stærð eftir árstíðum og fjármagni. Segja má að sjálfsaflafé sé að jafnaði jafn hátt eða hærra en framlag ríkis sem nýtist þess vegna vel. Setrin skila afar miklu vinnuframlagi miðað við það sem í þau er lagt, til dæmis með því að virkja ungt fólk sem er í framhaldsnámi við háskóla í tímabundnum rannsóknaverkefnum og með samstarfi við erlenda vísindamenn sem koma til Íslands til rannsókna. Föst stöðugildi þyrftu að sönnu að vera fleiri, en þá yrði hlutfall kostnaðar og ávinnings – sem þegar er afar hagstætt – enn betra.“ Rannsóknir á landnotkun mikilvægar „Í víðum skilningi má segja að megin viðfangsefni okkar séu rannsóknir á landnotkun. Í raun má flokka alla auðlindanotkun á landi undir landnotkun. Hún er ekki bara ráðstöfun flatarmáls þótt það sé hin opinbera birtingarmynd. Okkar rannsóknir hafa hingað til fyrst og fremst snúist um að tengja landnotkun við náttúrufar. Það er grunnurinn. Til þess að mannlegt samfélag þrífist til framtíðar og hægt sé að nýta land á sjálfbæran hátt þarf að laga landnotkun að framleiðslugetu lands. Það eru ýmis misjafnlega sýnileg ferli sem móta undirstöður þeirra vistkerfa sem öll landnotkun veltur á, t.d. jarðvegsmyndun, hringrásir efna í lofti, jarðvegi og vatni, vatnafar og líffræðileg fjölbreytni. Allt spilar þetta saman og takmarkar þær auðlindir sem eru til ráðstöfunar og ákvarðar hversu nærri landinu hægt er að ganga án þess að landgæði rýrni til framtíðar. Rannsóknir á landnotkun snúast mikið um að tryggja sjálfbærni landnotkunar og að koma í veg fyrir afdrifarík mistök og einnig um að auka skilvirkni landnotkunar. Rannsóknir okkar hafa hingað til snúist mest um að skoða hvaða áhrif tilteknar gerðir landnotkunar hafa á náttúrufar. Þar er af nógu að taka. Það er okkar að leggja til rannsóknaniðurstöður til að auðvelda ákvarðanatöku. Fjölbreyttar rannsóknir á landnotkun eru að þessu leiti framtíðarverkefni og munu skipa æ mikilvægari sess eftir því sem nær er gengið auðlindum. Það sýnir reynsla annarra þjóða þar sem ákefð í landnotkun er orðin mun meiri en hér. Áfoksrannsókn leiðir í ljós aukna frjósemi Eitt af yfirstandandi verkefnum, sem eru í gangi hjá RHÍS, er rannsókn á áhrif áfoks á frjósemi. „Eins og Íslendingar þekkja þá er gríðarlega mikið áfok á landinu, bæði frá auðnum og í kjölfar eldgosa. Þessi efni berast um allt land en þó mest í kringum gosbeltin frá SV til NA. Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur unnið að því um árabil að kortleggja dreifingu þessara efna á landinu og við höfum unnið að þessu verkefni í samstarfi. Við erum að skoða hvernig áhrif þessara efna á vistkerfi endurspeglast í fuglalífi. Fuglar henta vel til að skoða áhrif fjölbreyttra þátta á vistkerfi því þeir eru ofarlega í fæðukeðjum, nota nokkuð stór svæði og eru fremur auðtaldir,“ segir Tómas. „Þegar áhrif eru farin að koma fram í fuglalífi eru þau farin að verka upp í gegnum alla fæðukeðjuna frá jarðvegi upp í gegnum gróður og smádýr. Í stuttu máli þá sjáum við að áfok á grónu landi virðist hafa verulega jákvæð áhrif á fuglalíf. Þar sem er meira áfok er að jafnaði mun meira af fuglum. Þessi mynstur eru það skýr að þau gefa tilefni til skoða áhrif áfoks á fleiri sviðum. Það er til dæmis líklegt að áfok jarðefna sé einn af þeim þáttum sem móta landshlutabundinn mun í skilyrðum fyrir hvers kyns ræktun, náttúruvernd og fleira.“ Hvernig ætlum við að varðveita ræktað land og búsetuskilyrði? „Það má segja að starfsemi okkar sé á tveimur sviðum sem þó skarast. Annað varðar einkum grunnrannsóknir í dýravistfræði. Þar hafa verkefni t.d. fjallað um þætti sem stjórnastofnum og komutíma farfugla, vistfræði mófuglastofna og æðarfugls og fleira. Hitt sviðið, sem líklega er það sem tengist bændum með beinni hætti, fjallar um landnotkun. Þar má t.d. nefna þrjú nýleg meistaraverkefni. Elke Wald tók saman einstætt yfirlit yfir landbreytingar á Suður- landi frá 1900 til 2010. Þar kom margt fram um hvernig mynstur landnotkunar og búsetu hafa þróast á Íslandi á þessu tímabili. Það sem var kannski mest sláandi var hversu hratt við höfum verið að breyta landi á síðustu árum. Íslendingar eru Evrópumeistarar í hraða landbreytinga á þessari öld og við Sunnlendingar líklega afkastamestir. Það er verulegt umhugsunarefni hvernig við ætlum að varðveita ræktað land og búsetuskilyrði í sveitum landsins á næstu áratugum. Vanda málið er að hagsmunir einstaklinga og samfélagsins hvað varðar land notkun fara oft illa saman. Sem dæmi mætti nefna að það stuðlar varla að matvæla öryggi í náinni framtíð að búta landið niður í frístunda lóðir. Hér þurfa skipulags- yfirvöld, bæði sveitarfélög og ríki, að vera á varðbergi og þörfin á samræmdu skipulagi er mikil. Við Íslendingar búum enn í það dreifbýlu landi að við höfum einstakt tækifæri til að gera þessa hluti vel og forðast mistök sem menn hafa gert í þéttbýlli löndum. Lilja Jóhannesdóttir vann að mjög mikilvægu meistaraverkefni í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hún kortlagði líffræðilega fjölbreytni í mismunandi gerðum af grónu landi á Suðurlandi. Hún notaði Nytjalandið (nytjaland.is) sem grunn. Í verkefni hennar kom í ljós að líffræðileg fjölbreytni er mest í blautu landgerðunum, votlendi og hálfdeigju en einnig mikil í graslendi og mólendi. Einhver mesti þéttleiki mófugla í heimi er í sunnlenska úthaganum. Niðurstöðurnar voru settar fram á kortum og geta t.d. nýst sunnlenskum sveitarfélögum við skipulagsgerð. Mikilvægt væri að flokka allt landið á þennan hátt. Brynja Davíðsdóttir vann að rannsóknum á vistfræðilegum áhrifum mismunandi uppgræðslu- aðferða í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. En það er afar mikilvægt að þekkja vel hvaða áhrif mismunandi aðferðir hafa svo hægt sé að velja þær sem henta og hafa góða mynd af áhrifum þeirra. Brynja bar saman dýralíf í lúpínusáningum og mólendi sem endurheimt var með friðun og áburðargjöf. Niðurstöðurnar sýndu að þessar tvær aðferðir hafa mjög ólík áhrif. Í lúpínunni eru færri tegundir áberandi en koma fyrir í mjög miklum fjölda, af fuglum sérstaklega þúfutittlingur og hrossagaukur. Í mólendinu er aftur lægri og jafnari fjöldi af fleiri algengum tegundum.“ Útgáfurnar öllum opnar Yfirlit yfir starf RHÍS má finna á vef setursins (sud.hi.is). „Við reynum að birta sem mest í rit- rýndum vísinda ritum. Ritrýni, þar sem nafnlaus yfirferð kollega á niðurstöðum er forsenda birtingar, er helsta gæðavöktunarkerfi rannsókna. Einnig er nokkuð af efni í óbirtum meistararitgerðum en þær eru opnar á skemman.is. Við sendum áhuga- sömum rafræn eintök af rituðu efni eftir því sem óskað er. Við höldum fyrirlestra um starfið þegar tækifæri gefast og sendum út fréttatilkynningar til að fólk geti fræðst um starfið sem hér er unnið.“ /smh Fjölbreytilegar landnytjar eru í uppsveitum Árnessýslu; landbúnaður, skógrækt og úthagi. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðu- maður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, með son sinn Kára á bakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.