Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 7 ormánuður er genginn í hlað, að baki eru göngur og réttir og heimaskurður víðast hvar búinn. Bændur grisja fjárstofninn eftir því sem þörf gerist. Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum er einn af þeim og orti á leið til bæjar þessa vísu: Viðsjált gerist veðurfar, vetur brýnir klærnar. Gekk ég frá og gróf í dag gömlu forystuærnar. Auðunn Benediktsson granni minn hér í Svalbarðsstrandarhreppi sendi mér á dögunum kveðjukorn. Auðunn hefur ekki framfæri sitt af sauðfjárhaldi það ég veit, en matarforðinn líkur því að elskur sé hann að afurðum sauðfjár. Hann greinir svo frá að hann hafi um einhverra daga skeið verið einn með heimilið og „þurft að gera allt“. Til að lina áhyggjur eiginkonunnar sendi hann henni sýnishorn af matseðli sínum þessa sáru einverudaga: Ég sauð mér lítið sauðafall í gær, sviðakjamma og nokkra punga stóra. Kartöflur og rófur karlinn einnig fær með koníaki á eftir og nokkra litla bjóra. Í kvöld ég síðan tíndi saltfiskruðu í pott, og sauð mér næstum viku matar- forða. Til vara hef ég rjómaskyr og rækju- salat gott, og reyni svo að gleyma ekki að borða. Ekki hef ég ýkt sem nokkru nemi. Ég nýt þess að hafa nóg að borða, nærandi og hollan matarforða. En víkjum nú ögn til eldri skálda. Á dögunum var ég að skara í gamlar skræður, og fann þar listilega ljóðagerð eftir Sigurbjörn Jóhannesson kenndan við Fótaskinn í Aðaldal. Sigurbjörn fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 1839 en fluttist til Kanada og lést þar 1903. Hér fylgir eins konar forskrift að hestakaupum, ort undir hringhentum stikluvikum: Ef þú selja meinar mér makka skeljung góðan, kosti telja hlýt ég hér, hann svo velja takist þér. Álitsfríður, framþrekinn, fjörs með stríðu kappi, fimur, þýður, fótheppinn, fetatíður, ganglaginn. Stutt með bak og breitt að sjá, brúnir svakalegar, augun vakin, eyru smá einatt hrakin til og frá. Makkann sveigi manns í fang, munn að eigin bringu, skörpum fleygist skeiðs á gang, skrokkinn teygi fróns um vang. Þolinn, hraustur grjót og grund grípi laust með fótum, vaði traustur ekru und, eins og flaustur taki sund. Enga hræðist undra sjón, að þó slæðast kunni, viss að þræða veg um frón, vænn á hæð og frár sem ljón. Leggjanettur liðasver lag sé rétt á hófum, harður, sléttur, kúptur hver, kjóstu þetta handa mér. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM G Dagur sauðkindarinnar var haldinn í Skeiðvangi Hvolsvelli hinn 19. október síðastliðinn. Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sá um daginn, sem var haldinn í 6. sinn, og fjölmenntu að sjálfsögðu bændur og búalið. Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Efstu lambhrútar urðu: 1. Nr. 392 frá Kaldbak með 37,5 stig fyrir BML og 87,5 heildarstig. F: Arður Kaldbak. 2. Nr. 6371 frá Butru með 37 stig fyrir BML og 88 heildarstig. F: Spíri Butru. 3. Nr. 23 frá Hólmum með 37 stig fyrir BML og 87,5 heildarstig. F: Borði Hesti. Veturgamlir hrútar 1. 12-515 Svanur frá Kálfholti með 37 stig BML og 89 heildarstig. F: Bjarmi Lyngholti. 2. 12-354 Reykur frá Hemlu með 37 stig BML og 88 heildarstig. F: Reynir Skjaldfönn. 3. 12-082 Geiri frá Austvaðsholti með 36,5 BML og 87 heildarstig. F: Barði Austvaðshólum. Gimbrar 1. Nr. 454 frá Teigi 1 með 9,5 fyrir frampart og 19 fyrir læri. 2. Nr. 420 frá Hlíðarendakoti með 9,5 fyrir frampart og 19 fyrir læri. 3. Nr. 35 frá Álfhólum með 9,5 fyrir frampart og 18,5 fyrir læri. Litfegursta lambið Gestir völdu litfegursta lambið og var valin móhöttótt, flekkótt gimbur frá Skíðbakka. Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. Efstu 5 ærnar voru frá Skarði og Skarðshlíð. Efsta ærin var 08-205 frá Skarðshlíð með 118.5 stig. Þyngsti innlagði dilkurinn vóg 29,7 kg Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Vilborgu Hjördísi Ólafsdóttur í Skarðshlíð og vóg 29,7 kg. Þá var útnefnt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2012, Raftholt í Holtum. Styrktaraðilar sýningarinnar voru Arion banki, SS sem gaf gestum kjötsúpu og Ítalíulæri fyrir þyngsta dilkinn. Aurasel og Fóðurblandan lánuðu grindur. Verðlaunagripir voru útskornir af Ragnhildi Magnúsdót tur í Gígjarhólskoti og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur Berjanesi. Í lokin voru boðin upp þrjú lömb sem voru gefin til að standa undir kostnaði og einnig einn forystuhrútur. Björk frá Selsundi kom með rokkinn og leyfði gestum að spreyta sig á spunalistinni. /Einar Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hélt dag sauðkindarinnar á Hvolsvelli: Litfegursta lambið var móhöttótt, flekkótt gimbur frá Skíðbakka Guðbjörg og Rútur Skíðbakka með litfegurstu gimbrina. Myndir / Einar Magnússon Björk Rúnarsdóttir Selsundi komin með aðstoðarmanneskju á rokkinn. Með efstu veturgömlu hrútana. Ísleifur í Kálf- holti, Vignir Hemlu og Jón í Austvaðsholti. Með efstu gimbrar. Sara Álfhólum, Ásdís Hlíðar-endakoti og Jens í Teigi. Ólafur Tómasson Skarðshlíð, Erlendur Ingvarsson og Sigríður Skarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.