Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 1
21. tölublað 2013 Fimmtudagur 31. október Blað nr. 406 19. árg. Upplag 31.000 á haustin. Þá koma menn gjarnan saman, slá upp hátíð, gera sér glaðan dag og halda sýningar þar sem fé sem þykir skara fram úr í gæðum fær sína dóma. Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hélt þannig Dag sauðkindarinnar hátíðlegan hinn 19. október síðastliðinn. Auðvitað fékk unga fólkið að fylgjast með og hér er Viðar Steinarsson á Kaldbak með Viðar Frey í fanginu sem er þokkalega stoltur og með verðlaunum í hendi fyrir efsta lambhrútinn. – Sjá nánar bls. 7 Mynd / Einar Magnússon Íslenski sveppamassinn bannaður í lífrænni ræktun: Að óbreyttu leggst lífrænt vottuð grænmetisframleiðsla af – framleiðendur í lífrænum búskap telja óraunhæft að hægt sé að mæta kröfum Vottunarstofunnar Túns um slíka ræktun Frá því var greint í Bændablaðinu hinn 3. október síðastliðinn að notkun sveppamassa sem áburðargjafa í lífrænt vottuðum landbúnaði væri á undanþágu til næsta ræktunartímabils. Þórður Halldórsson, Akri í Laugarási, er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap. Hann segir óraunhæft fyrir bændur sem framleiða lífrænt vottað grænmeti, ávexti og krydd að mæta þessum kröfum. Gunnar Gunnarsson frá Vottunar- stofunni Túni sagði í blaðinu 3. október síðastliðinn að notast væri við ákvæði sem heimiluðu undanþágur á meðan lífræn búfjárrækt væri að byggjast upp í einstökum löndum. Nú væri hins vegar komið að því að framleiðendur kæmu sínum málum í lag. Jarðvegur Flúðasveppanna Sveppamassinn, stundum kallaður rotmassi, er sá jarðvegur sem Flúðasveppir spretta úr. Í sveppamassa er meðal annars notaður hænsnaskítur úr hefðbundinni hænsnarækt og það er ástæða bannsins. Rótin að umfjöllun Bænda blaðsins um þetta mál er grein sem birtist í blaðinu 4. júlí síðastliðinn, með fyrirsögninni Sveppamassi bannaður frá og með 1. júlí 2013. Hana skrifaði Christina Stadler, kennari við Landbúnaðar- háskóla Íslands. Í greininni var greint frá niðurstöðum verkefnis sem Christina Stadler stýrði, en tilgangur þess var einmitt að kanna hvaða áburður gæti komið í staðinn fyrir sveppa- massann í lífrænni ræktun. Þar kemur fram að það sé lítil sem engin lífræn ræktun hænsnfugla og því falli lítið til af vottuðum slíkum skít – sem gæti hentað í lífrænt vottaðan eða viðurkenndan sveppamassa. Niðurstaða verkefnisins er að molta úr búfjáráburði er talin vera jafngóð sveppamassanum og fiskimjöl enn betra. Aðgengi ekki fyrir hendi Þórður segir að félagið hafi ekki tekið formlega afstöðu til ákvörðunar Túns. Það sé hins vegar ljóst að aðgengi að nothæfum áburði, í svipuðum gæðaflokki, sé ekki fyrir hendi. Frekar er rætt við Þórð um málið á blaðsíðu 2. /smh Hollenskt fjárfestingarfyrir- tæki, EsBro, hefur hug á því að byggja stórt gróðurhús í nágrenni Grindavíkur og rækta þar tómata til útflutnings. Ef verkefnið verður að veruleika yrði um 15 hektara gróðurhús að ræða. Magnús Ágústsson, garðræktarráðunaut- ur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, telur litlar líkur á að verkefni af þessu tagi geti borið sig. Allt að 6,5 milljarða dæmi Að því er fram kom á kynningar- fundi í Grindavík fyrr í mánuðinum verður kostnaður við uppbygginguna á bilinu 5 til 6,5 milljarðar króna og myndu um 125 ný störf skapast ef af yrði. Þá kom einnig fram að búið væri að semja við birgja í Bretlandi um smásölu á tómötunum. Fyrir tveimur árum síðan var undir- ritaður samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Geogreenhouse ehf. um uppbyggingu á stóru ylræktar- veri til tómataframleiðslu í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Um mjög áþekkt verkefni var að ræða og það sem EsBro hefur nú kynnt. Enn hefur hins vegar ekki orðið neitt úr þeim framkvæmdum. Vekur margar spurningar „Þetta kemur mér nú spánskt fyrir sjónir, ég verð að segja eins og er," segir Magnús Ágústsson „Rekstur fyrirtækja af þessu tagi í Hollandi gengur nú ekki allt of vel. Þó að horft sé til ódýrari orku hér á landi þarf umtalsvert meiri lýsingu en úti í Hollandi til að ná sama árangri. Hér á landi er algengast að verið sé að nota 220 vött á fermetra en þessir aðilar eru að tala um að nota 80 til 100 vött á fermetra. Með því væru þeir búnir að búa til svipaðar aðstæður og eru úti í Hollandi, en án lýsingar.“ Magnús segir að fleiri atriði veki spurningar. „Þarna er sagt að um lífræna ræktun verði að ræða. Ef svo er má ekki nota tilbúinn áburð og ég velti fyrir mér hvar þeir ætli að nálgast lífrænan áburð. Samkvæmt reglum hér má heldur ekki rækta lífræna tómata nema í jarðvegi hér á landi. Það má sem sagt ekki rækta í fötum eða pokum. Hvar er sá jarðvegur sem til þarf þarna í Grindavík? Í ofanálag er tveggja ára aðlögunartími að líf- rænni ræktun hér á landi en á það hefur ekki verið minnst.“ Skýjaborgir Magnús segist telja að þarna séu menn að reisa skýjaborgir. „Mér finnst verst ef Grindvíkingar verða plataðir inn í þetta. Það verð sem tíðkast á tómötum úti er þannig að ég sé ekki að þetta geti gengið.“ /fr Risatómataver í Grindavík talið vera skýjaborgir – margt vanhugsað í dæminu segir garðræktarráðunautur hjá RML 16 Yngsti kúabóndinn ræsti nýja ostalínu MS á Akureyri 26 Óveðurspeysa Aðalheiðar Láru Guðmundsdóttur heitir Kafla 34 Nautgriparæktin á tímamótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.