Bændablaðið - 28.11.2013, Page 8

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 20138 Fréttir Saga Travel hlaut nýsköpunar- verðlaun sem afhent voru á á dögunum og er þetta í tíunda sinn sem Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin. Saga Travel er alhliða ferða- skipuleggjandi og ferðaskrifstofa sem lagt hefur metnað sinn í vöruþróun í samvinnu við fjölda fyrirtækja í landinu öllu og heimafólk á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur skapað sér verðugan sess í íslenskri ferða- þjónustu norðan heiða með því að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu og nýjar ferðavörur á öllum tímum ársins og jafnvel á öllum tímum sólarhringsins. Afar mikilvægt er að huga að vöruþróun í þeirri ört vaxandi atvinnu- grein sem ferðaþjónusta á Íslandi er í dag með það fyrir augum að nýta betur innviði og auka framlegð í greininni. Fyrirtækið Saga Travel hefur skapað sér verðugan sess í íslenskri ferðaþjónustu og hefur sannarlega verið vítamínsprauta í vöruþróun ferðaþjónustu á Norður landi, segir í fréttatilkynningu frá SAF. Saga Travel fékk nýsköpunarverðlaun Samþykkt hefur verið að ráðast í nauðsynlegar steypuviðgerðir á Skrapatungurétt til að bjarga henni frá yfirvofandi skemmdum. Er það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Það eru Blönduósbær og sveitarfélagið Skagabyggð sem ætla að hafa sam- vinnu um verkið. Sagt er frá þessu á Húnahorninu. Jafnframt ætlar bæjarstjórn Blönduóss, í samvinnu við Skaga- byggð, að gera úttekt og kostnaðar- áætlun um aðrar nauðsynlegar viðgerðir á réttinni og verður gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar Blönduósbæjar fyrir árið 2014. Skrapatungurétt var byggð árið 1957 að frumkvæði tveggja sveitarfélaga, Engihlíðarhrepps og Vindhælishrepps. Við sameiningu Blönduóss og Engihlíðarhrepps annars vegar og Vindhælishrepps og Skagahrepps hins vegar er réttin í umsjón þessara sameinuðu sveitar- félaga og upprekstrafélaga þeirra, en þau nýta réttina sem skilarétt, bæði fyrir sauðfé og hross. Í mörg ár hefur Skrapatungurétt verið landsfræg sem stóðrétt í tengslum við ævintýrasmalamennsku á Laxárdal og er því ánægjulegt að sjá fyrir endann á þessari nauðsyn- legu viðgerð. Tinna borgar lífgjöfina Þegar fé á Krossnesi í Árneshreppi á Ströndum var tekið inn á gjöf og til rúnings og smalað saman af heimalandi og eyðibýlinu Felli á laugardag kom um mánaðargamalt lamb með fénu úr Fellsdalnum. Móðurinni, sem heitir Tinna, var sleppt út í vor sem geldri á jafnt og hrútum, sem oftast er gert til að fá pláss vegna sauðburðarins. Svo hefur hún komist í hrút fljótt eftir það og kemur nú heim með þetta vænlegasta hrútlamb. Tinna hefur verið gjöful ær gegn- um árin, en hún er nú á tíunda vetri. Úlfar Eyjólfsson bóndi á Krossnesi segir að ekkert hafi verið tekið eftir því að Tinna hafi verið sverari um sig en aðrar ær um sláturtíð. Henni hafi verið gefið líf vegna þess hvað hún hafi verið frjósöm alla sína tíð, jafnan verið þrílembd og tvílembd. „Núna kom hún með þetta hrútlamb. Hvort hún hefur átt fleiri veit enginn og ekki hægt að segja til um, en þessi ær hefur alltaf verið svolítið sérstök,“ segir Úlfar. Vetrararlamb eða jafnvel jólalamb má því kalla þetta hrútlamb undan henni Tinnu á Krossnesi. /Jón Guðbjörn Guðjónsson Verklagsreglur BÍ um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar birtar: Ein umsókn barst um stuðning til söfnunar ullar Hinn 23. nóvember 2012 staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra verklags- reglur Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullar- nýtingar. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum sama dag. Mánudaginn 30. september 2013 var auglýst eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar á vef Bændasamtakanna, bondi.is og síðan í Bændablaðinu 3. október 2013. Umsóknarfrestur rann út hinn 17. október og þegar þetta er skrifað hafði aðeins borist ein umsókn. Sá umsækjandi, ÍSTEX hf., er reiðubúinn að uppfylla öll skilyrði samkvæmt 3. og 4. gr. verklagsreglnanna. Um fyrirkomulag um greiðslur til bænda segir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. verklagsreglnanna að fjármunum til ullarnýtingar skuli ráðstafað þannig að að minnsta kosti 84% skulu greiðast til bænda og skal fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember–31. október samkvæmt verðskrá sem Bændasamtök Íslands útbúa. Stjórn Bændasamtaka Íslands fjallaði fimmtudaginn 17. október síðastliðinn um svofellda tillögu að verðskrá og fyrirkomulagi vegna greiðslna til bænda, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. verklagsreglnanna. Fjárhæðir eru áætlaðar og birtar með fyrirvara um breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Meðfylgjandi töflur voru birtar með annarri frétt um málið í Bænda- blaðinu 17. október. Þar slæddust inn inn röng ártöl um greiðsludaga innvigtunar mánaðanna sem að sjálfsögðu eiga að miða við næsta ár 2014. Þá hefur dagsetningu greiðsludags í nóvember 2014 verið breitt frá því sem áður var birt. Um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar gilda áður nefndar verklagsreglur Bændasamtaka Íslands nr. 993/2012. Verklags- reglurnar eru aðgengilegar á bondi. is og á vef Stjórnartíðinda. Nánari upplýsingar veitir félagssvið Bændasamtaka Íslands. Almanak Háskóla Íslands 2014 H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Almanak Þjóðvinafélagsins 2014 ALMANAKHins íslenskaþjóðvinafélags 2014 Árbók Íslands 2012 140. árgangur ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 2014 - ÁRBÓK 2012 Komin í helstu bókaverslanir um land allt. Bærinn Krossnes í Árneshreppi. Ærin Tinna númer 1311 með hrút- lambið í fjárhúsunum á Krossnesi. Myndir / Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík Sævar Freyr Sigurðsson, stofnandi Saga Travel, með Ragnheiði Elínu Árnadóttur ferðamálaráðherra sem afhenti verðlaunin og Árni Gunnarssyni, formanni SAF. Farið í viðgerðir á Skrapatungurétt Nýir leigutakar með Laxá í Refasveit Nýir leigutakar hafa tekið við Laxá á Refasveit, en það eru þeir Atli Þór Gunnarsson á Mánaskál, Benedikt Sigfús Þórisson í Skrapatungu og Sindri Páll Bjarnason á Neðri- Mýrum. Skipulagi veiði í ánni verður breytt á næsta tímabili og selt verður sér í Norðurá. Á næsta tímabili verður heimilt að halda eftir einum laxi á hverja stöng daglega en eftir það má veiða og sleppa að vild. Þá verður mælst til að veiðimenn sleppi hrygnum lengri en 70 cm. Eru þetta aðgerðir til að byggja upp stofn árinnar enn frekar. Veiðileyfi í Norðurá verða seld sér en ekki með veiðileyfum í Laxá eins og verið hefur og er það gert til að reyna að auka veiði í Norðurá. Veiðimenn hafa lítið reynt fyrir sér í ánni fram að þessu. Urriði er staðbundinn í ánni og að auki hefur laxi verið sleppt í ána. Sleppa skal öllum laxi veiddum í Norðurá en taka má allan urriða. Veiði í Laxá á síðasta ári var góð, 475 laxar í heildina. Meðalveiði Laxár síðastliðin fimm ár var 320 laxar á tvær til þrjár stangir. Sala veiðileyfa er hafin og er hægt að panta veiðileyfi á síðunni www. refasveit.is. Verðskrá fyrir ull* Nr Gæðaflokkur Áætlað verð Stuðlar 10 H- Lamb 582 1,25 11 H-1 Flokkur 558 1,20 12 H-2 Flokkur 489 1,05 13 H-2 Lamb (lítið gölluð) 558 1,20 14 M-Svart 512 1,10 15 M-Grátt 512 1,10 16 M-Mórautt 512 1,10 22 M-2 Flokkur 140 0,30 23 M-3 Flokkur 24 Úrkast 26 Greitt f. Flokkun Nóvember - desember 1. febrúar 2014 Janúar 1. mars 2014 Febrúar 1. apríl 2014 Mars 1. maí 2014 Apríl 1. júní 2014 Maí - júlí 1. september 2014 Ágúst - september 20. nóvember 2014

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.