Bændablaðið - 28.11.2013, Síða 23

Bændablaðið - 28.11.2013, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 CLAAS Arion 550 comfort FR U M - w w w .f ru m .is Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri VERKIN TALA 165 hestafla 4 cyl. mótor án Ad-Blue búnaðar Verð: kr. 12.600.000+vsk Gengi € kr. 162 Vélin er mjög vel búin og má þar nefna fjögurra hraða aflúrtak, rafmagns stjórnun á vökvaspólum/ ámoksturstækjum í arm hvílu (electropilot) alfjaðrandi stórglæsilegt stýrishús sem hannað er í samvinnu við bændur, 10 vinnuljós, loftkæling, vökvaskotkrókur, vökvavendigír, vökvaskiptur gírkassi 4x6, öryggisbelti í báðum sætum, útvarp/Mp3, afturrúðuþurrka, nestisbox, drykkjarkælir o.m.fl. Dekk: 600/65R38 480/65R28 Continental Til viðbótar fylgir veglegur aukahlutapakki til áramóta að andvirði 750.000 kr. Hann inniheldur fjaðrandi framhás- ingu, upphitaða afturrúðu og hliðarspegla og eitt albesta Grammer ökumannssæti sem fáanlegt er. Ps. Trima + 4.1 með sveiflu- jöfnun, þriðja sviði, vökva- skóflu lás og 2,2 m skóflu ásett á traktorinn kosta kr. 1.750.000+vsk. Fallegt 178 fm einsbýlishús á góðum stað á Patreks- firði til sölu. Þrjú svefnherbergi, rúmgóður bílskúr, laust við kaupsamning. Lýsing eignar og myndir á vefsíðu http://www.as.is/soluskra/eign/283677. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Eiríki Svani Sigfússyni löggiltum fasteignasala í síma 862-3377. GOTT TÆKIFÆRI - TILBOÐ ÓSKAST Bændablaðið Kemur næst út 12. desember KAUPI BER Vantar krækiber Íslensk hollusta ehf islenskhollusta@islenskhollusta.is - sími 864-4755 Plastgluggar eru framtíðin Nú er hægt að fá ódýra og viðhaldsfría plastglugga sem líta út eins og hefðbundnir timburgluggar. „Ég mæli hiklaust með þessu við aðra bændur,“ segir bóndinn í Efstadal. „Þetta er besta lausnin sem ég rakst á í öllum mínum framkvæmdum og það sem í raun kom mér mest ánægjulega á óvart,“ segir Snæbjörn Sigurðsson, bóndi á bænum Efstadal á Suðurlandi. „Ég gerði fjárhags- og byggingaráætlun fyrir allan pakkann og þetta var það sem kom best út að mínu mati.“ Snæbjörn er kúa- og ferðaþjónustubóndi með umfangsmikinn rekstur sem felur m.a. í sér veitingastað, ísbúð, fjós og sýningarfjós. Í kringum síðustu áramót lagðist hann í viðamiklar framkvæmdir og skipti meðal annars um alla glugga hjá sér, um 80 talsins, í íbúðarhúsi, fjósum o.fl. Eftir að hafa kynnt sér þær lausnir sem voru í boði ákvað hann að leita til Glerborgar. „Ég sá að þarna myndi ég gera bestu kaupin og fá vandaða vöru á góðu verði. Nú er komin dálítil reynsla á þetta og ég sé svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Snæbjörn. Henta vel í gripahús Glerborg býður upp á plastglugga sem eru hagkvæmir af ýmsum ástæðum. Á veitinga- staðinn valdi Snæbjörn hvíta PVC glugga úr 120 mm prófíl með galvaniseruðum stál- kjarna en einn helsti kosturinn við þá er að þeir líta út eins og hefðbundnir timbur- gluggar. Í fjósin keypti hann glugga úr 70 mm prófíl og hann finnur mikinn mun eftir að hann skipti út þeim gömlu. Þessir opnast inn á við að ofan og er læsingin efst á faginu svo engin hætta er á að gripirnir nagi húnana. „Timbrið verður oft svo ljótt ef dýrin ná til þess svo það er engin spurning að þessir gluggar henta einstaklega vel í gripahús. Svo vill maður auðvitað hafa öndun í fjósinu sem mesta og með svona glugga þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þeir fjúki upp,“ segir Snæbjörn, en þetta þýðir að hægt er að hafa gluggana opna í hvernig veðri sem er. „Þeir þétta líka vel og eru einangrandi.“ Ódýrt og viðhaldsfrítt Snæbjörn segir plastgluggana afar hag- kvæma, þeir séu ódýrari en hefðbundnir timburgluggar og eigi auk þess að endast vel þar sem plastið veiti góða vörn. „Þetta er líka viðhaldsfrí vara og það munar heldur betur um það, ekki síst þegar maður er með svona stór og mikil hús. Hefðbundna glugga þarf reglulega að mála og það vill nú dragast hjá mönnum að sinna slíku. Þess vegna er auðvitað frábært að þurfa ekki að standa í viðhaldi,“ segir hann. Snæbjörn hyggur jafnvel á enn meiri fram- kvæmdir og segir að þá muni hann leita aftur til Glerborgar. „Ef ég væri t.d. að fara út í endurbætur á hesthúsinu myndi ég kaupa þessar vörur aftur og ég mæli hiklaust með þeim við aðra bændur. Þetta kemur mjög snyrtilega út, það var einfalt og gott að setja gluggana í og öll umgengni við þá er mjög þægileg,“ segir hann að lokum. Einn helsti kosturinn við plast- gluggana er að þeir líta út eins og hefðbundnir timburgluggar. Snæbjörn lét skipta um 80 glugga hjá sér svo það var umfangsmikinn rekstur. Hann kaus að skipta við Gler- borg eftir að hafa kynnt sér þær lausnir sem í boði voru. Gluggarnir sem opnast inn á við að ofan hafa læsingu efst á faginu svo dýrin nái ekki til þeirra. Þeir henta því afar vel í gripahús. „Þetta er besta lausnin sem ég rakst á í öllum mínum framkvæmdum.“ „Það er engin spurning að þessir gluggar henta einstaklega vel í gripa- hús.“ „Þetta er líka viðhaldsfrí vara og það munar heldur betur um það.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.