Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 24

Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Finnbogi Geirsson forstjóri stofnaði fyrirtækið Stjörnublikk í Vesturvörinni í Kópavogi árið 1990. Fyrirtækið byrjaði smátt en hefur stækkað jafnt og þétt og flutt nokkrum sinnum í stærra húsnæði. Nú er það á Smiðjuvegi 2 og er eitt öflugasta fyrirtæki á sínu sviði á landinu. Finnbogi segir að þegar hann stofnaði fyrirtækið hafi hann verið í 90 fermetra húsnæði í Vesturvörinni í Kópavogi með einn strák sér til aðstoðar. „Í byrjun var þetta hrein blikksmiðja og nær öll verkefni fengust á tilboðsmarkaði. Síðan hefur fyrirtækið stækkað og Magnús bróðir minn kom inn í það nokkrum árum seinna. Úr Vesturvörinni fluttum við í 150 fermetra húsnæði að Smiðjuvegi 1. Þaðan fórum við á Smiðjuveg 11 í 200 fermetra húsnæði. Árið 1994 komum við svo hér á Smiðjuveg 2 í 400 fermetra húsnæði. Hér hefur fyrirtækið stækkað mjög mikið og í dag eigum við 7.200 fermetra í þessari húsasamstæðu og eins í húsum hér í kring. Af þessu húsnæði leigjum við út frá okkur nærri 3.000 fermetra. Lengi vel komu 95% tekna okkar af verktakastarfsemi. Fyrir nokkrum árum ákváðum við að reyna að breyta þessu þannig að verktakastarfsemin hefði ekki svona mikið vægi í restrinum. Hef ég því unnið að því að að stækka framleiðslu- og söluþáttinn í starfseminni. Nú koma um 60% af tekjunum úr verktakastarfsemi og um 40% af vörusölu.“ -Þið eruð þá væntanlega með eitthvað af erlendum umboðum? „Já, við erum með fjölmörg umboð og flytjum inn frá flestum löndum Evrópu. Þar erum við að flytja inn stál og ál, vatns kassa, steypustyrktarmottur, steypustyrktar- járn og ýmsar vörur sem við liggjum með á lager. Einnig framleiðum við bárujárn, klæðningar og fleira.“ Upprunnir á Steinum undir Eyjafjöllum Bræðurnir í Stjörnublikki hafa alla tíð unnið mikið fyrir bændur landsins, enda sjálfir fæddir og uppaldir í sveit, á bænum Steinum undir Eyjafjöllum. Auk fyrirtækisins eiga þeir nú jörðina Fornusanda sem þeir keyptu árið 1995, þar sem rekin er hrossarækt og fjárbúskapur. Margir af starfsmönnum þeirra eru líka úr sveit. Mikil uppbygging fyrirtækja í blikk- og annarri málmsmíði er þekkt á uppgangstímum í gegnum tíðina. Oftar en ekki hafa menn þá reist sér hurðarás um öxl og fyrirtækin fallið með tilheyrandi gjaldþrotum. Það lá því beinast að spyrja Finnboga af hverju sömu lögmál giltu ekki um Stjörnublikk. „Við höfum verið mjög heppnir. Við höfum byggt þetta rólega upp og haft þá stöðu að geta stækkað inni í þessu húsi, sem hefur verið mikið hagræði. Eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið höfum við keypt meira af þessari húsasamstæðu. Við byrjuðum hér í 400 fermetrum og höfum síðan smám saman bætt við okkur.“ Gott uppeldi í sveitinni skilaði sér Finnbogi segir að uppeldið í sveitinni hafi komið sér vel. Þar hafi menn lært að vinna og haga fjármálum af skynsemi. Þar hafi hann lært mikið af föður sínum Geir Tryggvasyni sem sá m.a. um að safna ull af bæjunum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu fyrir Álafossverksmiðjuna og einnig var hann í fjárflutningum í sláturhús fyrir bændur á haustin. Oftar en ekki var Finnbogi með honum og kynntist þá bændum á fjölmörgum bæjum og þekkir því vel til. „Ég lærði mikið af honum. Svo flutti ég í bæinn 19 ára gamall og fór þá að læra blikksmíði. Fyrirtækið stofnaði ég svo um leið og ég fékk meistarabréfið 1990. Reynslan úr sveitinni kenndi manni að fara varlega og ég hef því ekki tekið í þátt í áhættusæknum verkefnum. Stjörnublikk er því eitt af fáum fyrirtækjum sem ekki hafa þurft á aðstoð að halda eftir hrun og eftir það höfum farið í mjög miklar fjárfestingar og að mestu leyti fyrir eigið fé. Ég var reyndar handviss um að illa færi fyrir hrun. Ég var búinn að sjá að á þeim tíma voru menn að kaupa fyrirtæki og fasteignir á óraunhæfu verði sem útilokað var að menn gætu nokkurn tíma staðið undir. Þessi bóla hlaut því að springa og gat ekki farið öðruvísi, þó að ég vissi ekki á þeim tíma að menn voru líka búnir að ræna bankana innan frá. Staðan í dag er þannig að ég tel að það sé ekki búið að afskrifa nóg hjá fyrirtækjum til að þetta geti staðist. Starfshættir bankanna hafa líka mjög lítið breyst frá því fyrir hrun.“ Finnbogi segist ekki skilja af hverju hlutafélagalögin hafi ekki Fyrirtækinu Stjörnublikki á Smiðjuveginum í Kópavogi vex stöðugt fiskur um hrygg: Eigendurnir komu úr sveitinni og hafa unnið mikið fyrir íslenska bændur – Nú starfa um 60 manns hjá félaginu og öll starfsemin er rekin á eigin fé fyrirtækisins Myndir/HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.