Bændablaðið - 28.11.2013, Page 50

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Utan úr heimi Dagana 12. til 16. nóvember fór fram þýska stórsýningin Agritechnica, en hún er sérhæfð sýning fyrir vélar og tæknibúnað í landbúnaði og er haldin annað hvert ár. Agritechnica, sem haldin er í Hannover í Þýskalandi, er stærsta landbúnaðarsýning í heimi sem er haldin innandyra og er sýningarsvæðið 41 hektari að stærð enda ekki vanþörf á þar sem í ár tóku 2.898 sýnendur frá 47 löndum þátt og er það nýtt met. 450 þúsund gestir Nýtt met var einnig sett í fjölda gesta, en 450 þúsund gestir komu á þessa stórsýningu sem er 40 þúsund fleiri gestir en mættu á sýninguna árið 2011. Af þessum gríðarlega mikla fjölda voru erlendir gestir 112 þúsund og þar af voru um 100 Íslendingar á svæðinu enda stóðu nokkur íslensk vélafyrirtæki fyrir hópferðum á sýninguna í ár. 400 nýjungar kynntar Agritechnica er drifkraftur frumkvöðlastarfs í landbúnaðar- tækni sem kemur fram í öllum þeim nýjungum sem fyrirtæki heimsins leggja áherslu á að kynna á sýningunni. Til þess að geta sagt að um nýjung sé að ræða má viðkomandi tæki eða tæknilega lausn ekki hafa verið kynnt opinberlega áður og þurfa fyrirtækin að leggja fram ýtarleg gögn til sérstakrar dómnefndar. Dómnefndin metur svo hvort um tæknibyltingu sé að ræða og þá fær viðkomandi nýjung gullverðlaun. Sé um verulega endurhönnun eða aðlögun að tækni annars staðar frá að ræða fær nýjungin silfurverðlaun og bronsverðlaun eru veitt nýjungum sem byggja á breyttum tæknilegum útfærslum. Í ár voru kynntar alls 400 nýjungar sem hlutu verðlaun og þar af fjórar nýjungar sem hlutu gullverðlaunin. Dráttarvélahermir Claas Þýska vélafyrirtækið Claas var með sjö nýjungar á sýningunni og þar af fékk fyrirtækið gullverðlaun fyrir eina en þar er um að ræða tölvuforrit sem kaupendur Claas dráttarvéla og þreskivéla geta nálgast á netinu og æft sig í notkun vélanna á heimilistölvunni sinni. Allar nýjar vélar í dag eru búnar afar flóknum tölvubúnaði og því er þessi dráttarvélahermir einstakt hjálpartæki og Claas afar vel að þessum verðlaunum komið. Tvinnskotbómulyftari Meðal gullverðlaunahafa í ár var einnig skotbómulyftari sem gengur bæði fyrir rafmagni og hráolíu og mætti því kalla tvinnskotbómulyftara. Það var vélaframleiðandinn Merlo sem kynnti þessa tæknibyltingu en skotbómulyftarinn nýtist sérlega vel þar sem loftræsting er lítil og því upplagt að vera með tæki sem mengar ekki með útblæstri. Lofthreinsibúnaður flokkar kartöflur Vélaframleiðandinn Grimme fékk einnig gullverðlaun fyrir byltingarkennda nýjung sína við grjóthreinsun við upptöku á kartöflum. Vél þessi, sem kallast einfaldlega SV-260, er búin sérstökum búnaði sem heitir AirSep sem gerir það að verkum að vélin getur flokkað kartöflur frá jarðvegi, grjóti og öðrum óhreinindum með því að lofti er blásið upp undir færiband sem flytur kartöflurnar. Þessi nýji búnaður þykir sérlega heppilegur þar sem mikið er af grjóti í landi og sparar handavinnu við flokkun. Nákvæm áburðardreifing Síðasta fyrirtækið í röðinni sem hlaut gullverðlaun var Rauch, sem framleiðir áburðardreifara m.a. fyrir Kuhn. Dreifarinn Axmat er Véla- og tæknisýningin Agritechnica 2013 í Hannover í Þýskalandi: Nýtt met var sett í fjölda gesta Á sýningarsvæði John Deere. Margt var um manninn á sýningunni eins og sjá má. Á svona stórri landbúnaðarsýningu má búast við því að mörg tæki og tól henti alls ekki fyrir hérlendar aðstæður og þó svo að margt henti klárlega er óvíst að þessi vél hér henti við íslenskar aðstæður. Hinir heimsfrægu Peterson Farm Brothers komu fram og vöktu verðskuldaða athygli.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.