Læknablaðið - 01.09.1964, Page 32
106
LÆKNABLAÐIÐ
Fyrri þáttur.
1. Augnspennumæling.
ÁríSandi er að nola staðlaðan
augnspennumæli, því að annars
er ekki tiægt að bera saman eig-
in mælingar og annarra.
Spennumæling er einföld rann-
sókn, sem auðvelt er að fram-
kvæma. Ættu sem flestir hér-
aðslæknar að eiga augnspennu-
mæli, og mætti augnspennu-
mæling hjá rosknu fólki gjarna
vera einn liður í heilsugæzlu-
starfi þeirra.
Sýni mæling grunsamlega
spennuhækkun, þarf að endur-
taka mælinguna a.m.k. þrisvar
sinnum, l)æði að morgni og síð-
ari hluta dags. Ganga þarf úr
skugga um, að sjúklingurinn
stríkki ekki ytri augnvöðva eða
herpi augnalok saman, þegar
mælingin er framkvæmd, því að
slíkt getur sýnt of tiáa spennu
i auganu. Mcð því að skýra út
fyrir sjúklingunum, að enginn
sársauki sé samfara spennumæl-
ingunni, slaka þeir venjulega á
ytri augnvöðvum, og mælingin
verður auðveld.
Ef áslæða er til, er þan (rigi-
ditet) augans prófað með því
að nota 10 gr lóðið á mælinum
og bera aflesturinn saman við
5.5 gr aflesturinn.
2. Sjónskerpa. Beina sjón-
in eða sjónskerpan er ákveð-
in með Snellens-sjónprófs-
löflum. Eins og að framan get-
ur, gefur sjónskerpan enga hug-
mynd um, hvort um gláku á
byrjunarstigi sé að ræða.
3. Augnbotnarannsókn.
Við gláku á byrjunarstigi
sjást oftast engar breyting-
ar á augnbolnum, en þegar
spennuaukning hefur staðið til
lengdar, koma fram breytingar,
sem auðvelt er að greina. Eru
það rýrnunareinkenni á sjón-
taugardoppunni. Verður hún
nábleik eða hvítleit, íhvolf (ex-
eavatio), svo sem einkennandi
er fyrir glákoma. Sigg (scle-
rosis) sést í slagæðaveggjum
sjóntaugardoppunnar og ná-
grenni hennar. Þegar gláka er
komin á það stig, að sjúklegar
breytingar sjást í augnbotnum,
er sjónsvið vanalega farið að
skerðast og varanleg skemmd
komin i augað.
Síðari þáttur.
4. Sjónsviðsmæling. Við
greiningu á gláku á hyrj-
unarstigi er áríðandi að kanna
miðlæga sjónsviðið mjög ræki-
tega, því að oft getur verið erfitt
að fá fram fyrstu sjúklegu
breytingarnar. Oft þarf að end-
urtaka mælinguna. Nauðsvnlegt
er að merkja sjónsviðsskerðing-
una inn á til þess gerð evðublöð
vegna siðari samanburðar.
Sjónsviðið segir mest til um
starfshæfni sjóntaugarinnar.
5. F rárennslismæling.
Ýmsar aðferðir hafa verið
notaðar til að mæla frárennsl-
ishæfni augans. Gömul aðferð,