Læknablaðið - 01.09.1964, Side 37
LÆKN ABLAÐIÐ
111
um mánuðum síðar og var þá
með spennuna 3/5.5 og var þá
með greinilega frárennslishindr-
un.
1. línurit.
Normal augnspenna meðal Islend-
inga 50 ára og eldri.
1. og 2. línurit leiða í ljós, að
langflestir eru með spennuna
14.6 og 17.3 mm Ilg. (5/5.5 og
6/5.5), eða um 77% allra. Inn-
an við einn af hundraði (um
0.7%) eru með spennuna 3.5/
5.5, þegar frá eru skildir þeir,
sem álitnir voru að liafa gláku.
Er það svipað hlutfall og Leyd-
heclcer finnur við sínar atlmg-
anir.
Sjúkleg augnspenna.
Við athuganir mínar voru,
eins og að framan getur, sjúk-
legu spennumörkin sett við
3/5.5 (24.4 mm Hg.), en þau
grunsamlegu 3.5/5.S (22.4 mm
I4g.) og það því aðeins talin
sjúkleg spenna, að um frá-
rennslishindrun og/eða skert
sjónsvið væri að ræða.
Er spennan 3.5/5.S því bæði
í normal og hækkaða spennu-
flokknum. Er liún aðeins tíðari
í hinum normala eða um
0.7%, en um 0.5% í hinum
Iiækkaða flokki. Sjúldega augn-
spennan var miðuð við augað
með Iiærri spennunni, ef hún
var ekki jöfn á báðum.
Með sjúklega augnspennu eða
gláku reyndust 31 karl og 49
konur, samtals 80 einstaklingar
(1. og 3. tafla). Eru það 4.7%
af öllum skoðuðum. Karlar eru
aðeins fleiri að tiltölu, eða 4.9%
af öllum körlum skoðuðum, en
konur um 4.6% af öllum kon-
um skoðuðum.
3. tafla sýnir, livernig sjúkl-
ingar með hækkaða augnspennu
skiptast eftir kynjum í aldurs-
flokka og augnspennustig. Ilef
ég skipað liækkaðri spennu í
þrjá flokka, eins og sjá má af
töflunni.í fyrsta flokki er spenn-
an lítið hækkuð, og eru fleslir
með glákuábyrjunarstigi í þess-
um flokki. Annarflokkur ermeð
ótvíræða hækkun á spennu, sem
nefna mætti allháa, og í þriðja
flokki er spennan mjög há.
Tíðni gláku í aldursflokkum
er sýnd á 2. línuriti, bæði kyn
saman. Fer tíðnin (1.-3. spennu-
flokkur) stighækkandi eftir ald-
ursflokkum. Er hún lægst í ald-
ursflokknum 50-59 ára, eða um
1.8%, hækkar síðan mikið í ald-
ursflokknum 60—69 ára, eða
upp í 6.4%. Aldursflokkunum
70—79 ára og 80—89 er slengt
A