Læknablaðið - 01.09.1964, Page 42
114
LÆKNABLAÐIÐ
Sjónsvið segir því miklu betur
til um ástand augans en augn-
spennan, sem sýnir aðeins, að
augað sé sjúkt og að því sé hætta
búin með of hárri spennu; að
vísu hættulegra ástand fyrir
augað, eflir þvi sem spennan
er hærri.
Yið athuganir mínar reyndust
51 með fyrsta stigs sjónsvið,
þ.e.a.s. lítt eða óskert sjónsvið,
63.8% af sjúklingum eða 3%
af öllum skoðuðum. Með ann-
ars og þriðja stigs skerðingu,
þ. e. greinilegar eyður komnar
i sjónsvið, voru 29 eða um 1.7%
af öllum skoðuðum.
11-13. sf/'g s jón s V/ðs sk erð/ngor-
I. sfig sjónsv/ðsskerð/ngan
Skerðing á sjónsviði er langtíð-
ust í elztu aldursflokkunum,
eins og línuritið ber með sér. Á
það jafnt við um karlaogkonur.
4. línurit sýnir og, hvernig gláka
án sjónsviðsskerðingar flyzt
upp í næsta aldursflokk fyrir
ofan sem gláka með sjónsviðs-
skerðingu. Til dæmis í aldurs-
flokknum 60—69 ára er tíðni
fyrsta flokks sjónsviðsskerðing-
ar meðal karla og kvenna 6.1
í þeim aldursflokki, en í aldurs-
flokknum þar fvrir ofan er tíðni
annars og þriðja stigs sjónskerð-
ingar líka 6.1. Gæti þetta bent
til, að um áratugur líði frá því,
að sjúkdómurinn hyrjar og þar
til skerðing á sjónsviði kemur
fram.
4. línurit.
Tiðni og dreifing sjónsviðs-
skerðingar.
4. línurit sýnir tíðni og dreif-
ingu sjónsviðsskerðingar í ald-
ursflokkum meðal heggjakvnja.
Þegar hækkuð augnspenna er
horin saman við sjónsviðsskerð-
ingu, kemur í Ijós (4. tafla), að
meiri hluti sjúklinga með augn-
spennu af fyrstu gráðu (31 af
36), eða um 86%, er með óskert
sjónsvið, en um 14% með skert
sjónsvið. Sjúldingar með augn-
spennu annars og þriðja stigs,
þ. e. verulega Iiækkaða augn-
spennu, voru um 45 af liundr-
aði með óskert sjónsvið, nema
stækkaðan „hlindan hlett“. Af
þessu sést, að spennuhækkunin
ein gefur ekki til kynna starfs-
hæfni augans. Auga með spennu,
sem talin er aðeins liækkuð, get-
ur verið með skert sjónsvið og
auga með mjög háa spennu get-
ur verið með óskert sjónsvið að