Læknablaðið - 01.09.1964, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ
117
ekki að sjást, enda þótt augn-
spenna sé allhá. Hefur spennu-
hækkunin þá sennilega ekki
staðið í mjög langan tíma.
Skarpa sjónin var verulega
skert hjá átta sjúklingum, sem
höfðu mesta rýrnun á sjóntaug.
Niðurstaða.
Athuganir mínar hafa leitt í
Ijós, að til þess að unnt sé að
finna gláku á byrjunarstigi og
jafnvel þótt hún sé farin að
valda skemmd á sjóntaug, er
nauðsynlegt að gei'a rækilega
leit að sjúkdómnum meðal rosk-
ins fólks. Helztu ástæður eru
þessar:
A. Sjúkdómurinn er oftast
einkennalaus, allt þar til
skemmd er komin í aug-
un, svo að fólk uggir ekki
að sér.
B. Sjúkdómurinn getur hæg-
lega farið fram hjá lækn-
um, ef ekki er sérstaklega
leitað að honum.
Að finna gláku á byrjunar-
stigi, eða áður en nokkur veru-
leg skemmd er komin í augun,
er mjög mikilvægt atriði. Með-
ferðin verður auðveldari því
fyrr sem sjúkdómurinn finnst.
Ef lítil eða engin skemmd er
komin í augun, er oftast auð-
velt að halda honum í skefjum,
jafnvel með lyfjum einum sam-
an. Sé aftur á móti varanleg
skemmd komin í augun, er oft
mjög erfitt að ráða við frekari
útbreiðslu skemmdarinnar og
skurðaðgerð ekki alllaf einhlít.
Skemmd í auga, sem orsakazt
hefur af gláku, fæst aldrei bælt.
Ef dæma mætti eftir athug-
unum mínum, er nokkurn veg-
inn unnt að áætla fjölda ein-
staklinga með leynda gláku hér
á landi.
Miðað við manntal 1. des.
1960, hefði leynd gláka meðal
fólks hér á landi á aldrinum 50
ára og eldri átt að vera:
Meðal karla, án sjónsviðsskerð-
ingar..................... 480
með sjónsviðsskerðingu 464
Meðal kvenna, án sjónsviðs-
skerðingar................ 614
með sjónsviðsskerðingu 363
Einstaklingar með leynda
gláku á byrjunarstigi yrðu ]>á
1094, en með leynda gláku
lengra komna áleiðis 827.
Einstaklingar með leynda
gláku liefðu því átt að vera
samtals 1921 hinn 1. des. 1960.
í stuttu máli.
1. Allsherjar-augnspennu-
mæling var gerð meðal 1700 Is-
lendinga, karla og kvenna, 50
ára og eldri, í þeim lilgangi að
leita að gláku (glaucoma sim-
plex), einkum á byrjunarstigi.
Ivvarðaður augnspennumælir
var nolaður við spennumæling-
arnar.
2. Normal meðal-augnspenna
í þessum hópi reyndist vera
15.88 mm Ilg. Meðal nor-
mal augnspenna fer aðeins