Læknablaðið - 01.09.1964, Page 87
LÆKN ABLAÐIÐ
153
Ólafur Jensson og Ólafur Ólafsson ■.
ELLIPTOCYTOSIS HEREDITARIA
Á ÍSLANDI
Arfgeng elliptocjTtosis ein-
kennist af ellipsulaga eða egg-
laga rauðum blóðkornum og
l'lokkast nú orðið sem sérstakur
blóðlevsandi (bæmolytiskur)
sjúkdómur.1
Á árunum 1958 til 1964 liefur
verið greind arfgeng elliptocy-
tosis hjá allmörgu fólki, sem á
ættaiTætur í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
í inngangi þessarar greinar
verður fjallað stuttlega um
þetta arfgenga ástand og síðan
gerð grein fyrir þeim efniviði,
sem safnað hefur verið. Eftir
því sem við bezt vitum, eru
þetta fyrstu tilfellin af þessu
tagi, sem greind liafa verið og
lýst er hérlendis.
Inngangur.
í læknaritum hafa nöfnin
elliptocytosis og ovalocytosis
liereditaria verið notuð um
þetta ástand, en á seinni árum
er bið fyrrnefnda langoftast not-
að og þykir lýsa rcttar megin-
einkenni blóðmvndarinnar.1
Frá því að Dresbach8 lýsti
* Meginefni greinarinnar var
uppistaða í erindi fluttu i Félagi
íslenzkra meinafræðinga 30.apr. sl.
fyrst ellipsulaga rauðum blóð-
kornum í manni árið 1901, lief-
ur elliptocytosis fundizl hjá
mörgum og ólíkum kynþáttum
um víða veröld.1 Á Norður-
löndum er fyrstu tilfellunum
lýst 1935 til 1938.4’ 5> 0 I Dan-
mörku skrifa þeir Kirkegaard
og Larsen allítarlega grein um
fimm elliptocytosisfelli 1941, og
er bluti greinar þeirra nákvæmt
yfirlit um þau tilfelli með ellip-
tocytosis, scm þeir gátu fundið
i læknaritum heimsins fram til
þess tíma, er greinin er rituð,
alls 250 tilfelli.10 Fyrstu ellip-
tocytosis-tilfellunum í Englandi
er lýst árið 1943 af Penfold og
Lipscomb.15 I grein þeirra er
sams konar yfirlit og hjá hin-
um dönsku höfundum, og nær
það til 400 tilfella af elliploc3T-
tosis.
Læknar voru lengi ekki
á einu máli um, bvort ellipto-
cytosis væri á sama hátt og arf-
geng splieroeytosis tengd liæmo-
lvsis, þ. e. styttingu á æviskeiði
rauðra blóðkorna. Þelta stafaði
af þvi, hve mikill liluti fólks
með elliptocytosis gengur með
þelta ástand dulið, án allra sjúk-
dómseinkenna. Nú orðið eru
læknar yfirleilt sammála um,