Læknablaðið - 01.04.1966, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ
73
1. mynd
Lungu 11/10 1965.
Dreifðir, frekar mjúkir, illa afmarkaðir blettir í báðum lungum. Engar
kalkanir, eitlastækkanir eða vökvi í brjóstholi.
oft að lokum yfirhöndinni, og eftir verður aðeins örvefur. Um
helmingur sjúklinga með þennan sjúkdóm mun lifa hann af.
Granuloma eosinophilicum er einkum á unglings- og fullorð-
insárunum, venjulega á einum stað í líkamanum og oftast í
heini. Auk fituríkra átfrumna ber mikið á eosintækum hvíturri
hlóðfrumum, og ber sjúkdómurinn af því nafn. Lokastigið er
bandvefsvöxtur, sem eyðir hinum frumunum, og verður aðeins
ör eftir. Sjúklingar með granuloma eosinophilicum læknast oftast.
Sjúkdómsmynd sjúklings ]jess, sem hér um ræðir, fellur
sennilega ÍJezt í flokk með Hand-Schiiller-Christian sjúkdómi. Að
vísu er ekki hægt að gera upp á milli þess sjúkdóms og granuloma
eosinophilicum, ef dæma ætti eftir vefjaathugun einni, en fjöldi
sýktu svæðanna sker þar úr. Sjúklegar breytingar í lungum hafa
oftast fundizt samfara breytingum í öðrum líffærum, en einstaka
tilfelli hafa þó verið bundin við lungun, og virðist svo vera í