Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 57

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 95 Nokkur brögð hafa verið að því, að neyðarvakt hafi verið misnotuð af heimilislæknum, en það mun í flestum tilfellum stafa af misskilningi þeirra á hlutverki þessarar þjónustu. Bréf hefur verið sent til allra heimilislækna, sem hafa yfir 500 númer í .sjúkrasamlagi, og er von um, að sá vandi sé þar með úr sögunni. Ljóst virðist, að mjög bráðlega eða jafnvei þegar í stað sé þörf á fullkominni símaupplýsingaþjónustu vegna allrar neyðarlæknisþjón- ustu í bænum, og telur vaktþjónustunefndin, að eðlilegast sé, að stefnt verði að því, að sú upplýsingaþjónusta verði tengd neyðarlæknisþjónustu Borgarspítalans, þegar flutt verður í ný húsakynni. Meira og meira ber á, að fólk leiti til skrifstofu iæknafélaganna og biðji um neyðarlækni, en hefur þá ekki einu sinni reynt að ná sambandi við eigin lækna, en fremur er sjaldgæft, að það takist ekki. Æskilegast væri því, að síma- upplýsingaþjónusta yrði kostuð og rekin, jafnvel allan sólarhringinn, af S. R., en í sem nánustu .sambandi við neyðarlæknisþjónustu Ðorgar- spítalans. Yrði þá Slysavarðstofa Reykjavíkur jafnframt endurskipu- lögð og mönnuð starfsliði, er þjónað gæti í öllum bráðum veikinda- tilfellum, en þá með Borgarspítalann allan sem bakhjarl. Skattamálanefnd. í nefndinni eiga sæti Ólafur Jónsson, Hannes Þórarinsson og Ófeigur J. Ófeig&son. Af skattamálum eru engar fréttir, en nefndin vill benda læknum á að hafa fylgiskjöl og önnur gögn handbær, þar eð vænta má nánara eftirlits með skattframtölum almennt í náinni framtíð. Skattamálanefnd hyggst vinna að því, að viðurkennt verði frá- dráttarhæft til skatt.s allt framlag í lífeyrissjóð lækna; enn fremur, að hámarksfrádráttur fyrir ólögboðinni tryggingu verði hækkaður, þannig að iðgjöld vegna væntanlegra hóptrygginga lækna fáist dregin frá að fullu. Blaða- og útvarps- Nefndina skipuðu Þórarinn Guðnason, Skúli nefnd L. R. Thoroddsen og Þorgeir Gestsson. Útvarpsþátturinn ,,Raddir lækna“, sem læknar önnuðust tvo síðastliðna vetur, féll nú niður. Þótti rétt að gera hlé á þessum flutningi um sinn, enda þótt þátturinn hafi notið mikilla vin- sælda meðal almennings. Nefndin hefur sjaldan þurft að taka til með- ferðar önnur mál. Vottorðanefnd. Vottorðanefnd hefur ræðzt við vegna tilmæla gjaldskrárnefndar L. R. um breytingar á vottorða- kafla gjaldskrár, en þar eð kaflinn var rækilega endurskoðaður í fyrra, þótti ekki ástæða til breytinga, enda höfðu ekki borizt neinar tillögur um breytingar frá læknum. Engin önnur verkefni hafa verið lögð fyrir nefndina á árinu. I nefndinni eiga sæti þeir Bjarni Konráðsson, Jón Gunnlaugsson og Haukur Kristjánsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.