Læknablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS OG
L/EKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: Ólafur Jensson.
Meðritstjórar: Karl Strand og Þorkell Jóhannesson (L.I.),
Ásmundur Brekkan og Sævar Halldórsson (L.R.)
56. ÁRG. DESEMBER 1970 6. HEFTI
ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS
ÍSLANDS FYRIR STARFSÁRIÐ
1968-1969
Inngangur Gjaldskyldir félagar L.í. 1.7.19'69 voru 281, þar af 198 í
Læknafélagi Reykjavíkur. 1. janúar 1969 voru íslenzkir
læknakandídatar samtals 465; þar af með lækningaleyfi 390, búsettir
á íslandi 269, búsettir erlendis 121. Sérfræðingar voru 166, og skiptast
þeir niður á 29 sérgreinar. Læknakandídatar án lækningaleyfis voru
samtals 75.
Stjórn og Stjóm L.í. hefur haldið 32 fundi frá því síðasta aðal-
stjórnarfundir fundi lauk, en auk þess hafa verið haldnir átta sam-
eiginlegir fundir með stjórn L.R. um þau mál, er sér-
staklega varða bæði félögin. Á síðasta aðalfundi baðst Ásmundur
Brekkan lausnar frá gjaldkerastörfum félagsins sökum annríkis. Tók
þá Helgi Valdimarsson við gjaldkerastörfum til 15. september, en þá
hvarf hann til framhaldsnáms erlendis. Við gjaldkerastörfum tók þá
Stefán Bogason, en hann var varamaður í stjórn L.í. Stefán Bogason
er einnig gjaldkeri L.R., og hefur þetta fyrirkomulag skapað mögu-
leika til þess að fá yfirsýn yfir fjárhag beggja félaganna. Hefur reynsla
af því að hafa sameiginlegan gjaldkera verið sérlega góð, og er vissu-
lega athugandi, hvort þessu fyrirkomulagi ætti ekki að halda fram-
vegis, ef þess er kostur.
Eftir að Ásmundur Brekkan hafði sagt af sér störfum og Helgi
Valdimarsson farið erlendis, var Örn Bjarnason eini varastjórnarmað-
urinn. Hefur hann ætíð sótt stjórnarfundi, þegar hann hefur átt þess