Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ
171
valdi geti stjórn L.Í., ef hún óskar, endanlega ráðið vali manna í
stjórnina, þar sem engan má kjósa, nema stjórn L.í. hafi samþykkt
hann kjörgengan og að hann sé félagsmaður í L.í. Afrit af álitsgerð
þessari fylgir með skýrslunni (fskj. 2).
Stofnun Félags Á síðasta aðalfundi var stjórn L.í. falið að athuga í
embættislækna samráði við svæðafélögin, hvort tímabært væri að
stofna Félag embættislækna. Kosin hefur verið nefnd
til að undirbúa þetta mál. í henni eru Páll Sigurðsson og Kjartan Jó-
hannsson, Nefndin mun hafa samband við formenn svæðafélaganna,
áður en ákvarðanir verða teknar.
Félög embættislækna á Norðurlöndum hafa yfirleitt haft sam-
band við borgarlæknisembættið í Reykjavík, og hefur á síðastliðnu ári
borizt boð að senda íslenzkan fulltrúa á þing embættislækna í Noregi
í september nk., og er til þess ætlazt, að hann flytji þar erindi. Hafa
verið gerðar ráðstafanir til þess, að unnt verði að þiggja þetta boð.
Einnig var tilnefndur í nefndina Örn Bjarnason.
Nefndin hefur aflað sér gagna um málið, en ekki lokið störfum.
Komið hefur fram sú hugmynd, að heppilegra muni að stofna fram-
kvæmdanefnd í tengslum við L.í. fremur en sérstakt félag. Þessi nefnd
myndi annast félagsmálaverkefni, t. d. samskipti við sérfélög embættis-
lækna í nágrannalöndum.
Aðild að í samræmi við ályktun síðasta aðalfundar hefur L.í.
Varúð á vegum tilnefnt Árna Björnsson aðalfulltrúa og Hannes
Finnbogason varafulltrúa félagsins í Varúð á veg-
um (landssamtök gegn umferðarslysum), þar sem Haukur Kristjáns-
son hefur óskað eftir því að verða leystur frá störfum, enda verið
fulltrúi þar frá stofnun Varúðar á vegum og fyrsti formaður samtak-
anna.
Skýrslur sérfræðinga til í tilefni fundarályktunar frá Læknafélagi
almennra lækna Norðausturlands hefur stjórn L.í. fram-
kvæmt nokkra könnun hjá sérfræðingum
um starfshætti þeirra, varðandi skýrslur og læknabréf, og er niður-
staða sú, að velflestir sérfræðingar hafa þann hátt á að senda skýrslur
um rannsóknir sínar. Þó eru þarna nokkrar undantekningar, sem vafa-
samt er, að unnt verði að ráða fram úr með félagslegum tilskipunum.
Hins vegar er málið auðleyst, ef læknar hætta að vísa til þeirra sér-
fræðinga, sem ekki svara með skýrslum eða bréfum. Mun þetta mál
þannig leysast af sjálfu sér. Verði hins vegar misbrestur á þessu hjá
sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, sem læknar geta ekki komizt hjá
að senda sjúklinga til, er eðlilegast að skrifa stjórn Læknafélags ís-
lands og tilkynna um slík tilfelli. Mun stjórn L.í. þá koma því á fram-
færi við hlutaðeigandi aðila og heilbrigðisyfirvöld.