Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 19

Læknablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 171 valdi geti stjórn L.Í., ef hún óskar, endanlega ráðið vali manna í stjórnina, þar sem engan má kjósa, nema stjórn L.í. hafi samþykkt hann kjörgengan og að hann sé félagsmaður í L.í. Afrit af álitsgerð þessari fylgir með skýrslunni (fskj. 2). Stofnun Félags Á síðasta aðalfundi var stjórn L.í. falið að athuga í embættislækna samráði við svæðafélögin, hvort tímabært væri að stofna Félag embættislækna. Kosin hefur verið nefnd til að undirbúa þetta mál. í henni eru Páll Sigurðsson og Kjartan Jó- hannsson, Nefndin mun hafa samband við formenn svæðafélaganna, áður en ákvarðanir verða teknar. Félög embættislækna á Norðurlöndum hafa yfirleitt haft sam- band við borgarlæknisembættið í Reykjavík, og hefur á síðastliðnu ári borizt boð að senda íslenzkan fulltrúa á þing embættislækna í Noregi í september nk., og er til þess ætlazt, að hann flytji þar erindi. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að unnt verði að þiggja þetta boð. Einnig var tilnefndur í nefndina Örn Bjarnason. Nefndin hefur aflað sér gagna um málið, en ekki lokið störfum. Komið hefur fram sú hugmynd, að heppilegra muni að stofna fram- kvæmdanefnd í tengslum við L.í. fremur en sérstakt félag. Þessi nefnd myndi annast félagsmálaverkefni, t. d. samskipti við sérfélög embættis- lækna í nágrannalöndum. Aðild að í samræmi við ályktun síðasta aðalfundar hefur L.í. Varúð á vegum tilnefnt Árna Björnsson aðalfulltrúa og Hannes Finnbogason varafulltrúa félagsins í Varúð á veg- um (landssamtök gegn umferðarslysum), þar sem Haukur Kristjáns- son hefur óskað eftir því að verða leystur frá störfum, enda verið fulltrúi þar frá stofnun Varúðar á vegum og fyrsti formaður samtak- anna. Skýrslur sérfræðinga til í tilefni fundarályktunar frá Læknafélagi almennra lækna Norðausturlands hefur stjórn L.í. fram- kvæmt nokkra könnun hjá sérfræðingum um starfshætti þeirra, varðandi skýrslur og læknabréf, og er niður- staða sú, að velflestir sérfræðingar hafa þann hátt á að senda skýrslur um rannsóknir sínar. Þó eru þarna nokkrar undantekningar, sem vafa- samt er, að unnt verði að ráða fram úr með félagslegum tilskipunum. Hins vegar er málið auðleyst, ef læknar hætta að vísa til þeirra sér- fræðinga, sem ekki svara með skýrslum eða bréfum. Mun þetta mál þannig leysast af sjálfu sér. Verði hins vegar misbrestur á þessu hjá sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, sem læknar geta ekki komizt hjá að senda sjúklinga til, er eðlilegast að skrifa stjórn Læknafélags ís- lands og tilkynna um slík tilfelli. Mun stjórn L.í. þá koma því á fram- færi við hlutaðeigandi aðila og heilbrigðisyfirvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.