Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 31

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 179 setja reglur um samstarf lækna við sjúkrahúsið á Húsavík. Páli Gísla- syni, yfirlækni á Akranesi, var falið að vera fulltrúi Læknafélags ís- lands við að semja þessar reglur. Voru reglur þessar samdar í Reykja- vík af fulltrúum stjómar sjúkrahússins, en til ráðuneytis voru Páll Gíslason og Haukur Benediktsson, skrifstofustjóri Borgarspítalans í Reykjavík. Eftir að nefnd þessi hafði samið reglurnar, fékk formaður L.f. reglurnar til lestrar og gerði á þeim smávegis breytingar, sem efnislega voru flestar teknar til greina, áður en stjórn sjúkrahússins á Húsavík fjallaði endanlega um málið. Reglugerð þessi hefur nú verið staðfest af ráðuneytinu með nokkrum breytingum. Reglugerðin fylgir með ársskýrslunni (fskj. 9 B). Eftir að reglugerð þessi hafði verið samþykkt, mælti stjórn sjúkrahússins svo fyrir, að læknar þeir, sem störfuðu við sjúkrahúsið, færu eftir reglugerðinni, en yfirlæknir sjúkrahússins taldi sér ekki fært að starfa eftir henni í öllum aðal- atriðum og áleit, að hún bryti í bága við 4. gr. sjúkrahúslaga. í maí mætti yfirlæknir Sjúkrahúss Húsavíkur á fundi með stjórn L.f. og lögfræðingi félagsins, þar sem vandamál þessi voru rædd. Kom þar fram sú skoðun lögfræðingsins, að orkað gæti tvímælis, hvort reglugerðin myndi að öllu leyti standast samkvæmt sjúkrahúslögum. Hann benti yfirlækni samt á að fara eftir reglugerðinni í einu og öllu, en hins vegar gæti hann höfðað mál fyrir dómstólum landsins til að sannreyna, hvort reglugerðin stæðist gagnvart sjúkrahúslögunum. Benti hann yfirlækni á, að stjórn sjúkrahússins kynni að segja honum upp starfi, ef hann færi ekki að þessum ráðum. Hinn 24. júní sagði stjóm sjúkrahússins á Húsavík yfirlækninum upp störfum, þar sem hún taldi, að hann hefði fyrirgert starfssamningi sínum með því að óhlýðnast löglega settri reglugerð. í júlí kom yfir- læknir sjúkrahússins á Húsavík aftur til fundar við stjórn Læknafélags íslands og samdi ýtarlega greinargerð um málið, sem hann afhenti stjórn félagsins, þar sem fram voru bornar óskir um aðgerðir af hálfu stjórnar L.f. í máli þessu. Lögfræðingur félagsins taldi, að stjómin gæti ekkert aðhafzt í máli þessu nema rannsaka það nánar og þyrfti hún að fá umsögn sjúkrahússtjómar og lækna á Húsavík um skýrslu yfirlæknisins, áður en til frekari aðgerða kæmi í málinu, en yfirlæknir sjúkrahússins synjaði um leyfi til þessara athugana. Þess vegna verður þessi skýrsla yfirlæknisins ekki birt sem fylgiskjal með ársskýrslu þessari. Nokkur blaðaskrif urðu um málið af hálfu stjómar sjúkrahússins og yfirlæknis. Að ráði lögfræðingsins ákvað stjórn L.í. að birta engar yfirlýsingar eða leiðréttingar varðandi mál þetta í blöðunum, enda þótt tilmæli frá báðum aðilum hafi komið fram um slíkar aðgerðir af hálfu stjómar L.í. Eftirfarandi skeyti barst frá stjórn sjúkrahússins á Húsavík, dags. 28.6.1969: „Skírskotum til samstarfs við félagið við undirbúning starfs- reglna lækna á sjúkrahúsinu. Óskast í briéfi skýr afstaða stjómar fé- lagsins varðandi rangmæli Daníels Daníelssonar í athugasemd við

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.