Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 41

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 189 verði öll útibúin þannig, að þau henti til að veita fyrstu læknishjálp. M'eð tiltölulega iátilli fyrirhöfn má bæta sjúkraaðstöðu þeirra, þann- ig að hún geti talizt viðunandi, en aðra æskilega eiginleika hafa þau öll nú þegar til að bera. Yrðu þá alltaf einhver þeirra tiltæk til að fara með stuttum fyrirvara til aðstoðar fiskiskipaflotanum á fjarlægum miðum, ef ástæða þætti til. 7. Að lokum vill nefndin benda á, að læknisaðstoð við fiskiskip um- hverfis Ísland eða á fjarlægum miðum, yrði mun auðveldari, ef til- tæk væri hér á landi langfleyg’, tveggja hreyfla þyrla, sem annað- hvort gæti veitt skipum sjúkrahjálp ein sér eða í samvinnu við sér- stök aðstoðarskip. Pétur Sigurðsson, formaður, Hannes Finnbogason, Pétur Sigurðsson, Gunnar I. Hafsteinsson. FYLGISKJAL 4 SAMNINGUR milli Læknafélags íslands annars vegar og dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins og sjávarútvegsmálaráðuneytisins hins vegar um laun lækna fyrir störf um borð í varðskipi í þágu síldveiðisjómanna á fjarlægum miðum. Samningur þessi miðast við lækna og læknakandídata á Landspítal- anum. 1. grein Föst mánaðarlaun skulu vera samkvæmt samningi milli Lækna- félags Reykjavíkur og Stjórnarnefndar ríkisspítalanna um laun laus- ráðinna lækna og læknakandídata miðað við 15 eyktir á viku. 2. grein Greiðslur fyrir vaktir og vinnu á vöktum verði þær sömu og viðkomandi læknir hefir haft að meðaltali undanfarna 3 mánuði hjá ríkisspítölunum. 3. grein Lækni verði séð fyrir húsnæði, fæði og flutningi sér að kostnaðar- lausu. 4. grein Vegna fjarvista og óbeinna útgjalda, er læknir verður fyrir vegna starfsins, komi greiðslur til viðbótar launum skv. 1. og 2. gr. samn- ingsins, er svara til 15 gæzluvakta á mánuði, hafi læknirinn opna stofu, ella greiðslur, er svari til 10 gæzluvakta á mánuði.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.