Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 58

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 58
194 LÆKNABLAÐIÐ 6. Samtökin hætta: Ef löglega boðað fulltrúaþing samþykkir að leggja samtökin niður, skulu eignir samtakanna renna til Rauða Kross íslands. 7. Lagabreytingar: Lögum þessum ntá aðeins breyta á fulltrúaþingi; lagabreyting- ar .skulu boðaðar með fundarboði. FYLGISKJAL 6. Til ríkisskattstjóra, hr. Sigurbjörns Þorbjörnssonar, Reykjanesbraut 6, Reykjavík. Sem svar við bréfi ríkisskattsstjóra, dags. 27.3. 1969, vill stjórn Læknafélags íslands taka fram eftirfarandi: Bifreiðaþörif læknis í starfi getur ekki miðazt eingöngu við það, hversu miklar ’heimilislækningar hann stundar. Númerafjöldi er ó- fullnægjandi mælikvarði á bifreiðaþörf heimilislækna. Sums staðar utan Reykjavíkursvæðisins, í heilum héruðum, eru stundaðar heimilis- lækningar, án þess að um nofckur númer eða númeragreiðslur sé að ræða. Sumir héraðslæknar eru á vöktum allan sólarhringinn, alla daga árs- ins, og verða fyrirvaralaust að sinna öllum sjúkdómstilfellum. Marg- ir þeirra vinna að litlu eða engu leyti eftir númerafcerfi. Starfshættir almennra lækna og sérfræðinga hafa breytzt á síðari árum og munu halda áfram að breytast á þann hátt, að hópsamvinna eykst og einnig gæzluvaktþjónusta sérfræðinga við heilbrigðisstofnan- ir og sjúkrahús. Þá fer einnig í vöxt, að sami læknir vinni á mörgum stoínunum og þurfi að ferðast á milli í vinnutíma, auk þess sem, allir sérfræðingar þurfa að sinna vitjunum að einhverju leyti. Með tilkomu gjörgæzludeilda, sem verið er að setja á stofn hér í höfuðborginni og einnig eru fyrirhugaðar utan Reykjavíkursvæðisins, eykst þörf á náinni og fyrirvaralausri samvinnu lækna um sjúkdóms- tilfelli, sem enga bið þola. Má raunar segja, að læknar, sem ekki ráða yfir tiltæku farartæki allan sólarhringinn, séu ónothæfir í slíku sam- starfi og geti eigi sinnt gæzluvöktum. Gæzluvaktþjónusta með einum eða öðrum hætti fylgir flestum störf- um sérfræðinga og annarra lækna við sjúkrahús og stofnanir, hvar sem er á landinu. Bifreið er því ómissandi tæki í störfum lækna og frá skattalegu sjónarmiði í flestum tilvikum forsenda þess, að unnt sé að afla tekna við slík störf. Þá er lögð sérstök áherzla á, að afskriftir séu að fullu viðurkenndar frádráttarbærar hjá öllum læknum, svo og bifreiðaskattur og skyldu- trygging.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.