Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 61

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 61
LÆKNABL AÐIÐ 197 Svo sem upptalning þessi ber með sér og skattskýrslur bera ef- laust vitni um, afla læknar tekna sinna í flestum tilfellum á fleiri en einum stað. Það hlýtur hverjum að vera ljóst, sem horfir raun'hæft á málin, að tekna, svo sem læknar hafa, verður ekki aflað nema með því að nýta tímann vel og eyða sem minnstum tíma í flutninga. Með því að nota bíl er hægt að komast af með minni tíma til flutninga en ella. Færu læknar á milli staða á nokkurn annan veg, gangandi, á reiðhjóli eða í strætisvögnum, færi dýrmætur tími óhjákvæmilega til spillis og Iæknar hefðu minni tíma til að afla tekna sinna, sem því myndu minnka að sama skapi. Að þessu leyti er bifreið því einnig nauðsyn- legur liður við tekjuö'flun lækna. Sérstaklega viljum við mótmæla þeirri meðferð að leggja fyrningu læknabifreiðar inn í heildarreksturskostnað, sem síðan er ekki viður- kenndur til frádráttar, nema að mjög litlu leyti, allt niður í 25%, eins og ákvörðun ríkisskattanefndar segir til um. í sumum tilvikum hefur þetta leitt til þess, að heildarfrádrátturinn hefur ekki náð fyrn- ingunni einni, en í lögum er gert ráð fyrir því, að læknar megi fyrna bifreiðir sínar allt að 15%. Með ákvörðun þessari er fyrning sumra læknabifreiða ekki viðurkennd, nema sem samsvarar um 25% af 15%, eða nánast aðeins 3y2%. Nú er það vitað mál, að enginn læknir getur stundað starf sitt, nema hann hafi yfir að ráða bifreið. Sié svo, verð- ur hann alltaf að leggja í þann stofnkostnað, sem bifreiðakaupum fylgir, og skiptir þá engu máli, hvort hann notar bílinn oft eða sjaldan. Fyrn- ing er þá sameignleg og eins hjá öllum læknum, hversu mikið, sem þeir nota bifreiðina í þágu starfsins. Einnig eru skyldutrygging og skattar misdýrar í þessu tilliti. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur fer því fram á, að fyrning, skyldutrygging og skattar verði frádráttarbær að fullu, en annar rekstr- arkostnaður sem verið hefur, eða 85%. Með því að heimila 15% fyrningu á læknabifreiðum er í lands- lögum viðurkennd sú meginregla, að læknar þurfi á bíl að halda í starfi. Sýnist því ástæðulaust að skera svo mikið niður frádráttarbæran bifreiðakostnað lækna, á meðan fjöldi stétta nýtur bifreiða, þar sem allur kostnaður er frádráttarbær, ýmist í formi frírrar bifreiðar frá opinberri stofnun eða að bifreiðin er skráð á nafn fyrirtækisins. Stjórn L. R. og skattamálanefnd óska eindregið eftir því að ræða þetta mál við yður frekar, sem fyrst. B. Ferðakostnaður lækna. Stjórnir félaganna geta að öllu leyti fellt sig við afgreðslu ríkis- skattanefndar á ferðakostnaði lækna. C. Námssjóðir lækna. Við getum fellt okkur við ákvörðun um námssjóði lækna, svo fremi sem það er rétt skilið hjá okkur, að tillögin séu ekki talin til tekna fyrr en á því ári, sem þau eru fengin til námsferða.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.