Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 63

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 199 5. Heilbrigðiseftirlit ríkisins verði ekki einungis skrifstofa, heldur einnig rannsóknarstofnun, sem nýta má til kennslu og vísindarann- sókna. Til frekari skýringa og rökstuðnings á þessum ábendingum Lækna- félags íslands um breytingar á nefndu frumvarpi vísast til umsagnar, sem fylgir með bréfi þessu. Virðingarfyllst, f. h. Læknafélags íslands, Arinbjöm Kolbeinsson formaður UMSÖGN L. í. UM FRUMVARP TIL LAGA UM HOLLUSTUHÆTTI OG HEILBRIGÐISEFTIRLIT Inngangur: Lögum þessum er ætlað að afmarka það heilbrigðiseftirlit (public health and sanitary inspection), sem talið er eðllegt, að ríki og sveit- arfélög annist. Þetta eftirlit þarf að ná til flestra þeirra umhverfis- þátta, sem geta skaðað heilbrigði almennings og þar með stuðlað að því, að ráðstafanir verði gerðar í tæka tíð til að uppræta þessa þætti eða míinnka áhrif þeirra, eins og unnt er. Hér má tilnefna óhollustu í drykkjarvatni og matvælum, sundhöllum og sjóböðum. Einnig mein- dýr, skólp og sorp, andrúmsloft, mengað af eiturefnum, jónandi geisl- um og hávaða. íbúðarhúsnæði, vinnustaðir og aðbúnaður verkafólks á vinnustöðum falla og hér undir. Þessi lög ná einnig til skóla og kennslustaða, samkomuhúsa, kaffi- og veitingahúsa, dvalarheimila barna og aldraðra og hvers konar heilbrigðisstofnana, fangahúsa, kirkna og kirkjugarða, líkbrennsluhúsa, flutninga- og farartækja og húsdýrahalds. Undir heilbrigðiseftirlit falla þannig öll opinber afskipti, sem miða að því að efla og viðhalda heilbrigði þjóðfélagsþegnanna. Aftur á móti ná lögin ekki yfir aðra aðalþætti heilbrigðismálanna, svo sem sjúkra- hús, almenna og sérhæfða læknisþjónustu og heilsuverndarstarfsemi. Mörkin á milli heilbrigðiseftirlits og heilsuverndar eru hins vegar ekki ætíð ljós. Heilbrigðiseftirlit er þó yfirleitt víðtæk félagsleg að- gerð, en heilsuvernd fyrst og fremst einstaklingsbundin þjónusta. Heilbrigðiseftirlit er nátengt stjórnmálum, en heilsuvernd er einung- is sérfræðileg starfsemi, sem ekki hefur beina pólitíska þýðingu. Augljóst er, að góð samvinna þarf að vera milli þeirra aðila allra, sem vinna að þremur höfuðþáttum heilbrigðism'álanna, sem eru: I. heilbrigðiseftirlit, II. sjúkdómsleit og heilsuvernd, III. sjúkraþjónusta. Allir þessir þræðir voru áður í höndum héraðslækna og lutu yfirstjórn landlæknis. Gafst það fyrirkomulag óneitanlega vel, meðan skilyrði leyfðu, að það gæti þrifizt. Nú hafa aðstæðurnar hins vegar breytzt svo mikið, að forsenda þessarar tilhögunar er fallin. Heilbrigðiseftirlit verður sífellt erfiðara eftir því, sem þjóðfélagið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.