Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 63

Læknablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ 199 5. Heilbrigðiseftirlit ríkisins verði ekki einungis skrifstofa, heldur einnig rannsóknarstofnun, sem nýta má til kennslu og vísindarann- sókna. Til frekari skýringa og rökstuðnings á þessum ábendingum Lækna- félags íslands um breytingar á nefndu frumvarpi vísast til umsagnar, sem fylgir með bréfi þessu. Virðingarfyllst, f. h. Læknafélags íslands, Arinbjöm Kolbeinsson formaður UMSÖGN L. í. UM FRUMVARP TIL LAGA UM HOLLUSTUHÆTTI OG HEILBRIGÐISEFTIRLIT Inngangur: Lögum þessum er ætlað að afmarka það heilbrigðiseftirlit (public health and sanitary inspection), sem talið er eðllegt, að ríki og sveit- arfélög annist. Þetta eftirlit þarf að ná til flestra þeirra umhverfis- þátta, sem geta skaðað heilbrigði almennings og þar með stuðlað að því, að ráðstafanir verði gerðar í tæka tíð til að uppræta þessa þætti eða míinnka áhrif þeirra, eins og unnt er. Hér má tilnefna óhollustu í drykkjarvatni og matvælum, sundhöllum og sjóböðum. Einnig mein- dýr, skólp og sorp, andrúmsloft, mengað af eiturefnum, jónandi geisl- um og hávaða. íbúðarhúsnæði, vinnustaðir og aðbúnaður verkafólks á vinnustöðum falla og hér undir. Þessi lög ná einnig til skóla og kennslustaða, samkomuhúsa, kaffi- og veitingahúsa, dvalarheimila barna og aldraðra og hvers konar heilbrigðisstofnana, fangahúsa, kirkna og kirkjugarða, líkbrennsluhúsa, flutninga- og farartækja og húsdýrahalds. Undir heilbrigðiseftirlit falla þannig öll opinber afskipti, sem miða að því að efla og viðhalda heilbrigði þjóðfélagsþegnanna. Aftur á móti ná lögin ekki yfir aðra aðalþætti heilbrigðismálanna, svo sem sjúkra- hús, almenna og sérhæfða læknisþjónustu og heilsuverndarstarfsemi. Mörkin á milli heilbrigðiseftirlits og heilsuverndar eru hins vegar ekki ætíð ljós. Heilbrigðiseftirlit er þó yfirleitt víðtæk félagsleg að- gerð, en heilsuvernd fyrst og fremst einstaklingsbundin þjónusta. Heilbrigðiseftirlit er nátengt stjórnmálum, en heilsuvernd er einung- is sérfræðileg starfsemi, sem ekki hefur beina pólitíska þýðingu. Augljóst er, að góð samvinna þarf að vera milli þeirra aðila allra, sem vinna að þremur höfuðþáttum heilbrigðism'álanna, sem eru: I. heilbrigðiseftirlit, II. sjúkdómsleit og heilsuvernd, III. sjúkraþjónusta. Allir þessir þræðir voru áður í höndum héraðslækna og lutu yfirstjórn landlæknis. Gafst það fyrirkomulag óneitanlega vel, meðan skilyrði leyfðu, að það gæti þrifizt. Nú hafa aðstæðurnar hins vegar breytzt svo mikið, að forsenda þessarar tilhögunar er fallin. Heilbrigðiseftirlit verður sífellt erfiðara eftir því, sem þjóðfélagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.