Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 70

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 70
206 LÆKNABLAÐIÐ FYLGISKJAL 9 A 21. jan. 1969. Kæru collegar: Með skírskotun til viðræðna okkar á Húsavík 12. og 13. jan. s.l. sendum við hér með grind fyrir læknasamstarf við sjúkrahúsið á Húsa- vík, miðað við núverandi aðstæður, en með hliðsjón af þróun lækn- ingastarfseminnar þar í nánustu framtíð. í tillögum þessum er að sjálfsögðu aðeins drepið á nokkur atriði, sem við teljum, að mestu máli skipti fyrir grundvöli að góðu samstarfi. I þessu sambandi viljum við benda á, að eftirfarandi ályktun var samþykkt á síðasta aðalfundi L.í. (1968), og teljum við, að efni hennar snerti aðstæður á Húsavík. „Æskilegt er, að læknamiðstöðvar í dreifbýli séu reknar í nán- um tengslum við sjúkrahús, þannig að öll aðstaða, húsakynni, tæki og starfslið nýtist sameiginlega og allar upplýsingar um sjúklinga liggi fyrir á einum stað. Þessi sjúkrahús þurfa að vera heimilislækningasjúkrahús, þar sem allir læknar stöðvarinnar hafa jafna aðstöðu.“ Það eru eindregin tilmæli stjórnar Læknafélags íslands, að iæknar á Húsavík leitist við að byggja samstarf á tillögum þeim, sem fylgja bréfi þessu, og einnig með hliðsjón af ýmsum þeim atriðum, sem fram komu í viðræðum okkar á Húsavík. Við teljum, að reynslutími til þess að skapa samstarfsgrundvöll með þeim hætti, sem að ofan greinir, megi vart vera minni en 3—4 mánuðir. Ef þið teljið, að mikilvæg atriði vanti inn í meðfylgjandi grind um læknasamstarf eða atriðum sé þar ofaukið, er stjórn Læknafélags íslands að sjálfsögðu fús að taka siíkar ábendingar til skjótrar athug- unar, F. h. stjórnar Læknafélags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson, Friðrik Sveinsson, formaður. ritari. GRIND FYRIR LÆKNASAMSTARF VIÐ SJÚKRAHÚS HÚSAVÍKUR I. Samstarf Samstarfið sé byggt á því, að allir læknar vinni saman á jafn- réttisgrundvelli, svo sem menntun, þjálfun og reynsla þeirra býður, en með hliðsjón af áhugasviðum. í samstarfshópum á sjúkrahúsinu sé yfir- iæknir „foringi meðal jafningja“, enda mun það samrýmast 4. gr. sjúkrahúslaga nr. 36 frá 4. apríl 1956. Áherzla verði lögð á gagnkvæma upplýsingastarfsemi og skoðana- skipti, þ. e. fundi, verkaskiptingu í nokkrum grunnatriðum og reglur þar að lútandi. II. Umræðufundir Morgunfundir (kaffifundir) séu ætíð haldnir með öllum læknum, þegar þess er kostur. Á þessum fundum verði m. a. fjallað um eftirfar-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.