Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 78

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 78
210 LÆKNABLAÐIÐ 7. gr. Reglugerð þessi kemur til framkvæmda strax, að því leyti sem aðstæður leyfa að mati sjúkrahússtjórnar, en að öllu leyti eigi síðar en 1. apríl 1970. Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af stjórn Sjúkrahúss- ins í Húsavík, staðfestist hér með samkv. 3. mgr. sjúkrahúslaga nr. 54/1964 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 11. apríl 1969. Jóhann Hafstein Jón Thors (Sign.) (Sign.) FYLGISKJAL 9 C Reykjavík, 29.7.1969. Sem svar við fyrirspurn stjórnar Sjúkrahúss Húsavíkur 28.7.1969 vill stjórn Læknafélags íslands taka fram eftirfarandi atriði: 1. í umræddar athugasemdir Daníels Daníelssonar teljum við, að vant.i eftirfarandi atriði: a) Stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur bauð Læknafélagi fslands að til- nefna fulltrúa í nefnd til að semja uppkast að reglugerð um sam- starf lækna við sjúkrahúsið á Húsavík. Stjórn L.f. tilnefndi þá Pál Gíslason yfirlækni í nefnd þessa. b) Við samningu uppkastsins var stuðzt við „grind“ að samstarfi lækna á Húsavík, sem stjórn L.í. hafði áður samið. c) Fulltrúi L.í. í nefndinni skýrði formanni félagsins frá niðurstöð- um nefndarinnar um reglugerðaruppkast, sem síðar var kynnt stjórnarmönnum, og komu þá fram fáar viðbótarábendingar, sem flestar voru efnislega teknar til greina. 2. Reglugerðaruppkastið var þannig samið í samráði við stjórn L.Í., en síðar skýrði Áskell Einarsson formanni L.f. frá því, að smá- vægilegar breytingar hefðu verið gerðar á því, áður en það var sent dómsmálaráðuneytinu, sem reglugerð til endanlegrar staðfest- ingar. Reglugerðin fullfrágengin var hins vegar ekki formlega borin undir stjórn L.í. 3. Varðandi óskir um skýringar á 4. grein Codex Ethicus teljum við, að grein þessi skýri sig sjálf og sendum við eintak af Codex Ethicus, sem trúnaðarmál, hér með. Við væntum, að þetta séu nægjandi upp- lýsingar varðandi þessi atriði. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson form. Stefán Bogason gjaldk. Friðrik Sveinsson ritari

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.