Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 79

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 79
LÆKNABLAÐIÐ 211 FYLGISKJAL 9 D Stjórn L.Í., Domus Medica, Reykjavík í tilefni fullyrðingar stjórnar Sjúkrahússins á Húsavík í blaða- grein nýverið þess efnis, að ég rangtúlki það, að mættir stjórnarmenn L.í. og lögfræðingur félagsins hafi á fundi stjórnar L.í. þ. 19. maí sl. tjáð mér, að þeir hafi ekki séð „Reglugerð um störf lækna við Sjúkrahúsið á Húsavík“, fyrir staðfestingu hennar, sem og, að for- maður L.í. hafi ekki séð reglugerðina fullbúna fyrir staðfestingu, leyfi ég mér að krefjast þess, að stjórn L.í. birti þegar í stað í dagblöðum Reykjavíkur skýlausa yfirlýsingu um, að ummæli mín séu rétt, en aðdróttanir sjúkrahússtjórnar í minn garð uppspuni. Húsavík, 17. ágúst 1969, Daníel Daníelsson, sjúkrahúslæknir FYLGISKJAL 9 E Afrit til L.í. Vegna fjölda áskorana fólks á Húsavík og sveitum Þingeyjarsýslu hefi ég fallizt á að gegna störfum sjúkrahússlæknis á Húsavík áfram samkvæmt núgildandi reglugerð, (að svo miklu leyti, sem hún brýtur ekki í bága við læknissamvizku mína, sbr. 4. grein Codex Ethicus (siða- reglur lækna)), ef stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur fellst á að afturkalla uppsögn sína á starfi mínu við sjúkrahúsið. Hinsvegar tel ég, að um svo veigamiklar breytingar sé að ræða með setningu hinnar nýju reglugerðar um starfrækslu Sjúkrahúss Húsavíkur, að óhjákvæmilegt sé að láta fram fara athugun á, hvort hún stangast ekki að einhverju leyti á við gildandi sjúkrahúsalög. Tel ég nauðsynlegt fyrir alla aðila, er mál þetta varðar, að sú athugun fari fram, hver sem niðurstaðan kann að verða. Húsavík, 22. júlí 1969, Daníel Daníelsson, læknir FYLGISKJAL 9 F 21. ágúst 1969. Hr. hrl. Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Hér með ljósrit af bréfi Daníels Daníelssonar sjúkrahúslæknis til stjórnar Sjúkrahúss Húsavíkur, dags. 22. júlí 1969, varðandi afstöðu hans til reglugerðar, sem sett hefur verið um störf lækna við sjúkra- húsið. Stjórn Læknafélags íslands óskar eftir áliti yðar, hr. hæstaréttar- lögmaður, á eftirfarandi atriðum: Teljið þér, að fyrirvari sá, sem læknirinn nefnir í bréfi sínu, tákni á nokkurn hátt synjun á því að starfa eftir reglugerð sjúkrahússins í öllum atriðum? Ef þér teljið, að takmörkun felist í bréfi læknisins varðandi fram-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.