Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 80

Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 80
212 LÆKNABLAÐIÐ kvæmd nefndrar reglugerðar, í hvaða atriðum má þá telja, að hún kunni að vera fólgin? Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags íslands, Arinbjöm Kolbeinsson FYLGISKJAL 9 G 22. ágúst 1969. Læknafélag íslands. Ég skírskota til bréfs yðar, dags. 21. ágúst 1969, varðandi deilu Daníels Daníelssonar, læknis, og stjórnar Sjúkrahúss Húsavíkur, en áður hafði ég fengið Ijósritaða yfirlýsingu eða bréf læknisins, dags. 22.7.1969, þar sem hann býðst til að gegna starfi sínu við sjúkrahúsið áfram samkvæmt reglugerðinni, að svo miklu leyti, sem reglugerðin brjóti ekki í bág við læknissamvizku hans, sbr. 4. gr. Codex Ethicus. Samkvæmt beiðni yðar í ofangreindu bréfi yðar skal þetta tekið fram: Ákvæði 2. mgr. 4. gr. Codex Ethicus mæla ljóslega fyrir um það, að lækni beri að hlýða lögum og úrskurðum, jafnvel þótt „samvizka“ læknisins kynni að bjóða honum annað. Með öðrum orðum: Lög lands- ins, en löglega settar reglugerðir koma þar undir, gilda framar siða- reglum lækna, ef árekstur verður á milli. Reglugerðin hin umdeilda er löglega sett að formi til og hlýtur því að gilda, a. m. k. meðan hún hefur eigi verið dæmd ógild af þar til bærum dómstól. Fyrirvari lækn- isins hefur því enga þýðingu og er í sjálfu sér ástæðulaus. Málið virðist allt vera risið út af reglugerðinni. Ef læknirinn fellst á að gegna starfi sínu áfram, hlýtur hann þar með að starfa eftir reglugerðinni, úr því að vinnuveitandi hans, sjúkrahúsið, æskir þess. Ég tel sjálfsagt, að stjórn Læknafélags íslands leggi það til við stjórn sjúkrahússins, að læknirinn verði endurráðinn og því þar með látið reyna á heilindi hans gagnvart vinnuveitanda. Virðingarfyllst, Guðm. Ingvi Sigurðsson FYLGISKJAL 9 H 22. ágúst 1969. Stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur, Húsavík. Þann 19. ágúst 1969 komu til viðræðna við stjórn Læknafélags Islands þriggja manna sendinefnd frá Húsavík. Nefndin var þannig skipuð: Þorgerður Þórðardóttir, Hermóður Guðmundsson og Gunnar Karlsson. Nefndin óskaði eftir, að stjórn Læknafélags fslands fjallaði um bréf Daníels Daníelssonar til stjórnar Sjúkrahúss Húsavíkur, dags. 22.7. 1969, og léti í ljós áht á því, hvort bréf þetta gæfi ekki tilefni til endurskoðunar á uppsögn læknisins. Þá lofaði nefndin að útvega stjórn Læknafélags íslands ljósrit af nefndu bréfi Daníels, og barst það fé- laginu 20. ágúst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.