Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 81

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 81
LÆKNABLAÐIÐ 213 Stjórn L.í. óskaði eftir áliti lögfræðingsins á máli þessu og ritaði honum bréf (sbr. fskj. 1). Svarbréf lögfræðingsins barst 22.8 1969 (sbr. fskj. 2). Samkvæmt ábendingu Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hrl., bein- ir stjórn L.í. þeim tilmælum til stjórnar Sjúkrahúss Húsavíkur, að hún endurskoði uppsögn sjúkrahúslæknisins með það fyrir augum, að hann verði endurráðinn, enda fari hann eftir reglugerð sjúkrahússins að öllu leyti í störfum sínum, eins og í bréfi lögfræðings (22.8 1969) segir. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson Friðrik Sveinsson formaður ritari FYLGISKJAL 9 I Húsavík, 1. sept. 1969. Læknafélag íslands. Stjórn Sjúkrahússins á Húsavík s.f. hefur móttekið bréf yðar, dags. 22. ágúst s.l. Framkvæmdaráð sjúkrahússins vill vekja athygli á skoðanaágreiningi lögfræðings Læknafélags fslands og Daníels Daní- elssonar um túlkun á siðareglum lækna, sbr. fyrrnefnd bréf yðar og í grein Daníels í Alþýðublaðinu 22. júlí s.l. Treystir framkvæmdaráð sér ekki til að hefja deilur við Daníel um túlkun á margumræddri reglugerð. Ljóst er, að læknadeilan, sem kennd er við Húsavík, er fyrst og fremst deila milli lækna um starfsfyrirkomulag. Sáttaumleitanir hafa orðið árangurslausar þrátt fyrir sáttatilraunir sérstakrar sáttanefndar. Þar til að fullar sættir hafa tekizt með læknunum, telur fram- kvæmdaráð ekki fært að endurskoða ákvörðun sina um uppsögn Daní- els Daníelssonar yfirlæknis. Efni þessa bréfs var samþykkt samhljóða á fundi framkvæmda- ráðs í dag. F. h. framkvæmdaráðs Sjúkrahúss Húsavíkur, Þormóður Jónsson formaður FYLGISKJAL 10 BRÉF SENT SÉRFRÆÐINGUM í SKURÐLÆKNINGUM Reykjavík, 16. maí 1969. Góði kollega: Fimmtudaginn 1. maí sl. voru auglýstar í dagblöðum Reykjavíkur yfirlæknisstaða við Rannsóknastofu Háskólans og við handlæknisdeild Landspítalans. í því sambandi benda stjórnir L.R. og L.í. á, að það er stefna læknafélaganna, að læknasamtökin verði samningsaðili um laun allra lækna, sbr. aðalfund L.í. að Laugum 1966 og fundarsamþykkt í L.R. 9.11 1966.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.