Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 82

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 82
214 LÆKNABLAÐIÐ Launakjör yfirlækna ríkisspítalanna eru ekki viðurkennd af læknasamtökunum. Stjórnir félaganna fara því fram á það við þá, sem sækja um stöðurnar, að þeir setji þann fyrirvara með umsókninni, að launakjör skuli fara eftir samningum, er L.R. gerir. Þeir, sem þegar hafa sent inn umsókn, eru beðnir um að senda nefndan fyrirvara í ábyrgðarbréfi til auglýsenda staðanna. Ennfremur er þess óskað, að umsækjendur sendi afrit af umsókn sinni og fyrir- vara til stjórnar L.R., Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík. Til glöggvunar þeim, sem ekki eru kunnugir lögum félaganna og Codex Ethicus, birtum við þær greinar laganna og Codex Ethicus, sem fjalla um málefni sem þessi. í lögum L.í. 17. grein segir: „Stjórn L.í. skal vara opinberlega við stöðum eða embættum, er hún telur vera varhugaverð eða óað- gengileg fyrir lækna.“ í Codex Ethicus segir: 22. grein. „Lækni, sem ræður sig til læknisstarfa, ber að gæta þess, að ráðn- ing hans sé samkvæmt samningi eða samþykktum, sem L.í. viður- kennir.“ 23. grein. „Læknir má ekki gefa kost á sér til stöðu, ef stjórn L.í. hefur ráðið félagsmönnum frá að sækja um hana.“ 24. grein. „Læknum ber að kynna sér og virða lög, reglur og samninga, sem læknastéttin hefur viðurkennt.11 Ennfremur segir í 19. gr. laga L.R.: „Félagsmenn mega ekki sækja um eða taka við embætti eða stöð- um, nema stjórn L.R. hafi viðurkennt launakjör, starfsskilyrði og starfssvið, enda hafi staðan verið auglýst með minnst fjögurra vikna fyrirvara í Læknablaðinu eða á annan fullnægjandi hátt.“ Stjórnir félaganna vænta þess, að allir félagar í L.í. eða svæða- félögum þess, svo og aðrir læknar, sem enn hafa ekki gerzt meðlimir læknasamtakanna, en hafa hug á nefndum stöðum, sjái sér fært að fara eftir þessum fyrirmælum, þar sem hér er um mjög mikilvægt principmál að ræða fyrir alla íslenzka lækna. Með kollegial kveðju, Sigmundur Magnússon, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hannes Finnbogason, ritari L.R. Arinbjörn Kolbeinsson, fcrmaður Læknafélags íslands. Stefán Bogason, gjaldkeri L.Í.-L.R, Friðrik Sveinsson, ritari L.í.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.