Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
157
Fyrsta ritstjórn Læknablaðsins: Guðmundur Hannesson, Maggi Júl. Magnús og Matthías
Einarsson.
Það má teljast stórvirki að ráðast i að
gefa út heillar arkar blað (16 síður) mán-
aðarlega, en þetta tókst og hélzt sá útgáfu-
háttur fyrstu 10 árin. Síðan hafa tölublöð
jafnan verið færri, en hvert þeirra gjarnan
verið meira að vöxtum. Á ýmsu hefur gengið
um útgáfu blaðsins. Tvivegis tók það tvö
ár að koma út einum árgangi, en á 50 ára
afmæli þlaðsins var það misræmi leiðrétt
með þvi að gefa út 3 árganga á einu ári.
Slík röskun á útgáfu blaðsins er án efa þvi
að kenna, að útgáfa þess hefur jafnan verið
íhlaupavinna störfum hlaðinna manna. Verð-
ur slikra tafa von meðan blaðinu er ekki
tryggður starfskraftur, sem ótruflaður getur
helgað sig því.
Ef til vill ber það vott íhaldssemi lækna,
að engar breytingar voru gerðar á broti
blaðsins frá upphafi til ársins 1973, er ger-
breyting varð á. Var þó gamla brotið löngum
talið ódrjúgt og óhentugt. Áður en brotinu
var breytt höfðu þó verið gerðar ýmsar
breytingar til bóta. Núverandi form blaðsins
hefur mælzt vel fyrir og hafa ritstjórar enn
ekki sætt skömmum fyrir það.
Fyrstu þrjú árin var Læknablaðið prentað
I prentsmiðjunni Rún, en síðan I Félags-
prentsmiðjunni. Þeir Félagsprentsmiðjumenn
hafa jafnan borið hag blaðsins fyrir brjósti,
enda má telja þá til náinna aðstandenda
þess.
Fjölmargir hafa lagt hönd á ritstjórn
Læknablaðsins frá upphafi um lengri eða
skemmri tíma. eins og meðfylgjandi ritstjóra-
skrá sýnir. Ýmsir hafa fórnað blaðinu ær-
inni vinnu og umhyggju I mörg ár, en eng-
inn þó lengur en Ólafur heitinn Geirsson.
sem var ritstjóri I samtals 22 ár. Við slíka
menn stendur Læknablaðið jafnan i bakkar-
skuld. Lengst af voru ritstjórar 3 hverju sinni
og þá oftast einn aðalritstjóri, frá 1965 voru
þeir 5, en frá 1972 hafa ritstjórar verið 2,
annar séð um fræðilegt en hinn um félags-
legt efni.
Fróðlegt er að blaða í gömlum árgöngum
Læknablaðsins. Ber blaðið á hverjum tíma
vitnisburð ritstjórunum, en ekki síður áhuga-
málum og ritgleði þeirra annarra, sem i það
skrifa. Félagslegt efni og umræður eru gjarn-
an skemmtilegust aflestrar, þótt fræðileg