Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
205
TAFLA IX
Notkun sýklalyfja fyrlr innlagning’u
og niðurstöður sýklagreiningar
Lyfjagjöf fyrir Fjöldi innlagningu sjúklinga Fjöldi sýkla- greindra %
1-4 lyfjaskammtar 23 14 61
1 dagur 4 1 25
2 dagar 7 2 29
3 dagar 2 1 50
4 dagar 1 0
5 dagar 2 0
> 6 dagar 3 1 33
Gefin lyf, en óvíst
hve lengi 41 22 55
Samtals 83 41 49
Engin lyf 14 11 79
Einskis getið um lyf
í sjúkraskrá 27 23 85
Samtals 124 75 60
breyttri í að meðaltali 7—8 daga, en lyfj-
um þá fækkað smám saman. Lægi sýkla-
greining fyrir var lyfjum fækkað nokkuð
fyrr og þá i samræmi við næmispróf.
Venjulega voru þó gefin a. m. k. tvö, öllu
oftar þrjú sýklalyf jafnlengi og ósýkla-
greindum sjúklingum og var síðan dregið úr
lyfjagjöf á svipaðan hátt. Samnotkun lyfja
hefur veriði nokkuð breytileg frá einu til-
felli til annars, en viss lyf þó verið meg-
inuppistaða meðferðar, ef um einhvern
hinna þriggja aðalsýklaflokka hefur verið
að ræða: Sulfa notað við N.meningitidis,
chloramphenicol við H. influenzae og peni-
cicllin við D.pneumoniae.
Gangur sjúkdómsins og batamerki sjúkl-
ings hafa verið látin ráða um tímalengd
meðferðar, en að jafnaði ekki stuðzt við
niðurstöður af endurteknum mænuvökva-
rannsóknum. Þó hafa í sumum tilfellum
verið gerðar endurteknar hryggstungur,
þegar bati hefur verið hægur og árangur
meðferðar ekki þótt nógu góður. Sýkla-
lyfjameðferð hefur ekki verið hætt fyrr
en sjúklingur hefur verið minnst 5 daga
hitalaus.
Við athugun á sjúkraskrám kemur í ljós,
að sjúklingar með ókunna sýkingarorsök
voru að meðaltali í 13 daga á sýklalyfjum,
sjúklingur með N.meningitidis 14 daga, H.
influenzae 15 daga og D.pneumoniae i 16
daga. Þegar á heildina er litið, var tíma-
lengd meðferðar að meðaltali 14 dagar.
Á fyrstu árunum voru lyfin ýmist gefin í
vöðva eða í inntökum, allt eftir því hvað
sjúklingurinn var veikur og hvernig hon-
um gekk að nærast. Síðari árin hefur al-
menna reglan verið sú að gefa þessum
sjúklingum vökva í æð og lyfjum veitt þá
leiðina, annaðhvort uppleystum í vökv-
anum eða í einstökum inndælingum.
Sterar voru gefnir öllum sjúklingum
með sjúkdómsmyndina Waterhouse-Fride-
richsen, 10 að tölu, og þar að auki börn-
um, sem virtust langt leidd við komu á
spítalann, einkum ef þau voru jafnframt
með húðblæðingar, enda þótt losteinkenni
væru ekki til staðar. Alls fengu 35 börn
slíka meðferð. 5 þeirra dóu nokkrum
klukkustundum eftir komu á deildina, en
hin voru á sterameðferð að meðaltali í 7—
8 daga. Af þeim voru 15 með N.meningi-
tidis, 6 H. influenzae, 1 D.pneumoniae og
hjá 8 var sýkingarorsök ókunn.
Árangur: Af 132 sjúklingum létust 12,
8 drengir af 85 (9.4%) og 4 stúlkur af 47
(8.5%). Heildardánartalan er tæplega 9.1%.
Af þremur 5-ára tímabilum var dánartalan
hæst á miðtímabilinu, 1963—1967 eða 13%
(tafla V). Eftir aldri var dánartalan hlut-
fallslega hæst í yngsta aldursflokknum, þ.
e. hjá börnum innan 1 mánaðar, þar sem
4 af 5 börnum létust (tafla IV).
Eftir sýkingarorsök var dánartalan
hlutfallslega hæst, þegar um sjaldgæfari
sýkla var að ræða eða 85.7% (töflur I og
IV), þar næst í meningitis pneumococcica
(16.6%). Einn (2.2%) sjúklinganna með
N.mefningitidis dó, en enginn af þeim,
sem voru með H. influenzae. Af sjúkling-
um, sem ekki urðu sýklagreindir dóu 4 eða
8.0%.
Tafla X greinir frá einstökum dauðs-
föllum. Öll voru börnin krufin og hjá
þeim fundust bólgubreytingar í heila-
himnum eða heila. Hjá 5 var ekki ljóst
fyrr en við krufningu, að þau höfðu meng-
isbólgu, en þar af voru 3 með myelomen-
ingocele og höfðu ekki hlotið neina með-
ferð. Fjórða barnið (nr. 2 á töflu X) lézt
strax eftir komu á spítalann. Fimmta
barnið var innlagt frá fæðingardeild 13