Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 90

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 90
212 LÆKNABLAÐIÐ gerir það greininguna milli þessara tveggja sjúkdómsmynda erfiðari. Erlendis er talið, að 40—50% sjúklinga hafi fengið sýklalyf áður en hrygg'stunga fer fram (6, 20, 31). Hér á barnadeildinni höfðu 83 (66%) af 125 börnum (7 sjúklingum með sjaldgæfari sýklategundum sleppt) fengið sýklalyf og reyndist ekki unnt að sýklagreina rúman helming þeirra (51%). Aðeins 15 börn (12%) höfðu með vissu engin lyf fengið og af þeim urðu ekki sýklagreind 4 (27%). Sennilega hefur verið svipað ástatt með önnur 27 börn, sem ekkert var getið um lyfjagjöf hjá, þar sem svo mörg þeirra eða 23 (85%) tókst að sýklagreina og væru það þá samtals 42 börn, sem engin lyf hefðu fengið. Af þeim tókst ekki að sýklagreina 19% á móti 51% hinna, sem höfðu hlotið meðferð. Þessar niðurstöður styðja þá skoðun, að sýklalyfjameðferð komi í veg fyrir eða dragi úr möguleikum þess að komizt verði að sýkingarorsök. Jafnvel einn lyfjaskammtur, sem sjúklingurinn hefur fengið áður en hryggstunga er gerð, virðist geta haft áhrif i þessa átt (sjá töflu IX). í Stokkhólmsuppgjörinu (22) voru ræktanir neikvæðar hjá 29.7% þeirra sjúklinga, sem höfðu fengið sýklalyf, en 14% hinna, sem engin lyf höfðu fengið. I uppgjörinu frá Ullevál (10) hafði 21% sjúklinga fengið sýklalyf við innlagningu og 46% þeirra urðu ekki sýklagreindir. Jensen et al (21) telja sig ekki hafa orðið þess vara, að sýklameðferð hafi dregið úr möguleikum á sýklagreiningu. Sama sjón- armiði er haldið fram í tveimur greinum, sem nýlega birtust í Bandaríkjunum (20, 41), en í þriðju greininni er mælt í gegn þessu (5). Eru því enn deildar meiningar um áhrif slíkrar lyfjagjafar fyrir innlagn- ingu á niðurstöðu sýklarannsókna. Þar sem mikils er um vert, að komizt verði að sýkingarorsök í svo alvarlegum sjúkdómi, en reynslan hefur sýnt, að hin- ar venjulegu rannsóknaraðferðir, ræktun og smásjárskoðun, bregðast í verulegum fjölda tilfella, hefur verið reynt að finna upp fleiri aðferðir og helzt einnig fljót- virkari, sem gætu hjálpað til við sýkla- greininguna, enda þótt þær geti ekki kom- ið í stað ræktunar. Má þar til nefna smá- sjárskoðun með immunofluorescens tækni, latex samloðunarpróf, enzymmælingar í mænuvökva, aðferðir sem ýmsir mæla með og hafa tekið upp, en eigi hafa verið reynd- ar hér (12, 32). Víðast hvar er regla að gera blóðrækt- anir hjá sjúklingum, sem grunaðir eru um meningitis bacterialis, en svo hefur ekki verið hér. Slík rannsókn getur verið til leiðbeiningar um sýkingarorsök. í upp- gjöri Blegdamshospitalet (21) gaf hún já- kvæða niðurstöðu í 30% tilvika og í Stokk- hólmsuppgjörinu (22) 32.4%. Aðrir gefa upp svipaðar eða hærri tölur, 29—52% (3, 37). Hér á barnadeildinni komu í engu til- felli fyrir N.meningitidis stofnar, ónæmir fyrir sulfa og svo var einnig í Stokkhólms- uppgjörinu (22). Greint hefur verið frá slíkum tilfellum í Noregi og Danmörku (18, 21) og sums staðar í vaxandi mæli, einkum í Bandaríkjunum (8). Sjúkdómsgreining: Auðvelt á að vera að greina meningitis bacterialis, þegar hin venjulegu einkenni, stífleiki í hnakka og baki, hár hiti, uppköst, höfuðverkur og meira eða minna trufluð skynjun eru til staðar. Sýklalyf, sem notuð hafa verið í vaxandi mæli í hvers konar sýkingum oft handahófskennt og í ófullnægjandi skömmtum, geta hins vegar dregið úr sjúkdómseinkennum, gert myndina óljósari og valdið töf á greiningu. Það er og oft erfitt og vandasamt að greina þennan sjúkdóm hjá börnum á fyrsta mánuði vegna óljósra einkenna. Það er mikilvægt að festa sér í minni, að á bak við svo al- menn einkenni sem deyfð og sljóleika, ó- eðlilega ertni eða óróleika, skerandi skræki, lystarleysi, uppköst, niðurgang eða öndunaróreglu geti leynzt mengis- bólga. Spennt eða bungandi fremri hausa- mót á ungbarni eru talin örugg einkenni um mengisbólgu, en mjög oft kemur það ekki fram, t. d. ef barnið hefur kastað upp eða lítið drukkið. Sömuleiðis er eins títt, að enginn hiti fylgi sjúkdómnum á þess- um aldri og hnakkastífleika og krampa, sem stundum leiða á sporið um sjúkdóms- greiningu, gætir oft ekki fyrr en seint í sjúkdómnum. Á þessu aldursskeiði eru gram-neikvæðar þarmabakteríur einna al- gengust sýkingarorsök og ýmsir aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.