Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 84

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 84
210 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA XIU Tímalengd veikinda 124 sjúklinga fyrir innlagningu. % tala í svigum Búseta Tala sjúkl. < 1 dagur (4-22 klst.) Dánir 1-2 dagar Dánir 3-4 dagar Dánir Rvík & nágr. 77 30(39) 2 33(43) 2 6(8) 1 Utan af landi 47 5(11) 2 27(58) 1 10(21) 0 Samtals 124 35(28) 4 60(48) 3 16(13) 1 kvenna, en ekki nánari sundurliðun eftir aldri og sýkingarorsök. 1 þessu yfirliti er hlutfallið 1.8. Þó stúlkur séu þetta miklu færri, voru þær álíka margar og drengir með H.influenzae sýkingu (dr./st.: 12/11), en hins vegar engin stúlka með D.pneu- moniae sýkingu. Hlutfall kynja í hópnum, sem ekki varð sýklagreindur var 1.9 (33/ 17). Hið háa hlutfall kynja í þessu uppgjöri gæti e. t. v. skýrzt af því, að notkun sýkla- lyfja væri hér í landi meiri og almennari en annars staðar, þó engin könnun liggi fyrir á því, en í fyrnefndri grein Washburn et al. (39) er sýnt fram á, að hlutfallið milli kynja hafi aukizt eftir að sýklalyt komu til sögunnar. Hvað aldrinum viðvíkur, virðist fyrsti mánuðurinn í lífi barnsins mesta hættu- tímabilið að því er meningitis bacterialis varðar og Smith (33) telur, að á engum einum mánuði í æviferli mannsins komi sá sjúkdómur oftar fyrir. Groover (16) telur, að hjá nýfæddum börnum komi mengis- bólga fyrir hjá einu af hverju 1000—2000 og tíðnin sé enn hærri, ef miðað er við fyrirburði eingöngu. í þessu uppgjöri eru aðeins 5% barna innan 1 mánaðar aldurs, en mun hærri tölur yfirleitt nefndar annars staðar eða 10—15% (22), þ. á m. 12% hjá Mathies & Wehrle (27). Ekki er ljóst, hvað veldur hinni lágu hlutfallstölu hér. Staðbundnar aðstæður, mismunandi eftir löndum, gætu þar haft áhrif, t. d. hlutfall fæðinga á stofnunum og í heimahúsum, þrifnaður og umhirða barnsins strax eftir fæðingu eða mismunandi notkun sýklalyfja. í þessu uppgjöri voru 26% barnanna á aldrinum 1—11 mánaða, 33% 1 árs, 15% 2 ára og 9% 3 ára. 9% júklinga voru eldri en 5 ára. Aldursdreifing sjúklinga Mathies & Wehrle var nokkru meiri. 31% voru á aldrinum 1—-11 mánaða, 18% 1 árs og 13% barnanna voru eldri en 4 ára. Sjúklingar með D.pneumoniae voru á aldrinum 2—11 ára. N.meningitidis og H. influenzae dreifast hlutfallslega nokkuð svipað eftir aldri. Yngsti sjúklingurinn með H.influenzae var 4 mánaða, en tveir (9%) voru eldri en 5 ára. Yngsti sjúkling- urinn með N.meningitidis var 2 mánaða, en 11% af heildarfjölda þeirra voru eldri en 5 ára. Einkenni: Sum einkenni, er fylgja men- ingitis bacterialis, s. s. hár hiti, hnakka- og bakstífleiki, uppköst og ertni, eru svo algeng, að ekki er hægt eftir þeim einum saman að mynda sér skoðun um horfur sjúklingsins eða sennilega sýkingarorsök. Fremur gætu hin sjaldgæfari gefið vís- bendingu. í þessu uppgjöri sáust krampar hjá 15% sjúklinga. Hlutfallstíðni var hæst hjá þeim yngstu, innan 1 mánaðar (67%). Byggist þetta sennilega á aldrinum, en ekki þeim sýklategundum, sem þá eru mest á ferð- inni, því þeim fylgir ekki nein sérstök krampatíðni, er þær koma fyrir hjá eldri sjúklingum. Eftir sýkingarorsök komu krampar hlutfallslega oftast fyrir hjá sjúklingum með D.pneumoniae (33%), þar næst N.meningitidis (13%), en sjaldnast í H. influenzae sýkingum (9%). Krampar komu fyrir hjá 10% sjúklinga með ókunna sýkingarorsök. Af sjúklingum með krampa létust 31%. Af sjúklingum Jensen et al. (21) voru 8% sjúklinga með krampa og Jonsson & Alvin (22) 20%. Smith & al (32) telja að krampar komi fyrir hjá allt að 30% sjúkl- inga með meningitis bacterialis, tíðast í H. influenzae sýkingu. Krampar komu fyrir hjá 18% sjúklinga Ellekjær og Brydþy (10)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.